Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Qupperneq 17

Bæjarins besta - 02.11.2006, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 17 Náttfataball á Eyrarskjóli Leikskólabörnin á Eyrarskjóli á Ísafirði gerðu sér dagamun á föstudag með því að halda náttfataball. Börnin mættu í sínum fínustu náttfötum og sungu og trölluðu auk þess sem þau gæddu sér á poppkorni. „Við höldum alltaf náttfatadag á þeim föstudegi sem fellur næst fyrsta vetrardegi, en við vorum á ráðstefnu fyrir viku og ákváðum því að fresta deginum um viku. Þetta er allt mikið stuð og mjög gaman“, segir Jóna Lind Karlsdóttir, leikskólastjóri. Enn hefur ekki verið skrifað undir samninga við Mýflug varðandi sjúkraflug á Ísafirði, en samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu er unnið að undirbúningi undir- skriftarinnar. Um miðjan sept- ember tilkynnti heilbrigðis- ráðherra að sjúkraflugvél myndi hafa heimahöfn á Ísafirði í vetur en tvísýnt var um það um tíma. Sjúkraflugi til Vestfjarða átti samkvæmt nýju fyrir- komulagi að vera sinnt frá Akureyri og hefur það vakið reiði margra Vestfirðinga sem telja að með því sé verið að minnka öryggi íbúa fjórð- ungsins. Að lokum fékkst það í gegn að vélin yrði staðsett á Ísafirði en margir flugmenn höfðu lýst yfir efasemdum með þá tilhögun að vélin yrði staðsett á Akureyri, bæði flug- menn Mýflugs sem sér um sjúkraflugið og aðrir reyndir kappar í sjúkraflugi á Vest- fjörðum. – thelma@bb.is Ekki búið að skrifa undir samninga um sjúkraflug Flugvöllurinn á Ísafirði. Fjölmennt fyrirtækjamót í boccia Lið Skattstofu Vestfjarðaumdæmis og Vátryggingafélags Íslands háðu harða keppni. Þrjátíu og sjö lið kepptu á fimmta fyrirtækjamóti íþrótta- félagsins Ívars í boccia sem haldið var í íþróttahúsinu á Torfnesi á sunnudag. „Þetta var næst besta þátttakan til þessa en 40 lið kepptu í fyrra. Við erum mjög ánægð með mótið og þetta er ein stærsta fjáröflun félagsins. Bæjarbúar virðast hafa gaman af þessu og eru um leið að styrkja gott málefni“, segir Gylfi Þór Gíslason, einn skipuleggjanda mótsins. Keppt var í 7 riðlum og sigurvegarar í hverjum riðli kepptu til undanúrslita. Úrslit í sumum riðlunum réðust á stigatölu leikjanna. Mótinu lauk með úrslita- keppni á milli HÍ- rannsókn á móti HÍ-hjúkkum sem bæði eru lið skipuð starfsfólki Heil- brigðisstofnunar Ísafjarðar- bæjar. Það var síðan HÍ-rann- sókn sem bar sigur úr bítum í keppninni. Ýmsar aðrar viður- kenningar voru veittar á mót- inu; liðið HÍ-öldrun vann keppnina um skemmtilegustu búningana og HÍ-rannsókn fékk viðurkenningu fyrir bestu liðsheildina. Lið Skatt- stofu Vestfjarðaumdæmis fékk viðurkenningu fyrir besta stuðningsliðið. Héðinn Ólafs- son fékk viðurkenningu fyrir bestu tilþrifin á mótinu. „Stjórn íþróttafélagsins Lið HÍ-rannsókn sem skipað var þeim Önnu Kristínu Ásgeirsdóttur og Sigrúnu Sigvaldadóttur sigraði á mótinu. Á milli þeirra stendur Sigríður Jóhannsdóttir. Ívars vill þakka öllum þeim fyrirtækjum og stofnunum sem styrktu félagið á einn og annan hátt með mótinu fyrir stuðninginn. Sérstakar þakkir til Glitnis sem studdi dóm- gæslu mótsins“, segir í til- kynningu. – thelma@bb.is Mikil spenna ríkti á meðal áhorfenda. 44.PM5 5.4.2017, 13:0317

x

Bæjarins besta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.