Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 13

Bæjarins besta - 02.11.2006, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 2. NÓVEMBER 2006 13 M: „Þetta er öðruvísi í Kraká, þar syngur fólk ekki eins kröftuglega. Ég sá líka þegar ég var úti hversu dýrkaður Jóhannes Páll páfi er, en hann auðvitað kemur frá Póllandi.“ E: „Já þetta var mjög sér- stakt. Það hafði aldrei verið kosinn páfi annarrar þjóðar en ítalskur. Hann kom frá Pól- landi sem var kommúnistaríki mitt á milli austurs og vesturs. Hann var mjög sérstök mann- eskja, hann hafði mikla per- sónutöfra. Hann hjálpaði Pól- verjum mikið í gegnum erfiða tíma.“ M: „Hann bjargaði sálunum okkar.“ E: „Ef maður átti ekkert, lítið af pening, lítið að borða og erfitt að kaupa hitt og gera þetta. Þá var svo nauðsynlegt að hafa eitthvað að lifa fyrir og þetta eitthvað var trú. Hann sagði alltaf „verið sterk, þetta lagast.“ Hann hjálpaði líka til við að leggja niður kommún- ismann. Stundum er það þann- ig að fólk fer í gegnum erfið- leika sem lítið virðist geta læknað, þá var hann þarna til að gefa fólki von og segja þeim að kannski ef þau myndu biðja þá yrðu hlutirnir í lagi. Þetta er líka lækning sem getur hjálpað að fara með vanda- málin sín til Guðs eða hvað sem þú kýst að kalla hann. Ef það er eitthvað sem ég vill mjög mikið og trúi algjörlega að gerist, þá gerist það.“ – Það er eins og hann hafi hreinlega bjargað landinu með því að minna á mikilvægi þess andlega á erfiðum tímum. E: „Já. Þetta er líka þannig að ef ég ákveð þegar ég vakna að allt sé ömurlegt og leiðin- legt, endar það nú kannski bara með að ég hengi mig af því það er allt svo ömurlegt og ég sé ekki út úr því. En ef ég vakna hinsvegar og segi alltaf við sjálfa mig að allt sé frábært, er ég allavega að ganga úr skugga um það að hlutirnir verði nokkuð góðir.“ – Starfaði páfinn í Kraká? „M: Já, hann var biskup. Kraká var í hans umdæmi sem og Klikusawa bærinn okkar. Hann kom til Klikusawa til að mynda til að ferma bæði mig og Evu.“ E: „Hann náði ekki að ferma mig því þá var hann orðinn páfi.“ M: „Ég fór líka þrisvar sinn- um að heimsækja hann í Vati- kanið með mismunandi kór- um til að syngja.“ – Mariola dregur fram myndir af heimsóknunum blaðamanni til mikillar ánægju. „Við Eva systir, sungum til dæmis einsöng fyrir hann og vorum kynntar þannig að við kæmum frá Klikusawa“ „Kli- kusawa, segir hann, „og ég þarf að vera kominn alla leið í Vatikanið til að heyra í svona frábærum stelpum frá Kliku- sawa.“ „Þetta var fimm dög- um áður en hann var svo skotinn og við vorum ennþá Ítalíu og sáum þetta allt saman í sjónvarpinu.“ Á faraldsfæti og örlögin – Þið hafið ferðast mjög mikið til að koma fram, hvert í heiminn hafið þið komið í þeim erindagjörðum? M: „Vá, það er alveg rosa- lega víða, við höfum farið Evr- ópu alla eins og hún leggur sig. og síðan hef ég farið bæði til Kanada og Ameríku. Ég var að ferðast með kórum og söng með þeim einsöng. Ég get til dæmis sagt þér að ég he komið 12 sinnum til Rómar og til Þýskalands hef ég farið allavega 30 sinnum. Það var sérstaklega gott að komast að- eins í burtu á meðan að á stríð- inu stóð. Þegar við komum til baka með rútunni komum við alltaf með sápu, þvottaefni, tannkrem, sjampó, sokkabux- ur og aðra munaðarvöru.“ E: „Það var ekkert sjálfsagt að fá þessa hluti í Póllandi, þú varst kannski með tvær sápur á skömmtunarseðlinum þín- um, en síðan var bara ekkert til í búðinni. Það var stundum bara til edik og niðursoðnar baunir.“ M: „Sjáðu bara svo hvernig lífið er núna, við vitum varla hvað við eigum að kaupa.“ E: „Sjáðu síðan hvernig lífið getur æxlast. Þú verandi frá Íslandi og við frá Póllandi og samt liggja leiðir okkar sam- an.“ – Þetta eru kannski örlögin M: „Já, nákvæmlega og ég get ekki ímyndað mér hvernig sumir hlutir gerast. Ég var að finna gamla skólabók síðan að ég var lítil stelpa í Póllandi, einu bókina sem þar var gefin út um sögu Íslands. Ég var eini krakkinn sem keypti svona bók og ég á hana enn. Þegar ég fann bókina hugsaði ég með mér af hverju í ósköp- unum keypti ég þessa bók, þá var vinkona mín þarna sem sagði „Kannski eru þetta bara örlögin, Mariola.“ Fólki finnst voða spennandi að við séum á Íslandi í dag. Ísland er mjög framandi í augum þeirra sem eru heima og allir vilja óðir og uppvægir koma í heimsókn. Hversu margir í litla sveitaþorpinu okkar að meðtöldum okkur sjálfum hefði trúað að þangað myndu koma í heimsókn árið 2006 hundrað Íslendingar.“ Á þeim nótum kveður blaða- maður þessar skemmtilegu systur sem séð hafa tímana tvenna – annska@bb.is Sturla Böðvarsson svarar Helgu Völu Helgadóttur um háhraðatengingar Ísland verður altengt Frambjóðendur Samfylk- ingarinnar hafa síðustu dag- ana verið að skrifa í blöð og á vefsíður og vekja athygli á ýmsu sem unnið er að og skiptir vissulega miklu máli fyrir íbúa landsbyggðarinn- ar ekki síður en íbúa höfuð- borgarsvæðisins. Og sumir þeirra virðast koma af fjöll- um þegar þeir kynna sér að- stæður og viðfangsefni okk- ar þingmanna landsbyggð- arinnar. Umfjöllunarefni Helgu Völu Helgadóttur fjölmiðla- konu og frambjóðanda í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Norðvesturkjördæmi í nýlegri grein í Fréttablaðinu um fjarskipti og háhraða- tengingar gefur mér ágætt tækifæri til að minna á það sem unnið er nú að varðandi þennan málaflokk. Hröð þróun fjarskiptanna Fyrst minni ég á að í fjar- skiptunum hefur verið mikil og hröð þróun á öllum svið- um hin síðari ár. Við Íslend- ingar höfum verið fljótir að tileinka okkur fjarskipta- og upplýsingatæknina og nýt- um hana ekki síst til að færa okkur á landsbyggðinni nær miðju samfélagsins þar sem þjónustan og mestu við- skiptatækifærin eru. Sumir stjórnmálamenn tala þannig og skrifa eins og Síminn í ríkiseign hafi verið eina tryggingin fyrir því að landsbyggðin gæti notið fjarskiptatækninnar. Vinstri grænir hafa einkum verið duglegir við að halda þeirri fyrru á lofti. Þeir hafa ýtt því til hliðar að við lifum á hinu evrópska efnahags- svæði þar sem aðild ríkisins að samkeppnismarkaði, svo sem fjarskiptamarkaði, eru strangar skorður settar og ríkisstuðningur er bannaður nema með ströngum reglum þar sem ekki verður við komið samkeppni. Þótt Síminn hafi verið seldur var langt því frá að hann hafi lokið uppbygg- ingu á fjarskiptakerfi lands- manna í eitt skipti fyrir öll. Því verki þarf að halda áfram og við þurfum stöðugt að bæta við þessa uppbyggingu eftir því sem kröfur og tækni breytast. Vert er að minna á og ítreka að ríkið getur ekki lengur staðið í samkeppnis- rekstri enda forboðið á hinu Evrópska efnahagssvæði að almennur rekstur fjarskipta sé á hendi ríkisvaldsins. Sem betur fer hafa fleiri fyrirtæki haslað sér völl á fjarskipta- markaði og bjóða fram þjón- ustu sína við landsmenn. Mjög framsækin löggjöf hefur tryggt þá framvindu í þágu notenda fjarskiptaþjónustu. Fjarskiptaætlun markar stefnuna Til þess að tryggja sem best áframhaldandi uppbyggingu fjarskiptakerfanna um land allt ákvað ríkisstjórnin að fara þá leið sem fær væri með hlið- sjón af reglum fjarskiptamark- aðarins. Með stofnun Fjar- skiptasjóðs og með því að Al- þingi samþykkti Fjarskipta- áætlun beitti ég mér fyrir að fara þær leiðir sem ég taldi líklegar til þess að tryggja sem best hagsmuni hinna dreifðu byggða. Umfangsmikil verkefni eru framundan sem meðal annars verða fjármögnuð með þeim 2,5 milljörðum króna sem lagðar voru í Fjarskiptasjóð þegar Síminn var seldur. Hlut- verk sjóðsins er einkum að fjármagna áframhaldandi upp- byggingu GSM-farsímanets- ins, að sjá til þess að sjón- varpssendingar RÚV um gervi- hnött verði aðgengilegar öll- um landsmönnum og sjó- mönnum á miðunum um- hverfis landið og í þriðja lagi að allir landsmenn njóti há- hraðatengingar. Öll þessi verkefni eru nú í tækin eru þegar búin að því með svokölluðum ADSL tengingum. Þá er vert að minna á það að með útboði á síma- og fjarskiptaþjón- ustu ríkisstofnana er stefnt að því að hraða uppbygg- ingu afkastamikilla teng- inga um landið allt. Netsambandið skiptir miklu máli Af þessu má sjá að unnið er hörðum höndum að því að koma þessum málum í viðunandi horf enda rétt sem greinarhöfundur bendir á að netsamband skiptir mjög miklu máli varðandi alla aðstöðu okkar til náms, starfa og búsetu. Ég er mjög stoltur af því að hafa fengið tækifæri til þess að tryggja þá framvindu í þágu allra landsmanna sem ég hef greint frá hér að framan og mun leggja ríka áherslu á að það megi takast. Ég vænti þess að kjósendur tryggi með öflugum stuðn- ingi við mín sjónarmið í næstu kosningum þá fram- kvæmd. Fordómar Vinstri grænna gagnvart markaðs- aðgerðum annars vegar og togstreita milli þingmanna Samfylkingarinnar hins- vegar gætu komið í veg fyrir að okkur takist að tryggja það að Ísland verði altengt. Ég vona að svo verði ekki og mun vinna í samræmi við þá stefnu sem ég hef markað og meirihluti alþing- ismanna hefur samþykkt. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra. skilgreindum farvegi sam- kvæmt ákvörðun Alþingis með samþykkt fjarskiptaáætl- unar sem ekki var gerð at- hugasemd við. Við höfum þegar afhent útboðsgögn í kjölfar forvals vegna útboðs á þéttingu GSM-farsímanetsins á hringveginum og fimm fjall- vegum. Næsta verkefni er að ganga frá samningum varð- andi dreifingu á stafrænu sjón- varpi og hljóðvarpi um gervi- hnött til strjálbýlla svæða og á miðin við landið og er stefnt að því að þeim samningum ljúki fyrir áramót. Þriðja verkefnið er háhraða- tengingar fyrir alla lands- menn. Er nú verið að kort- leggja hvaða svæði markaðs- aðilar geta ekki sinnt og munu koma í hlut Fjarskiptasjóðs að fjármagna. Jafnframt þarf að skilgreina gæðakröfur og kanna hvaða útboðsleið yrði farin. Vert er að minna á að víðast hvar munu fjarskipta- fyrirtækin, án atbeina Fjar- skiptasjóðins, byggja upp háhraðaþjónustu. Símafyrir- Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra kynnti verkefnið „Ísland altengt“ víða um land. Sturla Böðvarsson. Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur samþykkt að fá Kristinn J. Gíslason, verkfræðing til aðstoðar við úttekt á byggingar- og rekstrarkostnaði nýrrar sundlaugar og íþróttamiðstöðvar á Ísafirði, en Kristinn hefur verið í viðræðum bæjarstjóra um verkið. Eins og sagt hefur verið frá fól bæjarstjórn bæjarráði á dögunum að gera úttekt á byggingar- og rekstrarkostnaði vegna framkvæmdarinnar, en miða á við að úttektinni verði lokið fyrir afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2007. Kristinn fenginn til aðstoðar Bæjarráð Bolungarvíkur ákvað á dögunum að veita Kvennaathvarfinu 50 þúsund krónur í rekstrarstyrk. Kvennaathvarfið rekur athvarf fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna andlegs eða líkamlegs ofbeldis eiginmanns, sambýlismanns eða annarra heimilismanna. Athvarfið er einnig opið fyrir konur sem hafa orðið fyrir nauðgun. Þá sér athvarfið um símaráðgjöf og veitir ókeypis viðtöl, og hefur umsjón með sjálfshjálparhópum. Að auki standa samtökin fyrir félagsfundi að hausti eftir tilefni og eru virkir umsagnaraðilar í málum er varða kynbundið ofbeldi. Styrkja Kvennaathvarfið 44.PM5 5.4.2017, 13:0313

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.