Bæjarins besta


Bæjarins besta - 02.11.2006, Page 1

Bæjarins besta - 02.11.2006, Page 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 2. nóvember 2006 · 44. tbl. · 23. árg. Guðbjartur Hannesson, skólastjóri á Akranesi sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi sem haldið var um helgina. Sr. Karl Valgarð- ur Matthíasson, fyrrv. alþing- ismaður varð í öðru sæti, Anna Kristín Gunnarsdóttir, alþing- iskona varð í þriðja sæti og Sigurður Pétursson, bæjarfull- trúi í Ísafjarðarbæ varð í fjórða sæti. Guðbjartur hlaut 477 at- kvæði í fyrsta sætið, Karl fékk 552 atkvæði í 1.-2. sætið, Anna Kristín fékk 582 í 1.-3. sæti og Sigurður fékk 790 at- kvæði í 1.-4. sæti. 1668 greiddu atkvæði og voru 69 seðlar auðir og ógildir. Sigurður Pétursson segist vel mega una við úrslit próf- kjörsins. „Ég má vel við una, ég náði einu af þeim fjórum sætum sem ég bauð mig fram í“, segir Sigurður. „Þá er ég ánægður með að prófkjörið hafi farið vel fram, og hvað þátttakan var góð. Ég er þakk- látur fyrir þann stuðning sem ég fékk alls staðar að úr kjör- dæminu og vil óska þeim sem enduðu ofar á lista en ég til hamingju með árangurinn. Ég trúi því að Samfylkingin muni ná góðum árangri í kosning- unum í vor.“ „Ég er mjög glaður og þakklátur fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt,“ segir Karl V. Matthíasson sem hafnaði í öðru sæti í prófkjör- inu. Aðspurður um hvort hann hefði átt von á þessu góða gengi segir Karl: „Ég lagði af stað í þetta með von um að þessi árangur myndi nást, ég hefði ekki farið af stað nema eiga þá von. Ég vissi að þetta hefði getað farið á alla vegu þar sem í prófkjörinu var mik- ið af góðu fólki.“ Í síðustu kosningum kom- ust þau sem vermdu fyrstu tvo sæti Samfylkingarinnar inn á Alþingi, ef sú verður raunin nú hvaða verkefni eru það þá helst sem Karl vill helst berjast fyrir. „Það eru mörg verkefni sem þarf að fara í en byggðamál og forvarnarmál eru mér sértaklega hugleikin, einnig eru samgöngumál af- skaplega áríðandi, samgöngur í á Vestfjörðum verða að vera greiðari. Það verður að rétta hag byggðanna og bæta at- vinnuástandið og almanna- tryggingakerfið þarf að kom- ast í réttan farveg.“ –annaska@bb.is Guðbjartur Hannesson sigraði í prófkjöri Samfylkingarinnar Fyrirhuguð brú yfir Mjóafjörð. Þverun Mjóafjarðar boðin út Vegagerðin hefur óskað eftir tilboðum í byggingu 14,5 km kafla Djúpvegar, frá Rauðagarði á Reykja- nesi að Hörtná vestan Mjóafjarðar. Innifalið í verkinu er meðal annars að gera fyllingu á Mjóa- fjörð og Reykjafjörð og byggja þrjár brýr, 130 m stálbogabrú á Mjóafjörð, 60 m spennta bitabrú á Reykjafjörð og 10 m steypta plötubrú á Vatnsfjarðarós. Útboðsgögn verða seld hjá Vegagerðinni, Dag- verðardal á Ísafirði og í móttökunni í Borgartúni 7 í Reykjavík frá og með þriðjudeginum 31. októ- ber 2006. – annska@bb.is Gunnar Hólm Sumarliðason, málari og tónlistarmaður með meiru varð áttræður 30. október sl. Af því tilefni bauð hann ættingjum og vinum til veislu þar sem mætti fjölmenni. Að sjálfsögðu var mikið um tónlist í veislunni, enda starfaði Gunnar í hljómsveitum um áratuga skeið. Barnabörn hans og barnabarnabörn spiluðu og sungu og gladdi það afmælisbarnið mjög. „Ég meira að segja náði að taka nokkur lög með Óla Kitt, Villa Valla og Magnúsi Reyni,“ sagði Gunnar alsæll í samtali við blaðið. Fleiri myndir úr afmælinu er að finna á bls. 14 sem og í svipmyndum á bb.is. 44.PM5 5.4.2017, 13:031

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.