Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Blaðsíða 9
Og þeir áttu eftir að verða fleiri.
Það eru ekki til neinar vísindalegar
sannanir fyrir því hvers vegna sum
lög, sumir flytjendur eða ákveðin
tegund af tónlist fær hjörtu samkyn-
hneigðra til að slá örar. Það hefur
áreiðanlega ekki verið ætlun þeirra
sem sömdu þessi ákveðnu lög, en það
gerðist samt. Allir þessir slagarar eiga
það sameiginlegt að þeir slógu í gegn
bæði hjá gagnkynhneigðum og
samkynhneigðum. Lögin hafa bara
lifað lengur hjá samkynhneigðum,
bæði á þeirra eigin plötuspilara og á
dansgólfinu í klúbbunum. Ekki má
gleyma draggdrottningunum sem eru
mjög duglegar við að gefa gömlum
lögum nýtt líf I sýningum sfnum og
halda minningu þeirra á lofti.
Sumir listamenn geta alltaf treyst á
samkynhneigða aðdáendur sína. Þeir
eru mjög trúir sínum gyðjum og
goðum ef þeir á annað borð fíla lista-
manninn. Ef þú rekst á 12-tommu
útgáfuna af laginu „Keep It Togeth-
er" með Madonnu í plötusafninu hjá
einhverjum, þá getur þú fullvissað þig
um að eigandinn sé hommi. Lesbíur
fríka út þegar þær heyra „Ég á mig
sjálf", textinn er eins og Ijósrit af
ævisögu þeirra. Eurovision er helg
athöfn hjá hommum sem hafa húmor
fyrir hárgreiðslum úr helvíti. Tracy
Chapman syngur „Baby Can I Hold
You Tonight" og lessurnar éta úr lófa
hennar. Kylie Minogue þræddi
homma-klúbba og söng „I Should Be
So Lucky", löngu áður en restin af
heiminum gat ekki náð henni út úr
hausnum á sér.
Þessi lög eru ómissandi fyrir hvaða
Hinsegin hátfð sem er - og fastur liður
í lífi margra samkynhneigðra. Þessi
diskur er ómetanleg heimild um sögu
samkynhneigðra. Hvert einasta lag er
yfirlýsing, kjaftshögg, brandari, baráttu-
tæki. Sumir listamannanna „fundu
upp hjólið" með þessum lögum, og
komu af stað flóðbylgju af svipuðum
stælingum og pælingum. Þetta eru
partílög, danslög og hækjulög. Þessi
lög minna mann á þrennt:
1) Gömlu góðu dagana og það að
samkynhneigðir eiga sér sína eigin
mannkynssögu.
2) Hvað það er gaman að vera til í
heimi sem leyfir þér að vera til-
finningalega frjáls.
3) Þú ert ekki ein(n) í heiminum - það
fíla allir þessi lög.
Nú er bara um að gera að styrkja gott
málefni og pottþéttan málstað og
splæsa í eintak af Pottþétt hinsegin.
A new CD, Pottþétt hinsegin (Perfect
Pride) will be released in August by
Skífan Reykjavík, induding numerous
hits, lcelandic and international,