Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Page 15

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Page 15
Kynnir á hátíðartónleikum Hinsegin daga á Ingólfstorgi 10. ágúst er engin önnur en hún sjálf- Ungfrú Öskjuhlíð. Eins og þjóðinni er í fersku minni vafraði hún dösuð niður hlíðina með titilinn í fanginu að lokinni fegurðarsamkeppni vorsins, Ungfrú Öskjuhlíð, en eftir keppnina hefur hún verið vikulegur fastagestur á síðum heit- ustu tímarita landsins - hvað væri Séð og heyrt án sjúkrasögu ungfrúarinn- ar og margir minnast opin- skásta viðtals ársins í bókinni Faðir minn húsfreyjan sem út kom fyrir síðustu jól. Þá er ungfrúin fastagestur í dálkinum „Hverjirvoru hvar?". Aðeins Svavar Örn er oftar nefndur þar á nafn. Ungfrú Öskjuhlíð fæddist aldrei. Móðir hennar fjarlægði hana úr kviði sínum löngu áður en að burði kom. Ungfrúin litla ólst lika upp við sult og seyru í fátækrahverf- um Reykjavikur og er því hert af volki og vosbúð - sumir segja forhert. Fullþroska hefur hún verið orðuð við margan karlmanninn en ávallt vísað þeim sögum á bug því að hún er nátt- úrlega jómfrú, trúir ekki á kynlíf fyrir gift- ingu! Hún er að sjálfsögðu persónuleg vinkona alls fræga fólksins - á meðan það er frægt - og hefur iðulega verið nefnd „uppteknasta ungfrú Islands", á stöðugum þeytingi heims- álfa á milli. Engu að síður þáði hún boð Hinsegin daga í Reykjavik um að kynna skemmtidagskrána á Ingólfstorgi og það mun hún gera með harðri hendi og glöðu geði. Ungfrú Öskjuhlíð fæddist aldrei. Hún á sér þess vegna enga kennitölu. Þið finnið hana aldrei í Þjóðskránni! Our beloved Miss Öskjuhlíð, the most outstanding example of lcelandic beauty and exhibitionism, will present the open air concert on Ingólfstorg Square, Saturday 10 August.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.