Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Qupperneq 22

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Qupperneq 22
1940 Samkynhneigð og löggjöf Alþingi afnemur ákvæði hegningarlaga þar sem lögð varrefsing við mökum tveggja einstaklinga af sama kyni án tillits til aldurs þeírra eða samþykkis. Lagagreinin „samræði gegn náttúrlegu eðli varðar betrunarhúsvinnu" var þar með úr sög- unni. ísland varð annað Norðurlanda til að afnema refsingar við mökum samkynhneigðra án tillits til aldurs þeirra eða samþykkis. Danir afnámu hliðstæð refsiákvæði 1930, Svíar 1944, Finnar 1971 og Norðmenn 1972. Irland mun hafa verið síðasta ríki Vestur-Evrópu til að afnema slík refsiákvæði, 1993. Homosexuality and the Law The Althing abolished the provision in the law which ruled that sexual inter- course between two individuals of the same sex, irrespective of age or consent, was a criminal offence. The clause stipu- lating that „Unnatural forms of sexual intercourse are punishable by a term in prison" now became a thing of the past. Iceland was only the second Nordic country to decriminalise same-sex inter- course, irrespective of age or consent. Denmark had abolished a comparable clause in 1930, Sweden was to do so in 1944, Finland in 1971 and Norway in 1972. Ireland became the last country in Western Europe to abolish a similar penalty in 1993. Meðal ótal tónlistarmanna sem koma fram á Ingólfstorgi 10. ágúst eru fjórir piltar sem ætla sér að verða ódauðlegri en sjálfir Bítlarnir þó á öðrum nótum sé. Með öðrum orðum: Að skilja eitthvað eftir sig - það er málið. Og þeir völdu rappið enda kostirnir ótvíræðir: Mikið er hægt að segja á örskömmum tíma og enginn þarf að komast að því þótt maður kunni ekki að syngja. Og hvað er betra en rappið til að senda skeyti í allar áttir. Rottweilerhundarnir eru hann Erpur sem kemur fram sem BlazRoca og Eiríkur sem kemur fram sem DJ Gummo. Þá er það Lúlli sem alltaf kemur fram sem Lúlli og loks Ágúst Bent í gervi Bents. Hlutverk Rottweilerhundanna á sviðinu er að fara í ákveðin hlutverk og minnast þá í leiðinni á nokkrar vel valdar staðreyndir lífsins sem voru til löngu á undan þeim sjálf- um. Þeir láta þess getið að mömmum þeirra þyki afskaplega vænt um þá og standi með þeim í því sem þeir eru að gera. Mamma Eiríks lætur að vísu sem hún heyri þetta ekki, en mamma Bents er bókstaflega alltaf með þá á fóninum. Velkomnir á svið Hinsegin daga í Reykjavík 2002. Lesið meira um Rottweilerhundana á www.rottweiler.is jiunbar

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.