Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Page 39

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2002, Page 39
en allt í einu var ekkert háðslegt við þennan gamla orðalepp. Og það varð ekki aftur snúið - heimurinn var ekki lengur sá sami og áður. Sárafáar Ijósmyndir hafa varðveist frá þessari merkilegu helgi, menn höfðu í öðru að snúast en að festa söguna á filmu og fáa blaðaljósmyndara grunaði mikilvægi þess sem gerst hafði. En frásagnir og vitnisburðir eru mýmarg- ir og hver öðrum merkilegri. Einn þeirra sem lagði leið sína niður í Kristófersstræti sunnudagskvöldið 29. júní var homminn og skáldið fræga Allen Ginsberg, á ferð með vini sínum. Hann vildi endilega inn á Stonewall. „Ég hef aldrei komið þar," sagði hann og stikaði hlæjandi inn götuna, veifaði á báða bóga til lögreglunnar og sendi þeim friðarmerki. Af skáldlegu innsæi sá hann strax hvers konartímamót höfðu orðið í sögunni og hafði orð á því við félagann. Svo kjagaði hann inn á Stonewall og var strax korminn út á dansgólfið. Á leiðinni heim lét hann þessi fleygu orð falla: „Veistu hvað, þeir eru svo fallegir núna, strákarnir þarna inni. Hann er horfinn þessi sársauki sem var í augum allra homma fyrir tíu árum." Árum saman hafa samkynhneigðir á Vesturlöndum minnst Stonewall- átakanna og snemma á 8. áratug aldarinnar byrjuðu hommar og lesbíur í Bandaríkjunum að halda hátíð síðustu helgi í júní. Hátíðahöldin hafa gengið undir ýmsum nöfnum, „Christopher Street Day" og „Gay Pride" svo dæmi séu nefnd. Siðurinn barst brátt til Evrópu og er reyndar ekki lengur rígbundinn dagsetningunni gömlu. Á fslandi héldu lesbíur og hommar í fyrsta sinn út á götur síðasta laugardag í júní 1993 og síðan árið eftir. Hlé varð á þessum hátíðahöldum þar til í júni 1999 þegar haldin var útihátíð að viðstöddum 1500 manns á Ingólfstorgi. Síðustu tvö ár hafa samkynhneigðir, fjölskyldur þeirra og vinir fylkt liði í gleðigöngu niður Laugaveginn og endað á útitónleikum á Ingólfstorgi. Sú hátíð er orðinn ein af þremur stærstu útihátíðum borgarinnar með um tíu til tuttugu þúsund þátttakendum ár hvert. Þorvaldur Kristinsson Keppni ársins verður haldin á Spotlight laugardagskvöldið 14. september Skráning er hafin fyrir keppnina. Mikilvægt er að skrá sig sem allra fyrst í síma 897 8232 eða hjá georg@ismennt.is Kíkið á www.spotlight.is ef þið þorið 1996 Samkynhneigð og löggjöf Alþingi samþykkir lög um staðfesta samvist fólks af sama kyni (nr. 87/1996). Sem löggerningur er staðfest samvist jafngild hjónabandi gagnkynhneigðra, með þeim undantekningum að ættleið- ingar eru ekki heimilar né tæknifrjóvg- anir. Þá er einungis borgaralegum vígslu- manni, en ekki kirkjulegum, heimilt að staðfesta samvist fólks af sama kyni. (sland er fjórða landið i heiminum til að samþykkja slík lög en gengur ögn lengra í lagasetningu sinni en ríkin þrjú, Noregur, Danmörk og Svíþjóð sem áður höfðu lögleítt staðfesta amvist, með því að íslensku lögin fólu í sér möguleika á sameiginlegri forsjá barna aðila í stað- festri samvist. Homosexuality and the Law The Althing passed a law recognising the registered partnership between individu- als of the same sex (no. 87/1996). In the eyes of the law, registered partnership now had equal status with heterosexual marríage, with the exception that neither adoption nor in vitro fertilisation was permitted. Moreover, partnerships be- tween same-sex couples could only be registered by a civil registrar, not by a priest. Iceland was the fourth country in the world to pass such a law, going slightly further than its three neighbours Norway, Denmark and Sweden, which had previously legalised registered part- nerships, in that the lcelandic law recog- nised the possíbility of joint custody of children by couples in registered partner- ships.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.