Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Page 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Page 6
Sjmingí lit Fats Það er vel við hæfi að Hinsegin dagar 2003 hefjast með söngieik um þann tíma þegar svartir karlar og svartar konur vest- an hafs fundu menningar- lega sjálfsmynd sína og gátu fyrst verið samkyn- hneigð i friði. Þar má sjá heil- mikla hliðstæðu við réttindabar- áttu hvítra sam- kynhneigðra á íslandi. Enga sögu- þekkingu þarf til að njóta sýningar- innar en ekki sakar að vita eitthvað um bakgrunn- inn, hvað var að gerast hjá svert- ingjum i Amer- iku þegar Fats Waller samdi þessi lög og flutti með félögum sínum. Ain't Misbehavin' - The Fats Waller Musical Show var fyrst sett upp sem kabarettsýning í Manhattan Theatre Club 8. febrúar 1978 og vakti slíka hrifningu að það var flutt á Broadway og sýnt 1604 sinnum. Jafnvel í Amer- íku er það mikið. Sýningin endurskap- ar stemninguna á næturklúbbi í Harlem upp úr 1930 og hyllir Fats Waller, einn besta djasspíanista og fyndnasta skemmtikraft sögunnar, og blómaskeið í menningu bandarískra blökkumanna í Harlem eftir fyrra stríð og fram að kreppunni miklu. Þessi tími er oft tengdur við heitan djass og blús, villt næturlíf og umsvif sprúttsölukónga á við Al Capone og kumpána á bannárunum. Allt það var vissulega á seyði í Harlem en ( þeirri deiglu eignuðust bandarískir blökku- menn líka nýja ímynd, nýtt stolt og frelsi. I bandarískri bókmennta- og lista- sögu og sögu mann- réttindabaráttu afrískra Bandaríkjamanna er Misbehavin The Waller Musical Show sú menningarvakning nefnd Endur- reisnin i Harlem eða The Harlem Renaissance. Endurreisnin í Harlem var menn- ingarhreyfing sem kom upp í Harlem, hverfi blökkumanna á norðanverðri Manhatt- aneyju og stóð í mestum blóma 1920-35. Hún byggðist á afrískri arf- leifð og „endurreisti" menningarlega sjálfs- mynd svarta kynstofns- ins í Ameríku. Svart fólk tókst á við svert- ingjalíf frá sjónarhorni svartra, fann stolt, kjark og gleði yfir að vera til. Þrælastríðið svokall- aða, borgarastyrjöldin í Bandaríkjunum fyrir 150 árum, batt enda á löglega ánauð (Suðurríkjunum. SETH SHARP Jafnrétti svartra og hvítra borgara átti þó langt í land. Þegar straumur innflytj- enda frá Evrópu stöðvaðist í fyrri heimsstyrjöldinni, Norðurálfuófriðn- um mikla fyrir 80 árum, opnuðust atvinnutækifæri fyrir blökkumenn í Norðurríkjunum. Þeir streymdu norð- ur, þúsundum saman, og svört sam- félög urðu til í stórborgum á við New York, Chicago og Detroit. Miðað við ofbeldið, rasismann og örbirgðina suður frá var munur að geta loksins fengið sæmilega vinnu, geta loksins átt fasteign óáreittur og geta loksins farið á ball á laugardagskvöldi ( friði fyrir mönnum í hvítum kuflum. Stórborgarlífið lofaði góðu en efndi þó ekki allt því samfélagið norður frá var gagnsýrt af kynþátta- fordómum. Blökkumenn fengu oft góð störf og góð laun en langflestir höfðu ekki um annað að velja en heimilis- og verk- smiðjustörf sem veittu fá tækifæri til að kom- ast áfram. Svertingjar ruddu sér líka braut á sviðum sem þeir höfðu ekki haft aðgang að og náðu frama ( menn- ingu, vísindum og list- um. Svartir miðstéttar- menn afneituðu þá oft siðum, háttum og Kfsstíl fátækari blökkumanna og töldu þá halda aftur af framgangi kyn- stofnsins með „sveítalegum" og „svert- ingjalegum" viðhorfum. Á móti fengu þeir ásakanir um að þeir ætluðu að afmá litarhátt sinn og „þykjast vera hvítir". 6

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.