Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Blaðsíða 36

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Blaðsíða 36
ÞORVALDUR KRISTINSSON YNHNEIGÐIR og fjölskylduLÍF RITSTJORAR <* RANNVEIG ÍRAUSTADÓTTIR Samkynhneigðir og fjölskyldulíf Ný bók frá Háskólaútgáfunni Háskólaútgáfan hefur sent frá sér bókina Samkynhneigðir og fjöl- skyldulíf, en hún fjallar um þær róttæku breytingar sem orðið hafa á lífi samkynhneigðra síðustu þrjátíu ár, breytingar sem loks voru innsiglaðar með lögum um staðfesta samvist árið 1996. Átján manns hafa lagt bókinni til efni en hún er fyrsta víðtæka umfjöllun á íslensku um hlutskipti samkynhneigðra, fjölskyldullf þeirra og félagstengsl. Hér er að finna fræðilegar greinar, studdar rannsóknum og ítarlegum heimildum, svo og frásagnir lesbía og homma, barna þeirra og foreldra. I fyrri hluta bókarinnar er fjallað um samkynhneigða foreldra og börn þeirra, réttinn til barneigna og barnauppeldis, leiðir samkynhneigðra til að eignast börn og leit þeirra að viðurkenningu. Einnig segja börn lesbfa og homma frá reynslu sinni. í síðari hlutanum er sjónum beint að foreldrum og aðstandendum samkynhneigðra og þvf hve stuðningur nánustu ástvina er lesbíum og hommum mikilvægur. Ritstjórar bókarinnar eru dr. Rannveig Traustadóttir, félagsfræðingur og dósent í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla íslands, og Þorvaldur Kristinsson, bókmenntafræðingur og formaður Samtakanna 78. 29 ára og hann að verða 21 árs. Við gist- um á sama hótelinu og kvöld eitt mæti ég honum í stiganum. Ég þekkti hann þá ekki nema bara í sjón. Ég var búinn að sjá hann áður og var skotinn í honum. Það var á gamlárskvöldi niðri í bæ. Með mér var maður sem sagði mér hver pilt- urinn væri og að hann væri í Kenn- araskólanum. Já, ég varð strax geysilega skotinn í honum," endurtekur Elías og ég heyri á röddinni hvernig minningarnar um þetta ástarævintýri ylja honum. Hann sýnir mér mynd úr albúmi sínu af þessum bráðlaglega pilti. „Ég sumsé sé hann þarna í Búkarest og ákveð strax að ég fari ekki heim án þess að kynnast honum." Elías segist ekki hafa haft nokkra vís- bendingu um að pilturinn snotri væri gefinn fyrir aðra karla: „Ég hafði ekki hugmynd! Mér fannst hann nú samt svolítið píulegur. Hann var hávaxinn og laglegur - og það var eitthvað við hann. Eitthvað afskaplega æsandi." „Það var veitingahús þarna þar sem við Islendingarnir drukkum bjór. Það var ódýr bjór og ekki mjög sterkur. En það var sama, hann gerði sitt gagn. Þarna kynntist ég piltinum og eitt kvöldið fórum við saman út í göngutúr í almenn- ingsgarð ekki langt þar frá, kannski ekki miklu stærri en Hljómskálagarðurinn. Þar var mikið um hávaxin tré og fólk var víst eitthvað þarna að sýna hvert öðru blíðuhót. En svo var líka hundaskítur þarna svo maður var ekkert að leggjast í grasið. Ég man að við pilturinn settumst á bekk. Það var eilítil rigning og ég sest þétt upp að honum og legg höndina á bekkinn aftan við öxlina á honum." Elías Ijómar upp og sýnir með leik- rænum tilburðum hverníg hann bar sig að. Það er ekki laust við að hann sé hálf- montinn af þessu, og ósköp skiljanlega: „Ég tók svo um höfuðið á honum, sneri honum að mér og kyssti hann. Það var allt og sumt. Ég hugsaði mér að það væri þess virði að reyna við hann. Og þá segir hann strax og við vorum búnir að kyssast - en hann tók því vel." Elías brýnir röddina og hermir eftir unga piltinum sem var að kyssa annan karl- mann í fyrsta sinn: „Elías Mar! Hvað erum við að gera?" „Við vorum að kyssast," segi ég. „Almáttugur," segir hann. „Og Elías herm- ir eftir feimnislegum viðbrögðum piltsins og kímir. „Þá varð hann ægilega kven- legur. Og ég kyssti hann aftur. Ég held hann hafi roðnað en ég sá það ekki vel enda var orðið nokkuð dimmt. Svo leiddumst við heim." 36

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.