Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Page 15
íslendingar eru nýjungagjörn þjóð og sækja gjarnan
sirkusa, bazara og tomm-bólur. Nú er kominn í bæ-
inn Sirkus Homma Homm, safn undarlegra tónlistar-
manna sem lofa að taka þig frá tunglinu og kasta þér
út í endimörk sólkerfisins og til baka - kannski. Við
enda Mjólkurvegarins búa geimverur sem nærast á
minningabrotum eins og Glæpakvendinu Stellu, Jóni
sem var kræfur karl og hraustur og samloku með
humar og sinnepi. Þetta er í eina skipti sem þessi ein-
staka geimsveit kemur saman og sundur, og að tón-
leikunum loknum verða þau öll send á Gay-stjörnuna
þar sem þau munu taka út samviskubitið í uppvaski
og klukkustrengjasaumi undir vökulu auga Sigfinns
Einarssonar listgagnrýnanda, listdansara, listamanns
og málara, sem fyrstur varð frægur fyrir að hafa
skoðun. Sérstakir gestir eru stórtenórinn og Vestur-
íslendingurinn Tex Borgfjörð og klæðskiptingurinn
Steini Drag-spil.
Kominn 01 aö leggja
þig aö velli,
Öllu máli skiptir að þeim er alveg sama hvað ykkur
finnst, svo lengi sem þið dansið, syngið og sparið ekki
ropvatnið.
• HOMMIHOMM - Kona sem spilar á bassa
• STELLA GLÆPAKVENDI - Maður sem semur Ijóð
• EDDI THE BEDDI - Gaur sem grætur á gítarrr
• KIDDA ROKK - Nýtt Jógúrt frá Samkynsölunni
• ÞÓRDÍS THE CLASS EN - Chick for the Chicks
• HILMAR HEIÐNIPÁFI - A Trú-Mann Fromm The Past
• EIN AR RÚN ARSSON - Orgvél von De Blús
• NONNILON DON TROMM - Tromm von Bomm