Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Blaðsíða 17

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Blaðsíða 17
Egill Árni Pálsson, tenór Hreiðar Ingi Þorsteinsson, tenór Þröstur Freyr Gylfason, baritón Þorvaldur Skúli Pálsson, bassi Laugaráskvartettinn er meðal skemmtikrafta á útihátlð Hinsegin daga í Reykjavík. Þeir hafa sungið saman síðan á aðventunni 1997 - Egill, Hreiðar, Þorvaldur og Þröstur. Þeir eiga ekki bara tónlistina sameiginlega því að allir koma þeir úr Laugarási I Biskupstungum og sungu saman heima í Tungunum um langt árabil, löngu áður en afgangurinn af þjóðinni frétti af þeim. En í Reykjavík komu þeir fyrst fram á aðventunni 1997 þegar þeir skemmtu á Landspítala Háskólasjúkrahúsi fyrir börnin á Barnadeild Hringsins. Síðan hafa þeir sinnt kallinu hvenær sem það kemur og sungið alls staðar þar sem þörf er á söng. Við bjóðum Laugaráskvartettinn velkominn á svið 9. ágúst. Among the performers at the Gay Pride outdoor concert is the LaugarasQuartette, four harmo- nious friends who do not only share the same musical taste but are also born and brought up in the same parish, Laugarás, one of lceland's most prosperous farming area. Egill, Hreidar, Thorvaldur and Thröstur have been singing together for years, but as the LaugarasQuartette

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.