Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Qupperneq 18
GÖMUL GULLKORN
Við erum ekki kynóð
„Mjög margir vita ekki hvað það er að vera
tvíkynhneigður. Sumir halda að það þýði að
fólk sé tvítóla. Aðrir halda því fram að
tvíkynhneigðir séu fólk sem vilji bara sofa hjá
hjónum, aðilum af báðum kynjum í einu. En
það er ekki þannig sem við upplifum kyn-
hneigð okkar. Við getum bara hrifist af
báðum kynjum. Svo einfalt er það. Ef maður
er í traustu sambandi hefur maður enga þörf
til að sofa hjá öðrum. Það er bara eins og hjá
öllum sem eru í samböndum. Við erum ekki
kynóð. Fólk heldur stundum að tvíkyn-
hneigðir séu á eilífu flandri á milli einstaklinga
[ leit að kynlífi. Ég hef oft verið spurður að
því hvort konan mín sætti sig við það að ég
eigi ástmenn úti í bæ. Sem er náttúrlega
bara kjaftæði."
Sigurbjörn Svansson í Mannlífi 1993
Samkynhneigð - Ástarhneigð
„Biblían var áður fyrr notuð sem vopn gegn
kosningarétti kvenna, því talið var að konur
ættu að þegja á samkundum. í dag má nota
það gegn okkur að í lögum Móse er sagt eitt-
hvað um samræði sem getnaðarathöfn. Ef
fólk ætlar að nota slíkt gegn okkur þá finnst
mér að það væri heiðarlegast að stíga skref-
ið til fulls - eins og páfinn í Vatíkaninu - og
banna getnaðarvarnir og fóstureyðingar og
samræði, nema getnaður standi fyrir dyrum.
Samkynhneigð er ekki afmörkuð við kynlífs-
athafnir, heldur ástarhneigð og möguleika
fólks af sama kyni til að lifa saman. Snorri í
Betel og Gunnar í Krossinum telja að það
þurfi að lækna fólk og frelsa það frá sjálfu
sér. Samkynhneigð hefur alltaf verið til f
öllum þjóðfélögum. Hitler reyndi að útrýma
samkynhneigðum í gasklefum og Stalín gekk
einnig hart að þeim. Samkynhneigðir voru
ofsóttir á McCarthy-tímabilinu í Banda-
ríkjunum, en það hafði lítil áhrif því að
samkynhneigðir lifðu af allar þessar ofsóknir.
Á sama hátt munum við lifa menn eins og
Gunnar í Krossinum og Snorra í Betel."
MargrétPála Ólafsdóttir í Helgarpóstinum
Meðal skemmtikrafta á útihátíð
Hinsegin daga 9. ágúst er söngvarinn
Hafsteinn Þórólfsson sem hér kemur
fram ásamt dönsurunum Ástu Bær-
ings og Sigyn Blöndal. Skemmst er að
minnast Eurovision-sýningarinnar á
Broadway síðastliðið vor, en þar var
Hafsteinn meðal einsöngvaranna
fimm sem slógu í gegn. Frá því hann
man eftir sér hefur hann verið syngj-
andi, á árunum í Menntaskólanum að
Laugarvatni tók hann þátt í upp-
færslum á Fiðlaranum á þakinu, Caba-
ret og Ég vil auðga mitt land og síðar í
uppfærslum með óperudeild Söng-
skólans í Reykjavík. Hafsteinn hefur
sungið í mörgum kórum, komið fram
sem einsöngvari í útvarpi og sjónvarpi
og var valinn einn af tíu (slendingum
til að taka þátt í verkefninu Raddir
Evrópu árið 2000. Síðastliðin fjögur ár
hefur hann stundað nám við Söng-
skólann í Reykjavík og hyggur á fram-
haldsnám í list sinni í Þýskalandi í haust.
Hafsteinn á ekki langt að sækja
gáfur sínar því að langafi hans var tón-
skáldið Oddgeir Kristjánsson sem um
áratugi samdi þjóðhátíðarlög Vest-
mannaeyinga. Hver þekkir til dæmis
ekki „Ég veit þú kemur" eftir
Oddgeir? Á fyrstu opinberu einsöngs-
tónleikum sínum í vor flutti Hafsteinn
meðal annars sönglög langafa slns.
Einnig hefur hann starfað með tón-
skáldinu Hreiðari Inga Þorsteinssyni og
frumflutt mörg verka hans.
Hafsteinn Þórólfsson
Among the performers at the Gay
Pride open air œnœrt 9 August is
Hafsteinn Thórólfsson, who studied
dassical singing in Reykjavík and is
now heading for Germany this fall for
graduate studies in music. Hafsteinn is
a singer of unusually broad repertoire,
induding dassicai music as well as
popular light songs, many of them
written by his great grandfather, one
of lceland's most beloved composers,
Oddgeir Kristjánsson, whose songs
are frequently performed by this tal-
ented young singer.
1996.