Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Blaðsíða 20

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Blaðsíða 20
Um árabil fjarri Islands góða gamni en mætir nú aftur á sviðið, öflugri en nokkru sinni fyrr. Elstu mönnum mun enn í fersku minni dragg-listamaðurinn Joe sem gerði garðinn frægan hér á landi snemma á tíunda tug síðustu aldar. Hver man ekki Ungfrú þokka 1992, ellegar eina af stjörnunum í heimildamyndinni Draggdrottningar á íslandi. „Stjarna er fædd," sögðu kerlingarnar sem allt sjá og heyra og var það mál þeirra að hér hefði Barbra Streisand eignast verðugan arftaka. Ekki er rúm til að tíunda einstæða sigra, en til að varðveita samhengi sögunnar verður þó að minna æsku landsins á þankaræningjann í kjólnum í stuttmyndinni Jólakettinum sem átti eftir að marka skýr spor í kvikmyndasögunni. Við bjóðum Joe velkominn á svið Hinsegin daga í Reykjavík 9. ágúst. Among the artists performing at the Gay Pride open air concert Saturday 9 August is Joe, one of our most elegant drag queens, who after a long exile in London now returns to Reykjavík. How great to meet you again, Joe!

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.