Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Qupperneq 32
Skáldið Elías Mar hefur lifað timana
tvenna enda að nálgast áttrætt og hefur
bæði ferðast viða og verið hispurslaus
þátttakandi i samfélagi samkynhneigðra
frá þvi snemma á þritugsaldri. Hann
kallar sjálfan sig tvíkynhneigðan enda
gæddur þeim hæfileika, eins og hann
kallar það, að geta hrifist bæði afkonum
og körlum. Hann sagði Ásgeiri
Ingvarssyni frá þeim heimi sem mætti
hómósexualistum fyrir hálfri öld.
Ég hringi bjöllunni í gamalli blokk í
Vesturbænum. Djúp rödd en eilítið
brostin svarar og mér er hleypt inn. Á
móti mér tekur hávaxinn og myndarleg-
ur'maður þótt hann sé sjáanlega orðinn
nokkuð aldraður. Hárið er hvítt og mikið
og greitt aftur. Við setjumst niður í stof-
unni hjá honum og það er ekki laust við
að hárið og fasið minni mig á transil-
vanískan greifa, ekki síst þegar hann renn-
ir þykkum gleraugunum fram á stórt en
grannt nefið og undan úfnum hvítum
augnabrúnum skjótast augu í tvítugum
pilti, hálfgrallaraleg, og stríðnislegt glott
kemur á munninn.
Ég er staddur hjá Elíasi Mar og bið
hann að segja mér eitthvað af sögu sinni
og hvernig það var að vera tvíkyn-
hneigður maður á íslandi fyrir 50 árum.
„Strax sem krakki, eða að minnsta
kosti um fermingu, var ég farinn að
segja við vini mína að mér þættu sumir
strákar fallegir eins og stelpur. Já, já, þeir
gátu svo sem samþykkt það að sumir
strákar væru andskoti kvenlegir, en þeir
væru nú ekkert skotnir í þeim," segir
Elías og hverfur aftur til fjórða áratug-
arins. „En ég sagðist vera skotinn í
sumum þessum strákum og að mig
langaði til að hátta hjá þeim. Þá hlógu
vinir mínir- þeim þótti þetta svo fyndið.
Og þessu hélt ég bara áfram, hélt áfram
að tala um fallega stráka og það þótti
aðeins spaugilegt og ég fékk ekkert orð
á mig fyrir það, enda lifði ég ekki
þannig. Ég hafði ekki framkvæmd í mér
til þess og ekki aðstöðu til þess. Því það
er nú eitt, að maður þarf að hafa hús-
næði. Maður gerir þetta ekki undir beru
lofti, svona á hvaða árstíma sem er."
Maður heyrði stundum þessi orð
Hann segist engan hafa fælt frá sér með
þessu tali, þó það virðist á frásögn hans
að samkynhneigð hafi verið tabú:
„Á æskuárum mínum heyrði ég aldrei
talað um þessa hluti. Það var í það
minnsta ekki talað um þá svo krakkar
heyrðu. Maður heyrði stundum þessi orð
sem notuð voru þá sjaldan þetta bar á
góma. Það var sagt að menn væru kyn-
villtir og sódómískir eða öfugir. Það var
„Elías Mar!
Hvað erum
að gera ?"
f
32