Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Side 33

Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Side 33
eiginlega aldrei talað um að konur gætu verið svona. Þegar þetta barst í tal þá var helst gert grín að því að þær gætu ekki verið svona því þær hefðu ekkert til að gera það með. Þær gætu ekki farið aftaní!" Elías segist þó hafa vitað til þó nokk- urra lesbía. Hann segir mér frá sumum þeirra: Leikkonu sem hélt heimili með ástkonu sinni um langt skeið, frá konu sem var húsamálari og annarri sem var vinsæl Ijósmóðir og tók meira að segja á móti Elíasi í heiminn. „En maður heyrði aldrei neitt um ung- ar stúlkur. Og þegar ég var strákur var líka sjaldan minnst á homma, og þá alltaf talað um gamla karla, að það væru gamlir karlar sem legðust á unga drengi og væru stórhættulegir. Það var afskap- lega illa talað um sumt fólk," bætir Elías við og mér þykir gæta vonbrigða í rödd- inni yfir þröngsýni og dómhörku fólks. Móðir Elíasar dó úr bráðaberklum þegar hann var ársgamall og hann ólst upp hjá ömmu sinni. Hún lést þegar hann var sautján ára, en Elías segist hafa að mestu unnið fyrir sér frá fermingu. Og þegar hann var sautján ára var hann með stúlku í fyrsta sinn. Hann átti ekki eftir að vera með pilti fyrr en mörgum árum seinna. Hann fór í Kennaraskólann en þegar hann hafði lokið tveggja ára námi var það lengt um eitt ár og hann hafði ekki efni á að stunda nám einn vetur til viðbótar enda á eigin framfæri. Hann gerðist blaðamaður við Alþýðublaðlð 1945 og í framhaldi af því fór hann að skrifa skáldverk. Næstu tvo áratugi átti hann eftir að ferðast mikið, bæði til skrifta, á blaðamannaráðstefnur og á friðar- ráðstefnur sem vinstrisinnaðar stjórn- málahreyfingar stóðu fyrir á þeim tíma. Þar átti hann eftir að komast í kynni við homma, bæði erlenda og íslenska, en áður en hann kemur að því segir hann mér af hernáminu: Karlmenn í ástandinu „Það breyttist margt hérna í Reykjavík með hernáminu. Það fór fjöldinn allur af kvenfólki í ástandið eins og það var kallað, en maður heyrði aldrei að karl- menn væru í ástandinu." Ég spyr Elías hvort það hafi nú samt ekki gerst: „Jú, það gerðist, en það var aldrei talað um það. Ég meina, það var aldrei skrifað um það í blöðin og lögreglan gerði ekkert í því. Það var ekkert verið að njósna um karlmenn í fylgd með ameríkönum. Fjölskyldurnar voru fyrst og fremst dauð- hræddar um dætur sínar - að það yrði barn úr þessu og síðan ekkert meira. En þó að strákur færi með karlmanni þá var afar lítil hætta á því að eitthvað slíkt gerðist," segir Elías og hlær stríðnislega og bætir við glettinn: „Það er strax mun- ur hvað það er miklu léttara að vera karl- maður. Ég hef oft þakkað Guði fyrir það." Elías kynntist sjálfur hvorki Bretum né Könum úr hernámsliðinu, hvorki kyn- ferðislega né á annan hátt, en segir mér þó sögu af einum vini sínum sem gerði það: „Þegar Bretarnir komu gengu þeir alltaf vopnaðir byssum með byssu- stingjum. Þeir voru jafnvel á bíó með byssurnar og byssustingina með sér, stundum margir saman og stundum einir. Fólk vandist þessu og var ekkert hrætt við þá, því það var vel tekið á móti þeim og þeirvissu að þeir voru innan um fólk sem ekki vildi gera þeim nokkurt mein. Hann er nýdáinn, einn vinur minn, sem átti fyrstu hómósexúal upplifun sína einmitt í Gamla bíói. Hann lenti við hlið- ina á breskum hermanni - með byssu- sting," segir Elías og kveikir sér í Camel- sígarettu sem hann reykir gegnum munnstykki. „Og hermaðurinn fer, svona, að leggja höndina á lærið á honum, stráknum. Strákurinn var nú hommi í sér þótt hann hefði aldrei reynt neitt. En í hléi fóru þeir niður á klósett og þar gerðist eitthvað." Elías brosir grallarabrosi sinu: „Það var víst ekki neitt merkilegt, en það var fyrsta hómósexúal reynsla þessa pilts." Þetta er sivilísasjón Vorið 1946 fer Elías til Kaupmannahafn- ar. Hann lét þá áfengi og tóbak í friði og kennir því um að hann skyldi ekki hafa komist betur inn í samfélag samkyn- hneigðra í Kaupmannahöfn. Hann átti þar tvær kærustur en kynntist síðan ein- um ungum manni á pensjónati, mötu- neyti þar sem hann borðaði daglega. Ég bið hann að segja mér frá fyrsta ástar- ævintýri sínu með öðrum manni: „Ég tók eftir auglýsingu og fór að borða þarna. Borðaði í heilt ár á sama staðnum, í Olsensgade hjá frú Ehlers- Hansen, ekkju gamalli. Þar var heilmikið af kostgöngurum, ungir menn mestallt, og einn þeirra varð meiri kunningi minn en aðrir." Prakkaraglottið birtist aftur á andliti Elíasar og grallarablærinn í röddinni. Ég þykist nokkuð viss um að andspænis mér situr í raun unglingur: „Við urðum ágætis vinir. Við löbb- uðum út eftir kvöldmat eitt skiptið og ég fór að segja við hann hvað það væri fall- egt fólk í Danmörku og að mér þættu danskir karlmenn fallegri en á (slandi. Og hann spyr mig hvort ég hafi smekk fyrir þeim. Já, já, ég sagðist hafa það." Það virðist ekki hafa þurft fleiri orða við, því fyrr en varir voru þeir félagar komnir heim til Elíasar sem þá var 22 ára: „Við töluðum um þetta fram og aftur, og svo þegar við komum heim til mín - áður en við fórum að gera nokkuð - þá spurði hann mig hvort þetta væri virkilega á íslandi. Þá hélt hann einfaldlega að Islendingar gætu ekki verið svona spilltir að vera hómósexúal. Ég sagði honum að það væri dálítið um þetta. „Og eru það Elias og Max á Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn 1951 gamlir karlar?" spurði hann. „Já, áreiðan- lega," sagði ég, „en það er ungir menn líka." Elías segist samt ekkert hafa orðlð var við unga homma þegar hann sagði þetta: „Ég dró að minnsta kosti ekkert úr því við hann, því ég vildi sýna honum að íslendingar væru svona siðmenntaðir. Hann kallaði þetta spillingu en ég sagði að þetta væri sivilísasjón." Elías kom aftur til Kaupmannahafnar 1951 og var þá farinn að smakka vín. Þá kemst hann meira inn í kreðsana eins og hann kallar það og heyrir fyrst af félagsskap homma í Danmörku. Það var sænskur vinur hans og hommi sem fyrstursagði honum þetta og gaf honum eintak af danska hommablaðinu Vennen þar sem þeir voru staddir á Ráðhústorginu: „Ég man að ég vildi ekki taka það upp þarna á torginu. Skrýtið hvað maður 33

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.