Hinsegin dagar í Reykjavík - 01.08.2003, Qupperneq 39
INTERNATIONAL
MR LEATHER
COMES TO REYKJflVÍK
GAY PRIDE
A special guest at Reykjavík Gay Pride
and Leather Summit is John Pendal,
International Mr Leather 2003. He
won the title among 58 contestants
from five countries at the 25th annual
International Mr Leather Contest,
attended by more than 10.000
leatherfolks in Chicago last May. John
lives in London and was sponsored by
the big and popular leather bar The
Hoist. He has supported SM Gays, a
non-profit educational group - and
Gay Men Fighting AIDS - with
demonstrations, fundraising and assis-
tance with publicity. He has also cre-
ated and operated an online guide to
London's leather and SM scene. As the
International Mr Leather 2003 title-
holder, John Pendal will represent IML
and the Leather Community over the
next year.
Upplýsingar / Information
MSC ísland
Pósthólf 5321, IS-125 Reykjavík
msc@this.is • www.this.is/msc
Vefsíður / Websites
International Mr Leather & John's
Guide to London's Leather, Bear &
SM Scene: www.iml2003.com
GÖMUL GULLKORN
Allir sitja á gægjum
„Það sitja allir, á þessum smástöðum úti á
landi og líka í smástaðnum Reykjavík, á
gægjum. Fylgjast með. Til dæmis ef einhver
er á labbi með mér á götu, þá er viðbúið að
hann verði álitinn hommi. Þetta er nú einu
sinni svona! Svo mjög verð ég var við þetta
að mér er meinilla við að labba með fólki úti
á götu. Ég var með Benna bróður mínum í
Klúbbnum um daginn. Þá rauk náungi á mig
og sagði: „Helvítis svínið þitt, þú er búinn að
pikka þér einn sætan." Ég spurði við hvað
hann ætti. Þá benti hann á Benna og sagði:
„Þykir þér þessi sætur, ertu ánægður með að
fá hann í rúmið með þér?" Ég sagðist ekki
hafa hugsað það langt með hann. Aftur á
móti væri þetta mitt mál, ekki hans. Ef hann
ætlaði að gerast riddari á hvítum hesti og
bjarga Benna, þá ætti hann frekar að snúa
sér til hans og vara hann við."
Hörður Torfason í Samúel 1975
Hún var nokkuð eðlilega tennt
„Fyrsta lesbían sem ég sá var vampíra. Hún
hafði þann leiða vana að æða út hverja nótt
um miðnætti og bíta samsveitungur sínar á
hálsinn. Sjúga síðan úr þeim allt blóð eftir að
hafa kysst þær ástríðufullt á hálsinn í nokkrar
mínútur (nauðugar að sjálfsögðu). Þetta
gerðist að vísu á bfótjaldi, en ómótaður barns-
hugur minn tengdi ósjálfrátt saman langar
vígtennur og ást kvenna á öðrum konum.
Nokkrum árum seinna leit ég síðan fyrstu
áþreifanlegu lesbíuna augum. Hún var
nokkuð eðlilega tennt, borðaði venjulegan
mat og virtist ekki sérstaklega árásargjörn.
Þar með var leiðréttur sá barnalegi misskiln-
ingur minn að lesbíur væru blóðþyrst og
grimm yfirnáttúruleg fyrirbæri."
Lilja S. Sigurðardóttir í Sjónarhorni 1991