Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Blaðsíða 53
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS52
nokkur brot sem hann lýsir sem hvítum marmara sem virðist hafa verið
sniðinn til.7 Enginn þessara gripa hefur varðveist.
Árið 1909 kannaði þáverandi þjóðminjavörður, Matthías Þórðarson,
staðinn.8 Hann fann m.a. leifar af því sem hann lýsir sem tveimur dysjum
sem snúa í norðvestur-suðaustur og norðaustur-suðvestur. Þær voru grunnar
og í báðum var stór steinn sem Matthías taldi líklegt að hefði markað þann
enda sem höfuðið lá í. Í annarri gröfinni fann hann beinaleifar og tennur sem
hann taldi vera úr einhverjum skepnum, þó ekki fullorðnum stórgripum. Yfir
gröfinni miðri lá þykkur, flatur steinn og hellum var einnig raðað óreglu lega
meðfram hliðunum Lýsing hans á hinni gröfinni bendir til þess að manna-
beinum, sem hafi að öllum líkindum verið safnað saman af yfirborðinu, hafi
verið komið fyrir í henni síðar. Þunnar hellur virtust þekja botninn. Það var
augljóst að báðum gröfunum hafði verið raskað. Engir gripir fundust og
Matthías dró þá ályktun, með stuðningi ritheimildanna, að þessar grafir væru
í kirkjugarði kirkjunnar sem reist var snemma á staðnum og að þeim hafi
svipað til dysja heiðinna manna. Síðasta ályktunin er greinilega undir áhrifum
frá fyrrnefndri sögusögn um að kirkja hafi risið snemma á staðnum.
Árið 1989 gerði Guðmundur Ólafsson, nú fagstjóri fornleifa við Þjóð-
minja safn Íslands, uppdrátt af byggingaleifum á uppblásna svæðinu sem hann
taldi vera leifar eftir kirkju og kirkjugarð.9 Árið 2000 gerði höfundur þessarar
greinar könnunarskurði í báðar tóftirnar sem sjást sem upphækkanir í skógar-
jaðrinum á mynd 2, á bak við uppblásna svæðið í for grunninum þar sem kirkja
og kirkjugarður eru talin hafa verið.10 Til gang ur inn var annars vegar að reyna
að skera úr um það hvort stærri tóftin, sem var síðast greinilega fjár hús eða
beitarhús, hefði verið byggð ofan á bæjarhúsin, eins og talið hefur verið, og
hins vegar, hvaða tilgangi minni tóftin, sem er upp hækkunin hægra megin á
mynd 2, gæti hafa þjónað. Hún hefur ýmist verið túlkuð sem kirkja eða kuml
af þeim sem áður hafa rann sakað staðinn. Rann sóknin leiddi í ljós bygg inga-
leifar undir stærri tóftinni, en ekki var hægt að skera úr um það hvort þær voru
eftir bæjar hús eða eitthvað annað. Minni tóftin virðist hafa verið notuð fyrir
húsdýr. Meintar leifar af kirkju á uppblásna svæðinu voru mjög ógreinilegar, en
greinileg merki eftir garðlög sáust á svæðinu. Engar fleiri byggingaleifar en þær
sem hér hafa verið nefndar fundust þegar forn leifa skráning fór fram á svæðinu
árið 2005.11 Það virðist enginn vafi á því að þetta eru minjar eftir eyðibýli.
7 Haukur Hannesson o.fl. 1989, bls. 440-441.
8 Matthías Þórðarson 1910, bls. 44-46.
9 Guðmundur Ólafsson 1989.
10 Guðrún Sveinbjarnardóttir 2000.
11 Ágústa Edwald 2005.