Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Blaðsíða 67
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS66
Í núverandi kirkju sem var vígð 1916 er stóllinn staðsettur á hefðbundnum
stað, þ.e. að sunnanverðu innarlega í kirkjunni. Sú skýring á gerð hans er
nærtæk að framhliðin hafi í eina tíð „verið altaristafla kirkjunnar“.5 Þá má segja
að myndefni stólsins, en hann er málaður, styðji þessa tilgátu. Þegar vængirnir
eru í opinni stöðu sýna þeir þrjár senur sem allar eiga heima á altaristöflum.
Á vinstri væng er sýnd fæðing frelsarans, á miðfleti krossfestingin, nánar til
tekið þegar Kristi er veitt síðusárið, en á hægri væng er upprisumynd.6 Að
öðru leyti er stólnum lýst svo í Kirkjum Íslands að hann sé ferstrendur, gamall
og vandaður, allur úr eik. Um myndirnar segir að þær séu „einkennilegar“ að
sumu leyti „og ekki alls kostar illa málaðar.“7
Skarðs-stólinn er ekki aðeins úr garði gerður þannig að hann líkist altaris-
brík heldur er hann einnig minningar tafla um hjónin Daða Bjarnason (1565–
1633) bónda á Skarði og Arnfríði Benediktsdóttur (1569–1647) sýslumanns
„ríka“ Halldórssonar (1534–1604) eins og kemur í ljós þegar vængirnir eru í
lokaðri stöðu.8 Öðlast stóllinn þar með þriðja hlutverkið sé það rétt að hann
hafi einhvern tíma þjónað sem altaristafla. Eggert Björnsson „ríki“ (1612–
1681) frá Bæ, þ.e. Saurbæ, á Rauðasandi, sýslumaður í vesturhluta Barða-
strandar sýslu, reisti móðurafa sínum og -ömmu þetta minningarmark en hann
erfði jörðina eftir þau og bjó þar fyrst 1633–1636 og aftur frá 1645. Stóllinn
hefur komið til kirkjunnar á árunum 1647–1650 en síðara árið segir í vísitasíu-
bók Brynjólfs Sveinssonar (1605–1675) að Eggert hafi lagt kirkjunni til nýjan
predikunarstól af eik, erlenda smíð með vængjum og hurðum málaðan innan
og utan með olíulit. Gripurinn mun hafa kostað „nærri tuttugu vættir“.9
Nam það rúmum þremur kýrverðum.10 Fetaði Eggert með þessu í slóð föður
síns sem 1617 lét gera predikunarstól í kirkjuna í Bæ á Rauðasandi þótt hann
væri alls ólíkur þeim stólum sem fjallað er um hér.11
5 Þór Magnússon 2010, bls. 171.
6 Þór Magnússon 2010, bls. 171, 172–173.
7 Þór Magnússon 2010, bls. 171. Við lýsingu stólsins er það að athuga að sagt er að ártalið 1847
á spjaldvegg er tengir stólinn við suðurvegg kirkjunnar sýni byggingarár hennar. Þetta er þó í
raun byggingarár næstu kirkju á undan sem var reist 1847–1848 en fauk af grunni sínum 1910.
(Guðmundur L. Hafsteinsson 2010, bls. 147–153) Sýnir tengingin væntanlega að stóllinn hefur
verið eins staðsettur í báðum kirkjunum.
8 Dánarár Daða virðist rangt í áletruninni á stólnum. Þar segir að hann hafi látist 1643. (Þór Magnús-
son 2010, bls. 170–171, 174). Um Arnfríði segir þar að hún hafi lifað ágætlega við mann sinn í
44 ár og síðan 14 ár í ekkjudómi þar til hún skildi kristilega við þennan heim 78 ára gömul 1647.
Samkvæmt því lést Daði 10 árum fyrr en segir í áletruninni eða 1633 eins og segir í Íslenzkum
æviskrám, sjá Páll Eggert Ólason 1948, bls. 299.
9 Bps A II:6. Vísitasíubók Brynjólfs Sveinssonar um Vestfirðingafjórðung 1639–1671. Sjá og Bps A
II:11. Vísitasíubók Þórðar Þorlákssonar 1675–1695 A.
10 Hagskinna. Sögulegar hagtölur um Ísland/Icelandic Historical Statistics 1997, bls. 925.
11 Þóra Kristjánsdóttir 2004, bls. 264.