Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Blaðsíða 236
235FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR
Hins íslenzka fornleifafélags 2013
Aðalfundur Hins íslenzka fornleifafélags árið 2013 var haldinn í fyrirlestrasal
Þjóðminjasafns Íslands, fimmtudaginn 12. desember, kl. 16.00. Fundinn sátu
27 félagsmenn.
Formaður félagsins, Ragnheiður Traustadóttir, setti fundinn og greindi frá
næstu árbók fyrir árið 2012, sem er væntanleg úr prentsmiðju mjög bráðlega.
Formaður minntist fyrrverandi skrifara félagsins, Þórhalls Vilmundarsonar
prófessors. Risu fundarmenn úr sætum til virðingar við hann. Ekki hafði
spurst um andlát fleiri félaga frá síðasta fundi.
Birna Lárusdóttir, ritstjóri Árbókar, kynnti árbókina, sem er í lokavinnslu
og lét ganga á fundinum sýningareintak úr prentsmiðju. Ýmsar nýjungar eru
fyrirhugaðar, m.a. að framvegis verða greinar í Árbókinni ritrýndar. Þá er gert
ráð fyrir að sérstakur myndakafli verði í hverri árbók.
Féhirðir, Mjöll Snæsdóttir, las upp reikninga félagsins og kom þar fram að
staða þess er í járnum, en tekist hefur að lækka útgáfukostnað verulega með
því að leita hagstæðra tilboða.
Þá fór fram stjórnarkjör. Breytingar urðu á stjórninni en eftirtaldir hættu
í stjórn: Birna Lárusdóttir, varaformaður, og Kristín Huld Sigurðardóttir,
varaféhirðir, Mjöll Snæsdóttir sem féhirðir, en hún gaf kost á sér sem
varaféhirði. Stungið var upp á Lísabetu Guðmundsdóttur, fornleifafræðingi,
sem féhirði og Þóru Pétursdóttir sem varaformanni. Aðrir stjórnarmenn gáfu
áfram kost á sér.
Aðrar tillögur komu ekki fram og var ný stjórn samþykkt samhljóða til
tveggja ára með lófataki. Er stjórn félagsins nú þannig skipuð:
Formaður: Ragnheiður Traustadóttir, fornleifafræðingur,
Varaformaður: Þóra Pétursdóttir, fornleifafræðingur,
Féhirðir: Lísabet Guðmundsdóttir, fornleifafræðingur,
Varaféhirðir: Mjöll Snæsdóttir, fornleifafræðingur,
Skrifari: Guðmundur Ólafsson, fagstjóri fornleifa í Þjóðminjasafni Íslands,
Varaskrifari: Þór Hjaltalín, minjavörður Norðurlands vestra.
Ritstjóri Árbókar verður áfram Birna Lárusdóttir og í ritnefnd verða áfram
Ragnheiður Traustadóttir, Guðmundur Sigurðsson og Mjöll Snæsdóttir.
Undir liðnum önnur mál vakti skrifari athygli á nýútkominni skýrslu,
Bessastaðarannsókn II, og minnti á ráðstefnuritið frá Víkingafundinum 2009.