Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Blaðsíða 102
101KIRKJUTENGD ÖRNEFNI Í SKAGAFIRÐI
er örnefnið Messuklöpp.146 Þar uppgötvaðist 11. aldar kirkjugarður þegar
rafmagn var lagt í jörðu 1993 og var hann kannaður með fornleifarannsókn
2008.147 Örnefnið gæti þó verið tengt Reykjakirkju sem er sóknarkirkja. Á
nokkrum jörðum þar sem hvorki þekkjast örnefni né munnmæli um kirkjur,
í Keldudal, Garði í Hegranesi og Bjarnastöðum í Kolbeinsdal, hafa kirkjur
og grafreitir frá 11. öld verið staðfestir með fornleifarannsókn. Þá fannst
einnig kirkjugarður frá 13. öld að Hofi í Hjaltadal.148 Kirkjugarðarnir á Hofi
og Keldudal komu, öllum að óvörum, upp við framkvæmdir. Í Garði og á
Bjarnastöðum bentu ummerki á yfirborði til mögulegra kirkjugarða og var það
staðfest með rannsóknum.
Heimildir um guðshús á nokkrum jarðanna í þessum hópi eru einungis til
í munnmælasögum sem skráðar hafa verið niður við ýmis tækifæri. Sögn um
að kirkja á Reykjum (á Reykjaströnd) hafi verið aflögð á 13. öld er varðveitt
í Grettissögu.149 Í Sturlungu er sagt frá kirkju í Marbæli 1189.150 Forn skjöl
greindu frá kirkju á Ásgrímsstöðum.151 Munnmæli um guðshús á Atlastöðum
og Ferjuhamri voru skráð í sóknalýsingar á 19. öld.152 Munnmæli um bænhús
í Valadal eru skráð í Jarðabókina 1713 en ekkert annað er um það vitað.153
Sömuleiðis um kirkjuklukku frá Hraunþúfuklaustri154 og um guðshús á
Bakka155 og Mannskaðahóli.156 Munnmæli um bænhús á Ríp (í Fljótum) eru í
örnefnaskrá157 og munnmæli eru um guðshús á Hafsteinsstöðum og í Holtsmúla
þar sem fundist hafa mannabein sem gætu tengst þeim.158 Hjaltastaðahvammur
er ein þeirra jarða sem engar heimildir eru til um aðrar en mannbein sem
komu þar úr jörðu við framkvæmdir um miðja 20. öld.159
Fjórar kirkjur frá 11. öld og grafreitir hafa verið staðfest í þessum jarðahópi
146 ÖStÁM – Ingveldarstaðir, bls. 5; Steinsstaðir, bls. 2.
147 Guðný Zoëga og Guðmundur St. Sigurðarson 2010, bls. 13.
148 Guðný Zoëga 2013b, bls. 37-39; Ársskýrsla Byggðasafn Skagfirðinga 2009, bls. 9. Kirkjugarður fannst
við vettvangsskoðun á Bjarnastöðum 2010 og þekktist af hringformi sínu. Hann reyndist vera frá
11. öld. Guðný Zoëga 2010, bls. 15-19; Byggðasaga Skagafjarðar VI, bls. 314.
149 Íslendingasögur og þættir II, bls. 1084.
150 Sturlunga saga I, bls. 138.
151 Byggðasaga Skagafjarðar V, bls. 158.
152 Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839-1873 II, bls. 17, 118.
153 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 84.
154 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 144; Sigurjón Páll Ísaksson 1986, bls. 34.
155 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 205; Byggðasaga Skagafjarðar V, bls. 294.
156 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 261.
157 ÖStÁM – Stóra-Holt í Fljótum. Viðbót Kristjáns Eiríkssonar við skráningu Margeirs árið 1972, sem
hefur heimildina eftir Steingrími Þorsteinssyni (1915-1997) bónda í Stóra-Holti.
158 Byggðasaga Skagafjarðar II, bls. 119, 178.
159 Björn Sigfússon 1957, bls. 257-262.