Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Blaðsíða 198
197KUML OG VÖLVULEIÐI Í EINHOLTI Á MÝRUM
örmagnaðist af þreytu og dó. Hún
var að raka og var komin vestur á
mitt tún þegar hún örmagnaðist
líka og datt niður dauð. Voru bæði
heygð þar sem þau létust og heitir
þar Álfadalur, vestast í túninu þar
sem Álfur er sagður hafa legið, en
að leiði hans hafi síðar farið undir
vötn og horfið. Völvulág heitir þar
sem leiði hennar er. Völvuleiðinu
fylgir sú sögn að ef því sé vel við
haldið, þá muni koma góður reki
á fjörur en ef leiðið sé vanhirt eða
girðingin rifin, þá geti farið illa.6
Áhugavert að velta því upp
hér, að samkvæmt þjóðsögunni
er getið um tvö leiði, karls og
konu. Annars vegar leiði Álfs og
hins vegar leiði völvunnar. Það virðist nærtækt að ætla að þarna hafi fornt
sagnaminni lifað mann fram af manni, um tvö leiði eða fornmannahauga sem
einhvern tíma var vitað um á þessum slóðum. Hugsanlega er þarna komin
tilraun manna fyrr á öldum við að útskýra sýnilega hauga eða haugamyndanir
í heimatúnum út frá gömlum sögusögnum um að þar væru fornir haugar
eða leiði heiðinna manna. Einnig er mögulegt að sagan hafi orðið til vegna
beinafunda í túninu fyrir margt löngu – að þarna hafi upphaflega verið
kumlateigur í raun og veru, sem beinafundurinn tilheyri. Þá er því enn
ósvarað hvers eðlis hið sýnilega Völvuleiði er í raun og veru. Leynist undir
því gröf, er það náttúrumyndun eða hugsanlega upphlaðið löngu eftir meinta
greftrun með óljós, forn sagnaminni í huga?
Ef þessi fundur er skoðaður í stærra samhengi, þá vekur það nokkra athygli
að á suð austur horni landsins virðast vera óvenju mörg þekkt völvu ör nefni, en
þekkt kuml eru hins vegar til tölu lega fá. Völvu leiðum fylgja oft frá sagnir um
álög svipuð og í Einholti. Sagnir um Völvuleiði eru t.d. á Breið dals heiði og á
Þor valds stöðum í S-Múlasýslu, þar sem tvær systur voru heygðar; í landi Flugu-
staða við Álftaförð og á Sómastöðum við Reyðar fjörð, S-Múla sýslu og í landi
Hellu, sem var kot undir Kálfa fells stað í Suðursveit.7 Þá segir einnig að bærinn
6 Katrín Jónsdóttir 1900; Kristján Benediktsson 1964 og 1972, 71-72; Sigfús Sigfússon 1984, 211-212.
7 Sigfús Sigfússon 1984, bls. 127-130.
Mynd 7. Nærmynd af perlunni sem fannst við kumlið
(1989-338-1_20140829_GÓL_6).