Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Blaðsíða 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Blaðsíða 38
37ÞORPIÐ Í VIÐEY minnti í það minnsta á þá, sem þarna höfðu fæðst, lifað og starfað, já og jafnvel dáið. Yfir öllu plássinu ríkti dauðakyrrð, ef undan er skilið garg svartbakanna, sem virtust hafa lagt undir sig eyjuna.62 Það var mörgum heimildamönnum einnig hugleikið hvernig Þorpið einfald- lega „hvarf “ á stuttum tíma. Það sem virtist fasti í tilveru þessa fólk leystist upp við endalok Þorpsins og dreifðist með fyrri íbúum þess. „Þetta hvarf bara eins og dögg fyrir sólu,“ sagði fyrrum íbúi um eyðingu Þorpsins.63 En efnismenning Þorpsins hvarf auðvitað ekki. Ákveðinn hluti hennar varð eftir í eyjunni, á formi húsgrunna, brunna, vega, kálgarða og alls þess sem jörðin hefur að geyma. Það sem eftir varð var gjarnan sá efniviður sem fenginn var af svæðinu, s.s. grunnar húsa sem hlaðnir voru úr grjóti úr eyjunni og bólvirki hafnarinnar sem var hlaðið úr sama efnivið. Stór hluti af öðrum efniviði Þorpsins kom annars staðar frá og hvarf annað eftir að lífdögum þess lauk. En í stað þess að einblína bara á það sem varð eftir í Þorpinu er áhugavert að reyna að skoða það sem „hvarf“, bæði hvaðan efniviðurinn sem myndaði Þorpið kom upphaflega og hvar hann endaði eftir að hann fór úr Viðey. Til að reyna að skoða þetta betur var reynt að rekja uppruna þeirra hluta og fólks sem mynduðu Þorpið. Þorpsbúar sjálfir komu víðs vegar að eins og áður hefur verið minnst á. Þeir áttu flestir rætur í sveitum landsins þótt algengt hafi verið að þeir hafi síðast búið á höfuðborgarsvæðinu áður en þeir fluttu í eyjuna. Flestir þeirra fluttu aftur til höfuðborgarsvæðisins eftir að Þorpið leið undir lok en þó var vitanlega allur gangur á því. Byggingarefni mannvirkja virðist hafa komið nokkuð víðs vegar að. Grunnar húsa og bólvirki hafnarinnar í Þorpinu var líklega fengið í klöppunum við Þorpið. Sama efni var líklega notað í Steinhúsið að hluta en annar efniviður kom annars staðar frá og var að mestu endurnýtt timbur frá Íslandi og Noregi. Miklar timburbryggjur og -hús í Mandal í Noregi voru keyptar til niðurrifs, fluttar til Íslands og notaðar í bryggjur og byggingar Milljónafélagsins og talsvert magn af timbri kom frá hvalveiðistöð að Framnesi við Dýrafjörð sem starfaði 1893-1903. Þar voru tekin niður hús, bryggjur og fleiri mannvirki og timbur flutt til Þorpsins og endurnýtt. Að auki var eitt húsanna í Þorpinu byggt úr timbri úr Kútter Ingvari sem fórst við eyjuna 1906. Flest húsanna í Þorpinu voru því byggð úr endurnýttu efni sem átti sér sögu og hafði þjónað hlutverki á öðrum stöðum áður en það var notað á Sundbakka. Þegar lífdögum Þorpsins lauk reyndist erfitt að selja eignirnar í Viðey og því gripu eigendur þeirra á það ráð að taka niður húsin og nýta sér viðinn 62 http://frontpage.simnet.is/torol/vita/upphaf.htm. 63 Úr viðtali Örvars B. Eiríkssonar við Svavar Gíslason, sjá Örvar B. Eiríksson 2003, bls. 31.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.