Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 2014, Blaðsíða 111
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS110
Örnefni vitna um að bæði alkirkjur og hálfkirkjur voru nefndar bænhús, eins
og á Hofi í Vesturdal þar sem var alkirkja (sóknarkirkja) 1569212 og grafið í
kirkjugarðinn fram á 17. öld213 en í örnefnaskrá er talað um Bænhústóft en
ekki kirkjutóft.214 Sömuleiðis var alkirkja á Stóru-Ökrum í Blönduhlíð á 14.
öld en hálfkirkja öld seinna215 eins og í Ási í Hegranesi og Vík í Víkurtorfu á
15. öld.216 Þar sem kirkjurnar stóðu á þessum bæjum heitir Bænhúsvöllur en
ekki Kirkjuvöllur. Örnefni vitna einnig um kirkjur þar sem elstu heimildir
geta um bænhús, eins og á Fossi, Skíðastöðum, Syðri-Mælifellsá, Miðgrund,
Arnarstöðum, Sléttu og Stóru-Þverá. Bænhúsnafnið virðist vera ómur úr
grárri fortíð og kallað svo samkvæmt málvenju öld eftir öld. Rætur þess
liggja vafalítið í kapellum þeim sem bændur byggðu sér á 11. öld og stóðu
jafnfætis öðrum guðshúsum en á 12. og fram á 13. öld öld virðast mörg
guðshús hafa fengið prestsþjónustu eins og um samdist við biskup.217 Á 16.
öld kölluðust hálfkirkjur jafnt og guðshús með minni þjónustu bænhús.218
212 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, bls. 279.
213 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns 9. bindi, bls. 143; Sveinn Níelsson 1950, bls. 248.
214 ÖStÁM – Hof í Vesturdal.
215 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn II, bls. 466; Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt
fornbréfasafn III, bls. 565; DI IV, bls. 323.
216 Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt fornbréfasafn IV, bls. 606; Diplomatarium Islandicum/Íslenzkt
fornbréfasafn V, bls. 360.
217 Grágás, bls. 16-17.
218 Bréfabók Guðbrands byskups Þorlákssonar, bls. 288, 507.
Jörð þar sem nefnd er
kirkja eða bænhús
Elsta heimild
getur um:
Yngsta heimild
getur um:
Varðveitt örnefni
Foss Bænhús 1709 Sama heimild Kirkjutóftarhús, Kirkjulág
Vík Hálfkirkju 1440 Hálfkirkju 1713 Bænhúsvöllur
Skíðastaðir (Neðribyggð) Bænhús 1713 Bein 1910 Kirkjuvegur
Syðri-Mælifellsá Bænhús 1713 Sama heimild Kirkjuhóll, Kirkjuhvammur
Hof (Vesturdal) Alkirkju 1318 Alkirkja 1569 Bænhústóft
Stóru-Akrar Alkirkju 1318 Hálfkirkja 1713 Bænhús, Bænhúsvöllur
Miðgrund Bænhús 1713 Sama heimild Kirkjugrund
Ás (Hegranesi) Alkirkja 15.öld Hálfkirkja 1713 Bænhúsvöllur
Arnarstaðir Bænhús 1480 Bænhús 1709 Kirkjulaut
Skálá Hálfkirkju 1480 Bænhús 1709 Bænhússkemma, Kirkjuskógur
Slétta Bænhús 1480 Bænhús/kirkja 1709 Kirkjuhóll
Stóra-Þverá Bænhús 1709 Sama heimild Kirkjuvöllur
Listi 3
Listi 3. Kirkja og bænhús í örnefnum.
Dæmin sýna að varðveitt örnefni spegla ekki endilega þá stöðu sem guðshús höfðu miðað við ritheimildir. Þau vitna
oft ýmist um kirkju eða bænhús í fullkomnu ósamræmi við skjallegar heimildir og þótt dæmin séu of fá til að kallast
marktæk virðast kirkjur hafa verið kallaðar bænhús í hvaða stöðu sem þær voru síðast gagnvart prestsþjónustu.
Hvort það bendir til þess að örnefnin hafi komið til löngu eftir að húsin stóðu eða að fólk hafi almennt skilgreint öll
minni guðshús sem bænhús skal ósagt látið.