Vinnan


Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 14

Vinnan - 01.03.1943, Blaðsíða 14
beint til Adolfs Hitlers og Kvislings. En beri frjálshuga menn hinn efra skjöld í þessari allsherjarviðureign, verða Noregsmenn engir bónbjargarmenn, heldur aðili nýrrar heimssköpunar, og mun sízt skorta peninga. Þannig hafði Finnlandssöfnunin, þrátt fyrir allt, þann kost umfram Noregssöfnunina, að safnféð komst á á- kvörðunarstað jafnóðum og varð að gagni sem bein þátttaka íslendinga í herkostnaði fasista, meðan Nor- egsféð má ekki fyrir neinn mun koma Norðmönnum að gagni í þeirra stríði. Þó er skylt að geta hér virðingar- verðrar undantekningar, en það er fúlgan, sem íslenzkir rithöfundar og skáld lögðu fram til Norðmanna. Mitt í stríði því, sem sálufélagar fasista háðu hér á íslandi gegn andanum, og meðal annars lýsti sér í líkamlegum ofsóknartilraunum yfirvaldanna gegn skáldum landsins (hungurrefsingarnar frægu), lagði þetta félag fátæk- ustu og úthrópuðustu stéttar þjóðarinnar fram til Norð- manna upphæð, sem var nokkrum þúsundum króna hærri en sú, sem stærsta arðránsfyrirtæki landsins og hið mesta stríðsgróðafélag lagði í Noregssöfnunina. Og meðan aðrir hvötuðir Noregssöfnunarinnar ákváðu að leggja safnféð í sjóð til greiðslu að stríðslokum, af- hentu íslenzkir rithöfundar sitt framlag Hákoni kon- ungi til ágóða fyrir þann málstað, sem einn skiptir máli í svip, baráttu þá, sem Noregsmenn heyja með öðrum góðum mönnum fyrir frelsi heimsins. Hin þriðja söfnun, sú sem nú er hafin að tilhlutun verklýðsfélaganna til ágóða fyrir Rauða kross Ráð- stjórnarríkjanna, sameinar ýmsa kosti beggja hinna fyrri, án þess að hafa galla þeirra: Finnlandssöfnunar- innar að því leyti, sem safnféð verður látið koma að notum í því stríði, sem er orsök söfnunarinnar og rétt- læting; Noregssöfnunarinnar að því leyti, sem þessi síðasta er einnig fram knúin af samúð við góðan mál- stað. í þessari söfnun til handa Rauða krossi Ráðstjórnar- ríkjanna viljum vér, ásamt öðrum frjálshuga mönnum, gjalda þökk vora þeirri þjóð, sem ein var þess um komin að stöðva morðvagn fasista. I Ráðstjórnar- söfnuninni hyllum vér það afl, sem var þess ekki aðeins megnugt að verja sitt, heldur mun hefja til sigurs og gera ógleymanlegt hetjuljóð baráttu þeirra þjóða, sem þrátt fyrir allar fórnir sínar og dáðir mundu annars ekki hafa eignast annað eftirmæli en vae victis — vei hinum sigruðu. Söfnunin leiðir í ljós, að vér skilj um einnig, hvar vér værum sj álfir komnir, ef Rauði herinn hefði ekki verið hlutverki sínu vaxinn, en sigur fasistanna orðið alger á meginlandinu í austri sem vestri: varnir Ráðstjórnarríkjanna bilað eins og Pól- lands og Frakklands, Hitler setzt í Kreml sem herra Rússlands, Ukraínu, Kákasíu, Kasakstans og Síberíu, sameining orðið í Mongólíu og Indlandi á herjum fas- ista og hinna japönsku heimsvaldasinna, og svo fram- vegis. Fyrir þrem árum gengu hér um stræti Reykjavíkur þýzkir menn, kunnáttumenn í götubardögum, sem áttu um leið og opinber þýzk landganga yrði hafin að vinna Reykjavík innan frá í félagi við meðlimi Reykjavíkur- deildar fasistaflokksins þýzka, Gau Reykjavík. íslend- ingar höfðu verið narraðir til að draga þessa peyja hér á land, eftir að þeir höfðu sökkt skipi sínu Bahia Blanca fyrir vesturströndinni, flytja þá síðan sem volaða skip- hrotsmenn til Reykjavíkur og sjá þeim þar fyrir gisti- vist. Hér gekk þá einnig um götur sætur maður, sem gaf heldra fólki blóm á afmælum, hinn alþjóðlegi fas- istaforingi, kókaínsmyglari og bófi Gerlach, maðurinn sem átti að takast á hendur stjórn landsins eins og Ter- boven í Noregi, og í mátulegri fjarlægð frá honum ann- ar blómagjafi, sem Þjóðverjar sjálfir voru þó svo ó- feimnir að kalla Gyðing, Gestapóagentinn Scheiter. Hann hélt bók yfir „grunsamlega“ íslendinga, þar á meðal skáld og menntamenn, sem eftir valdatökuna átti síðan að fela hinni öruggu umsjá þýzku fangabúðanna. Gerlach, sem auðvitað var doktor, hafði í skýrslum sín- um til þýzku stj órnarinnar lýst okkur íslendingum svo með læknisfræðilegum myndugleik, að við værum upp til hópa andlega og líkamlega úrkynjaður trantaralýð- ur, sem ekki verðskuldaði annað en eyðingu, svo ekki er bein ástæða til að gera ráð fyrir að hann hefði hætt að láta blómin tala yfir þessum vesala kynflokki eftir að hann var kominn hér í húsbóndasess og átti að fara að stjórna fangelsunum og aftökum íslenzkra manna. Hinn opinberi formaður Hitlers fvrir Gau Reykjavík víl- aði ekki heldur fyrir sér að hóta einum helzta fulltrúa íslenzkrar menningar lífláti „innan fárra daga“ upp í opið geðið og undir votta á opinberu veitingahúsi hér í Reykjavík í aprílbyrjun 1940. Þeir sem haft hafa á- stæður til að kynna sér skjöl þau og skýrslur, sem gert var upptækt hjá þessum þýzku erindrekum í upphafi brezka hernámsins þá um vorið, eru ekki í miklum vafa um, hvað hér átti að gerast þá; og hvað hér hefði gerzt, þótt síðar hefði verið, ef austurvörn Evrópu gegn fasistum hefði bilað jafnauðveldlega og vesturvarnirn- ar. Það högg mundi varla hafa geigað, sem fasistar hefðu greitt okkar eðlilega verndara Bretlandi, og þar með okkur, að Ráðstjórnarríkjunum föllnum. Eins og mongólum Dséngiskans mun nafni þýzkra fasista verða bölvað meðan heimurinn stendur. Með söfnuninni til Rauða kross Ráðstjórnarríkjanna bregð- umst vér íslendingar á náttúrlegan hátt við þeirri gleðilegu staðreynd, að uppi var nógu sterkt afl í heiminum til að stöðva þessa morðingja Norður- landabúa og óvini þjóðanna. Því fer fjarri, að við þykjumst með söfnun þessari vera að „hjálpa Rúss- 12 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.