Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 7

Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 7
10. tölublað Desember 1943 1. árgangur Reykjavík N UTGEFANDI: ALÞYÐUSAMBAN D ISLANDS RlTSTJÓRl: FriÐRIK HaLLDÓRSSON Ritnefnd Sœmundur Olafsson Stefán Ögmundsson VI N N A KKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKK ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ -r ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ >¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ M. Jólaminnino; FRIÐRIK HALLDORSSON: Eg vil lifa litlu jólin mín við Ijósið það, sem skín úr barnsins augum. Þ. Erl. Jólin eru að nálgast. Ahrif þeirra hafa þegar sett svip sinn að ýmsu leyti á athafnir okkar og á- hugamál. Viðskiptalífið hefur örfast og verzlanirnar keppast um að gylla fyrir þeim vörur sínar, sem auraráð liafa og einhverju geta fórnað til yndisauka um jólin. Þrátt fyrir ótvírœðan eðlismun og ólíkar fjárhagsástœður leitast allir við að tileinka sér að ein- hverju leyti þau verðmœti, sem jólahelginni fylgja, sumir að vísu með það eitt jyrir augum, að afla líkamsþörfum sínum sem mestrar tilbreytni í mat og skemmtunum, en aðrir aftur á móti í þeim anda, sem Þorsteinn Erlingsson lýsir svo snilldarlega í Ijóðlínunum hér að ofan, anda bróð- urþels og samúðar. Þessa eiginleika er hvergi að finna í ríkari mœli en hjá börnunum, og einmitt þess vegna eru jólin öðru fremur talin séreign þeirra. Aldrei eru betri þroskaskilyrði en einmitt þá fyrir viðkvœm- ustu eðlishvöt þeirra, samúðina með hinum bágstöddu, sem barnseðlinu er svo eiginleg. En það er þessi hœfileiki jólanna, hœfileikinn til að glœða hjá okkur samúðartilfinningar með þeim, sem afskiptastir hafa orðið í baráttunni fyrir brýnustu nauðþurftum sínum, sem skapað hefur jólahelg- inni þann öndvegissess, er hún nýtur. Slíkrar samúðar er ávallt þörf og ekki sízt á jólutium, þeg- ar hinni frumstœðu löngun foreldra og ástvina til þess að gleðja þá, sem þeim eru hjartfólgnastir, er svo oft varnað útrásar af hinum miskunnarlausu skapanornum auðs og örbirgðar. Mér er minnisstœtt dœmi um þetta, sem ég var sjónarvottur að fyrir mörgum árum síðan í er- lendri stórborg. Það var um jólaleytið, eins og nú, og borgin var í hátíðabúningi. Hvanngrænir laufbogar höfðu hvarvetna verið strengdir yfir strœti og torg og neðan í þeim héngu skrautljós, sem slógu á kvöldin, þegar rökkva tók, marglitum ævintýrabjarma á iðandi manngrúann, og á auglýsingaskrumið og útstillingarnar við aðalgötur borgarinnar, sem sindruðu eins og eldhaf í öllum regnbogans litum. Hvergi var þó fjölbreytnin meiri en í sýningargluggum leikfangaverzlan- anna, en á einum slíkum stað gerðist atvikið, sem fyrr var getið. Þar varð ég að þessu sinni sjónar- vottur þeirra andstœðna, auðs og örbirgðar, sem ómurlegastar eru í heimi — sá ofurlítinn kafla, en ógleymanlegan þó, úr harmssögu fátœkrar móður. Ég hafði staðnœmst við gluggann til þess að virða fyrir mér útstillingarnar. Umhverfis mig stóð hópur manna, karlar og konur, sumir, eins og ég, að leita forvitni sinni fullnœgingar, en aðrir til þess að velja jólagjafir handa börnum sínum og vinum. Við hlið mér stóðu hjón, ung og prúðbúin, þau voru, eins og fleiri, að vega og meta leikföng- ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ -K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-KK-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K:-K-K-KKK-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K-K VINNAN 217

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.