Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 16

Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 16
GUÐMUNDUR VIGFÚSSON: ATVÍNNA OG ÖRYGGI Flestum mönnum er svo farið, að þeir eru fljótir að gleyma. Þetta hefur sína kosti og sína galla, allt eftir því, sem efni og ástæður standa til í hvert sinn. Þau eru 'ekki mörg árin síðan íslenzkur verkalýður mátti stríða við vofu atvinnuleysisins og skortsins. Mik- ill þorri verkalýðsins hafði vinnu einungis lítinn hluta ársins. AðgerSaleysi og árangurslítil leit að handtök- um var hlutskipti allt of margra úr verkalýðsstéttinni, megin hluta hvers árs. Nú hefur skipt um, um nokkurt skeið. Vinnuorka verkalýðsins hefur verið eigendum framleiðslutækj anna jafn dýrmæt síðastliðin 3—4 ár eins og hún var valda- mönnum þjóSfélagsins mikiS áhyggjuefni á kreppu- tímunum fyrir styrjöldina. Mörg dæmi eru til þess, að boðið hefur verið í vinnuaflið. ASalatriSiS hefur verið að fá það, um hitt hefur verið minna hirt, hvað greitt væri fyrir. Svo alger hafa umskiptin verið frá þeim tíma, þegar skorturinn á heimilum verkamanna var notaður til þess að reyna að þrýsta niður kaupgjald- inu, með hinni alkunnu röksemd yfirstéttarinnar, aS vinnan myndi aukast og verða drýgri, svo framarlega sem kaupgjaldið væri lækkað. ' Þetta eru mikil umskipti. ÞaS hefur verið öllum verkamönnum fagnaðarefni, að geta nú loks lagt heim- ilum sínum sómasamlega, geta greitt skuldir atvinnu- leysisáranna og jafnvel látið eitt og annað eftir sér og sínum, sem áður virtist aðeins fjarlægur draumur, meS- an skorturinn á frumstæðustu lífsþörfunum beið á næsta leiti. En eru mönnum almennt ljósar þær ástæður, sem að breytingunni liggja, að við höfum notið velsældarinn- ar fyrir það eitt, að annars staðar í veröldinni gengu yfir óvenjulegar hörmungar, að viS höfum setið við eldinn meðan aS aðra kól. Hér hefur ekki verið um neina varanlega úrbót að ræða. Lausnin á vandamál- um atvinnulífsins er jafn fjarri og áður. Félagslegt ör- yggi og atvinnutrygging er enn óskapað. Kröfur verka- lýðsstéttarinnar um það eru enn óuppfylltar. Því má sízt gleyma nú, þótt nægileg atvinna sé í hráðina víð- ast hvar, vegna utanaðkomandi atburða. Flestum hugsandi mönnum mun vera ljóst, að eftir styrjöldina endurheimtum við atvinnuleysið, ef ekki er að gert. Og frumkvæðið og forystuna í baráttunni fyrir varanlegri atvinnu verður verklýðsstéttin sjálf að hafa á hendi. Undanfarandi ár atvinnulegrar velgengni hafa fært verkalýðsstéttinni heim sanninn um mikilvægi starfs- orkunnar. Hún hefur fundið hve dýrmætt vinnuaflið er, skilið að það er afl þeirra hluta, sem gera þarf, undirstaða framfara og menningar. Peningarnir duga skammt til framkvæmdanna, ef orku verkamannsins vantar, það hafa síðustu árin sannað svo áþreifanlega, að ekki verður um villzt. Undir hagstæðum atvinnuskilyrðum og í krafti stétt- og áður er sagt, mynduðu varnarvegg yfir þvera bryggj- una og héldust þeir fremstu í hendur, svo að eigi yrði ofar komist. Einhverskonar ályktun mun hafa verið les- in upp, aðvörun til aðkomumanna vegna mikilla æsinga í þorpinu, eftir því sem sagt var. Lestur sá mun þó hafa farið framhjá flestum, því hvorttveggja var, að heima- menn höfðu fengið svo mikinn áhuga fyrir sjóslöng- um bátsins og því, hvers þeir mættu þaðan vænta, að þeir gátu varla af þeim litið, og eins hitt, að aðkomu- mönnum lék hugur á að nota sér hvorttveggja þessa truflun til þess að pota sér upp bryggjuna. Kom þá einnig í ljós, að ekki voru allir heimamenn af sama sauðahúsi. Þeir, sem ofar stóðu, þrengdu sér niður eftir til þess að taka í hönd þeirra aðkomumanna, sem þeir þekktu og svo öfugt. Var illt að meina slíkar kunn- ingjakveðjur, en þær urðu margar. Handtökin urðu innileg og ekki sleppt strax og svo komu samtöl og heimboð og áður en varði var allt orðið að einum graut. Herjunum varð ekki lengur haldið sundurgreind- um og enginn fékk bað. Gekk hersingin síðan upp bryggjuna og um þorpið, eins og ekkert hefði í skorizt. Eftir þetía fór Hannibal og aðrir erindrekar verka- lýðsfélaganna ferSa sinna í Bolungarvík án allra af- skipta, enda er þar nú annar skilningur orðinn ríkjandi um eðli og tilgang verkalýðshreyfingarinnar en áður var. AS afloknum heimsóknum til félaganna í Bolungar- vík fóru bátsverjarnir ísfirzku heim aftur í friði og spekt. Var komið til TsafjarSar um miðja nótt og þótti ferðin hafa tekizt vel. 226 VINNAN

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.