Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 35

Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 35
leg aðferð, enda var trúnaðarmannakerfi Dagsbrúnar venjulega lítið meira en nafnið. Þetta varð til þess, að stjórn Dagsbrúnar ákvað að fara inn á nýjar og lífrænni brautir í þessu efni. Síðastliðið vor efndi húntilkosningartrúnaðarmanna á vinnustöðvum. Og þótt í fyrsta skiptið væri, tókst þetta þó svo vel, að um 40 trúnaðarmenn voru kosnir víðsvegar á vinnustöðum. Verkamennirnir afgreiddu venjulega málið í kaffitíma, stungu upp á mönnurn eftir vild, greiddu síðan atkvæði og sá, sem hæsta atkvæða- tölu fékk, hlaut kosningu. Það er ætlunin, að slík kosning trúnaðarmanna fari fram á ári hverju. Hin stutta reynsla okkar af þessari aðferð hefur sannfært okkur um, að hún er rétt. Kosning trúnaðarmanna á vinnustöðum hefur þessa kosti: Hún tryggir fyllsta lýðræði verkamanna í vali trún- aðarmanna. Hún gerir verkamenn almennt virka í starfi félagsins og tryggir hið nauðsynlega samband milli meðlimanna og forustunnar. Hún gerir verkamönnum auðvelt að skipta um trún- aðarmann, ef nauðsyn krefur. Hún treystir grunn samtakanna — einingu verka- manna á vinnustöðvunum. Á sköpun trúnaðarmannakerfis eru þó ytri erfiðleik- ar, eins og drepið var á hér að framan. Það eru hinar sífelldu breytingar ó vinnustöðvum, eða, ef svo mætti segja, skammlífi vinnustöðvanna. Þetta gildir einkum um algenga erfiðisvinnu og alla árstíðavinnu. Ráðið til að yfirvinna þessa erfiðleika virðist ekki vera nema eitt: Hver einasti launþegi verður að vera sannfærður um það, að fyrsta verkefnið, sem leysa þarf, þegar nýr vinnustaður er myndaður, er að kjósa trún- aðarmann. Hvar sem byrjað er á húsgrunni, síldarsöltun o. s. frv., hvar sem menn ráðast á skip, í verksmiðju o.s. frv., þarf fyrst og fremst að kjósa trúnaðarmann. Þetta er ekki sízt nauðsynlegt á skipum. Mér er það ljóst, að þetta krefst mikillar upplýsinga- starfsemi af hálfu Alþýðusambandsins og mikillar prak- tiskrar starfsemi af hálfu hverrar félagsstjórnar. En slíkt starf svarar kostnaði. Skipulagning lifandi, öflugs og hreyfanlegs trúnaðarmannakerfis á öllum vinnu- stöðvum til sjós og lands þýðir hvorki meira né minna en allsherjar eflingu verkalýðssamtakanna. Hér verður ekki farið út í verkefni trúnaðarmanna og störf þeirra, en sú ósk aðeins látin í Ijós, að forustu- menn verkalýðsfélaganna og áhugasamir verkamenn veiti spursmálinu um kosningu trúnaðarmanna á öllum vinnustöðvum verðskuldaða athygli. Þórður Kristjánsson verkamaður Fæddur 31. marz 1867 Dáinn 22. júlí 1943 Minning Þú ert nú til grafar genginn, gamall, lúinn verkamaður. Þér er hvíldin friðar fengin, framtíð bezt og dvalarstaður. Þér ég kynntist, þegninn góði, þrœldómsins við stritið forðum. Langar mig úr mögrum sjóði minnast þín í fáum orðum. Frábœr var þín fórnarlundin, fúsastur að hjálpa og iðja. Mörg var notuð nœturstundin nágrannana til að styðja. Heim að morgni verkin vinna, vékst ei hót frá dagsins önnum. Fyrir brauði þínu og þinna þáðir aldrei hjálp af mönnum. Ollum varstu trúr og traustur, tveggja starfi gerðir skila. Að líkamsbygging hetja hraustur, hjartað góða varð að bila. Vildir bœði í verki og orði velja úr kenning meistaranna, Enda var þinn andans forði afl frá hœðum dýrðarranna. Þakka vil ég, Þórður, alla þína tryggð á lífsins vegi. Lœt því nú á leiðið falla lítið blóm úr hjartans teigi. B. Á. Eggertsson frá Skiphyl. VINNAN 245

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.