Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 39

Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 39
 Sjómannaráðstefna AI þýðu sambaiií Is ins Sjómannaráðstefna AlþýSusambandsins var sett í Reykjavík 13. nóv. s.l. og stóð yfir í 5 daga. Mættir voru á ráðstefnunni 20 fulltrúar frá 15 sambandsfélög- um og sjómannadeildum víSsvegar af landinu. AS þessu sinni verSur ekki skýrt frá þeim ályktunum, sem gerðar voru á ráSstefnunni, því að flestar þeirra hafa þegar verið birtar í blöSum og útvarpi. Stjórn AlþýSusambandsins mun og síSar senda þær sambandsfélögunum til athugunar. Hér verSur þó lauslega drepið á helztu málin, sem rædd voru á ráSstefn- unni. Oryggismálin: I umræðum um þessi mál var lögS rík áherzla á það, aS fram- fylgt yrði til hins ítrasta settum reglum um öryggi á sjó, án írdnnstu linkindar gagnvart þeim, sem leggja eiga fé fram til útbúnaðar skipa og að eftirlitsmenn skipa verði óháðir með öllu viðkomandi atvinnurekendum. Yfirmenn skipanna voru og livatt- ir til þess að sjá um að örýggisútbúnaður og björgunartæki væru ávallt í sem beztu lagi og lög um samflot skipa haldin o. s. frv. Þá var og áherzla lögð á það, að öll skip, hvort sem þau sigla milli landa, eða með ströndum fram, væru nægilega mönn- uð, með tilliti til öryggis skipa og áhafna. Samþykkt var sérstök ályktun varðandi aldur og styrk skipa, sem keypt kynnu að verða til landsins o. s. frv. Dýrtíðarmálin: í dýrtíðarmálunum krafðist ráðstefnan raunhæfra aðgerða af hálfu hins opinbera og benti m. a. á eftirtaldar leiðir í þeim efnum: 1. Tollar á nauðsynjavörum almennings verði afnumdir. 2. Okri milliliða á atvinnuvegi smáútvegs- og fiskimanna verði af létt og þeim gefin tök á að fá nauðsynjar sínar við kostn- aðarverði. 3. Að núgildandi fisksölusamningur við Englendinga verði endurskoðaður og ofríki íslenzkra stórútgerðarmanna hnekkt í fisksölunni, en áhrif smáútgerðar- og fiskimanna aukin þar í þess stað svo sem mest má verða. Samrœming hlutakjaranna: I þessu máli, sem telja má eitt veigamesta mál ráðstefnunnar, var gerð all ítarleg ályktun, þar sem m. a. var lögð áherzla á eft- irfarandi: Hlutakjör sjómanna um allt land verði samræmd og hætt eftir föngum svo fljótt sem verða má. Stefnt verði að því, að þátttaka hlutamanna í útgerðarkostn- aði leggist með öllu niður og í þess stað komi hreinn hlutur, eða hundraðshluti af brúttó afla. Lágmarkstryggingu verði hvarvetna komið á meðal hlutasjó- manna. A, ARINBJÖRN ÁRNASON: í KVÖLD I kvöld er hljóð og kyrrlát stund um ögur, grund og yztu sund. Og skuggar flökta um skógarlund, Því nótt er björt af norðurljósum. Og haust með bliknuð blöð á rósum. Ég sit hér einn við opið svið og hljóður bið um horfin grið. Og nóttin öllum fœrir frið er sœlu og vœrðar svefnsins njóta. En þreyttir löngum þrautir hljóta. Þótt sérhvers dags sé dögun há er sorg á brá; metm sakna’ og þrá. Og sumra óskir aldrei ná — að rœtast; aðeins raunir margar. Og fátœkum. er fátt til bjargar. Því skipting arðs er Skuldar gjöld. Það myrkvast öld, og kólna kvöld. Og gullið ýmsum gefur völd, en snauðir löngum biðja’ og bíða. Og lítilmagnar lögum hlíða. V,_______________________________________________/ Skipulagsmálin: Ráðstefnan var sammála um að nauðsyn bæri til að samtök sjómanna víðsvegar um landið tækju upp lifandi og náið sam- starf sín á milli í ríkara mæli en nokkru sinni fyrr, og að eink- um yrðu sjómannasamtök hinna stærri verstöðva — þar sem fjöldi sjómanna úr ýmsum áttum er saman kominn —• að ganga vel fram í skipulagningu þessa samstarfs, m. a. með því, að starfrækja skrifstofur yfir vertíðartímann o. fl. Sem gestir voru mættir á ráðstefnunni fulltrúar frá F.F.S.I., þeir Halldór Jónsson og Henry Hálfdánarson og fulltrúi Mótor- vélstjórafélags íslands, Sveinn Jónsson. Samþykkti ráðstefnan m. a. tillögu frá Halldóri Jónssyni, þess efnis, að æskileg væri góð samvinna og gagnkvæmur skilning- ur milli Alþýðusambands Islands og Farmanna- og fiskimanna- sambands Islands um sameiginleg áhugamál beggja samband- anna. N r Alþýðusamband Islands óskar allri alþýðu til sjávar og sveita gleðilegra jóla og farsæls komandi árs v__________;__________________________________________________________/ VI N N A N 249

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.