Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 28

Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 28
ingsfrelsi tveggja stétta í landinu, sem sé kaupmanna- stéttarinnar og fátækustu og umkomuminnstu stéttar- innar, sem eru verkamennirnir.“ Lagafrumvarp Skúla var fellt við 1. umræðu með 12 atkv. gegn 11. En áhrif þess, að það kom fram, og að barizt var um það, hafa tvímælalaust verið mikil, ekki sízt í fyrra kjördæmi Skúla, Akureyri og Eyjafjarðarsýslu. End- urminningar þær, sem faðir minn, Olgeir Júlíusson, hefur skrifað niður urn Verkamannafélag Akureyrar- kaupstaðar, bera það líka með sér, að áhrifin af þess- ari baráttu verða vart ofmetin. Þá er og rétt að telja, að barátta bænda gegn skulda- þrælkuninni og okrinu, hafi haft nokkur áhrif á verka- menn á Akureyri um að fara af stað með félagsskap sinn. „Pöntunarfélag Eyfirðinga“ var þá stofnað fyrir nokkrum árum og auðvitað hefur verkamönnum sviðið, að geta ekki keypt nauðþurftir sínar svo ódýrt sem Pöntunarfélagið gat útvegað þær, heldur verða að fá allt „í úttekt“ hjá verzlunum. M. a. s. landbúnaðaraf- urðir urðu margir verkamenn að „taka út“ með á- lagningu kaupmannsins og má nærri geta, hvernig bæði bændum og verkamönnum hefur þótt að verða að greiða slíkan milliliðaskatt til kaupmannsins í stað þess að geta átt skipti saman sjálfir. Er og eftirtektarvert hve hliðhollir bændur hafa verið þessu verkamanna- félagi á Akureyri. Skal svo látið útrætt um baráttu þessa verkamanna- félags og tildrög þess, en að síðustu sagt nokkuð frá forvígismönnum þess, enda verðskulda þeir að nöfnum þeirra sé á lofti haldið í íslenzkri verkalýðshreyfingu, ekki sízt ef bað er svo, sem mestar líkur benda til, að þeir hafi fyrstir skapað verkalýðssamtök á landi hér. Sjómannafélagið Báran var sem kunnugt er ekki stofn- að fyrr en í nóvember 1894 og Verkamannafélagið á Seyðisfirði ekki fyrr en 1896. En um leið og ég læt hér fylgja nokkur æviatriði þeirra fimm manna, sem ætla má, að hafi verið í stjórn þessa félags, þá bið ég alla þá, sem enn kunna að lifa af þeim, sem skráðir eru á þeim nafnalista félagsmanna frá 1897, sem prentaður er með þessari grein, — og annars þeirra nánustu, er til málsins þekkja, — að skrifa mér sem fyrst það, sem þeir muna um félag þetta, helzt fyrir fimmtugsafmæli þess næsta sumar, því ég hef hugsað mér að birta það, sem þeir Lárus og Olgeir hafa fyrir okkur skrifað, þá, og bezt væri að fá sem mestan fróðleik um það sarnan áður en hann firnist. Stjórnendur fyrsta verkamannafélagsins á Islandi Jóhannes Sigurðsson hét hann, fyrsti formaður verka- mannafélags á Islandi. Það niunaði litlu, að nafn hans gleymdist. Faðir rninn sagði mér frá þessum manni og honum er það að þakka fyrst og fremst, að það lifir. En hann vissi á manninum engin deili, nema hvað hann kom frá Ameríku og fór til Ameríku. Síðan gat Ágúst gamli Jónsson sagt mér, að þessi Jóhannes hefði verið bókhindari hjá Friðbirni Steinssyni og verið ættaður frá Plólum í Laxárdal í Þingeyjarsýslu. Og þá tók Áskell Snorrason við frekari rannsóknum á málinu og náði þeim upplýsingum, er hér fara á eftir: Jóhannes Sigurðsson var fæddur 29. júní 1864 á Brettingsstöðum í Laxárdal. Foreldrar hans voru Sig- urður Eyjólfsson Sæmundssonar, frá Þverá í Laxárdal, og Arnbjörg Kristjánsdóttir frá Finnsstöðum í Kinn. Hann fluttist barn að aldri að Hólum í Laxárdal og ólst þar upp. Gekk hann í skóla hjá Guðmundi Hjalta- syni. Bókband nam hann ungur hjá Snorra Jónssyni á Þverá, föður Áskels, en bróður Benedikts á Auðnum. Til Ameríku fór Jóhannes 1888 eða ’89 og stundaði daglaunavinnu þar vestra í Minnesota. Er líklegt, að þar hafi hann haft kynni af verkamannasamtökum. Hann mun hafa komið heim árið 1893 og kom um sláttinn í Laxárdal, en dvaldi síðan á Akureyri við búðarstörf og bókband hjá Friðbirni Steinssyni, en var þó stundum á sumrum við heyskap á Hólum. Árið 1896 mun Jóhannes hafa farið til Austfjarða og dvaldist þá lengst af á Seyðisfirði. Þar kynntist hann Þorsteini Erlingssyni og urðu þeir miklir mátar. Jó- hannes var maður guðstrúarlaus, eins og Þorsteinn, en hafði hinsvegar mætur á sálmum. Segir svo eitt kvöld, er þeir gistu í sama herbergi, að Jóhannes hafi tekið með sér sálmabók til að lesa í rúminu og kvað þá Þor- steinn vísu þessa: Jóhannes með harðan haus hirðir lítt um trúna, samt fer hann ekki sálmalaus í sína hvílu núna. Jóhannes fór svo aftur vestur um haf um aldamót, líklega 1899 og stundaði þar daglaunavinnu framan af, í Minnesota og Norður-Dakota. Síðan flytur hann vestur að Kyrrahafi og stundaði þar smábúskap nálægt Seattle. Hann kvæntist skömmu eftir síðari vesturför- ina Ragnhildi Jónasdóttur úr Borgarfirði og eignuðusl þau tvær dætur, Sif og Málfríði. Jóhannes andaðist 14. nóv. 1917 að heimili sínu við Seattle í Bandaríkjunum. Kona hans er einnig dáin. Þeir, sem bezt muna Jóhannes, lýsa honum sem fjör- legum manni, skemmtilegum og áhugasömum. Hann hafi snemma verið bókhneigður, tnikið lesið, brotið heilann um lífið og tilveruna, verið fríhyggjumaður, viljað bæta kjör fátækra og álitið nauðsynlegt, að af- nema rentufyrirkomulagið. Hann mun hafa verið fá- tækur maður alla tíð. 238 VINNAN'

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.