Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 20

Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 20
ekki síður volksamf að koma vörunum úr skipunum langt utan af höfn í stórum og erfiðum uppskipunar- bátum. Bar og oft við að þeir sem í bátunum voru urðu holdvotir frá hvirfli til ilja, stundum oft á dag, ef veð- ur var stirt, sérstaklega þegar hvasst var af norðri. Það lætur því að líkum, að verkamenn hugsuðu í tvennum skilningi gott til þeirra framkvæmda, þegar loks hafði verið ákveðið að hefj ast handa um hafnargerð. Hér var um stórbætt vinnuskilyrði að ræða fyrir fjölda manna og stórum aukna atvinnu við mannvirkið sjálft. Og þessar vonir urðu að veruleika, þó að svo færi í byrjun, eins og algengt er hjá verkalýðnum, að lítið yrði um rósir, án þyrna. Það var danskt firma, Monberg, sem tekið hafði að sér í ákvæðisvinnu að byggja aðalgarðana tvo, sem fyrst voru byggðir, og var verkið hafið í marz árið T913. Danskur verkfræðingur, Kirk, sá um framkvæmdir verksins og réði hann íslenzka menn til vinnunnar. Einn af verkstjórum hans var danskur maður, Hansen að nafni, en auk þess hafði hann ráðið sænskan mann, Hermann Daníelsson, sem hér hafði verið um nokkur ár og annazt verkstjórn við grjótriámið í Eskihlíð. Hann var þaulæfður sprengingamaður og valdi til sín vönustu mennina, sem þá var að hafa í bænum til slíkrar vinnu, enda hafði hann góða aðstöðu til þess að þekkja þá úr, því að hann hafði verið verkstjóri við skurðgröftinn frá Gvendarbrunnum, er vatnsæðin var lögð til bæjar- ins, en fyrir henni varð að sprengja mikinn hluta leið- arinnar. Það var og hann sem stjórnað hafði á sínum tíma greftinum undir Rauðhólana, sem þá þótti nýstár- legt og merkilegt verk. Vinnan gekk vel í fyrstu. Tímakaupið var 35 aurar og þótti ágætt þá. Byrjað var á að sprengja grjót uppi í Eskihlíð, en jafnframt var hafin járnbrautarlagning niður að höfn. í fyrstu var lítið um vélaáhöld, borað var fyrir sprengiefninu með handborum, þ. e. áslætti með hömrum. Var svo grjótinu velt frá og oft langar leiðir, en það var vond vinna og erfið, því að oft varð að velta stórum björgum í bleytu og for. Reyndi því vinnulag þetta mjög á þol manna, en einkum þó hinna eldri, sem farnir voru að lýjast. Seinna varð breyting á þessu, því að þá voru settar upp lyftur (kranar ) til þess að færa grjótið og koma því á brautarvagnana. En það var fyrra vinnulagið, sem, ef til vill, átti mestan jiáttinn í þeim átökum, er síðar urðu milli verkamanna og akkorðs-taka og sem leiddu til þess að lokum, að verkamennirnir gerðu verkfall það, sem hér ræðir um. Það var tæplega liðinn mánuður frá því að vinna hófst við grjótnámið, þegar verkamennirnir, sem að því unnu, voru dag nokkurn kvaddir til fundar við að- stoðarverkfræðing Kirks, en honum hafði verið falið að tilkynna okkur verkamönnunum hvernig vinnu og kaupgreiðslu skyldi framvegis hagað. Var boðskapur þessi á þá leið, að kaup skyldi almennt vera 35 aurar um tímann (það hafði sumstaðar farið niður úr því, að minnsta kosti í einum flokki). Vinna skyldi hefjast kl. 6 að morgni og tvær klukkustundir vera til máltíða, kl. 9—10 og 2—3, en það var hinn venjulegi matmáls- tími. Unnið skyldi að minnsta kosti til kl. 6 að kvöldi og lengur, ef þörf þætti, jafnvel fram til kl. 8, eða með öðrum orðum eftir ástæðum og ákvörðunum verktaka. Sama kaup skyldi greitt fyrir þá tíma, sem unnir væru eftir kl. 6 og yfirleitt hvenær og hvar, sem unnið væri. Boðskapur þessi vakti að vonum nokkra undrun með- al okkar verkamannanna, sem þarna unnum, því að ís- lenzkir atvinnurekendur höfðu þá viðurkennt fyrir nokkru 10 stunda reglubundinn vinnutíma á dag. Væri lengur unnið en 10 stundir, skyldi greitt fyrir það sér- stakt eftirvinnukaup, sem að sjálfsögðu var hærra en dagkaupið. Þá'var og þess að gæta, að grjótnámið í Eskihlíð var svo erfið vinna, meðan ekki voru notaðar vélar til þess, að yrði vinnutíminn lengdur, hlaut afleið- ingin að verða sú, að ekki myndu þola vinnuna aðrir en hraustustu menn á bezta aldri; rosknum mönnum og lingerðum yrði meinað á þennan hátt að njóta vinn- unnar, eins og fyrr var getið. En verkfræðingurinn danski spurði ekki um vilja verkamannanna. Þetta var valdboð, sem gilda átti og jók það ekki síður óánægjuna. Menn ræddu nú málið sín á milli, fáir að vísu í fyrstu, en brátt var tekin ákvörðun um að boða skyldi til fundar með þeim verkamönnum, sem unnu í hafnar- vinnunni. Var fyrst haldinn fundur með þeim, er til náðist og þar samþykkt einróma að boða til allsherjar- fundar daginn eftir, en það var sunnudagur. Ennfrem- ur var samþykkt tillaga á þessum fyrri fundi verka- manna, þar sem eindregið var lagt til að vinnan yrði stöðvuð, þar til náðst hefðu samningar um sömu kjör að minnsta kosti og í gildi væru hjá íslenzkum atvinnu- rekendum. Á tilskyldum tíma var svo fundur haldinn, eða réttara sagt, fundir, og stóðu þeir yfir það sem eftir var dags og mestan hluta nætur. Á fundinum mættu flestir þeir, sem byrjaðir voru í vinnunni og auk þess stjórn Verka- mannafélagsins Dagsbrún, en málið var þó komið á þennan rekspöl, án þess að hún hefði verið til kvödd: verkamennirnir höfðu sjálfir hafizt handa þegar í stað. en aðeins nokkur hluti þeirra var þá í Dagsbrún, senni- lega minni hlutinn. Þó má geta þess, að stjórn Dags- brúnar var okkur sammála um málið og féllst að fullu á aðgerðir okkar í því, enda studdi hún okkur eftir föngum. Stjórnina skipuðu þá: Pétur G. Guðmundsson. sem var formaður, Sighvatur Brynjólfsson tollþjónn. Ottó N. Þorláksson, Guðmundur Guðmundsson, Brekku- stíg 1 og Jón Jónsson, seinna kenndur við Hól. 230 V IN N;A N

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.