Vinnan


Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 15

Vinnan - 01.12.1943, Blaðsíða 15
að bryggjunni, stigu einkennisbúnir þjónar laga og réttar um borð og buðu þeim fylgd sína og vernd. Var síðan haldið sem beinust leið liggur til húss þess, sem í daglegu tali er nefnt tugthús. Þar var aðkomumönn- um púttað inn og jafnframt lögð fram kæra á hendur þeim fyrir hið framda ofbeldisverk. Var það ekki gert samkvæmt fógetaúrskurði, því að fógetavaldið var ekki viðstatt, heldur til þess að framkvæma vilja og rétt- Iætiskennd fólksins, sem í raun og veru hafði á augna- blikinu tekið öll völd í bænum í sínar hendur. (Sjá 2. tnynd). Var athöfn þessi öll ljósmynduð svo sem vera bar um jafn sögulegan atburð, og óskipta athygli vakti hann, enda var mannmargt eftir þetta við „Sleininn” þennan dag. (Sjá 3. mynd). Frumkvæðið var nú í höndum ísfirðinganna. Flutti Hannibal sig nú um set, yfir í Samvinnufélagsbátinn. mannaðan Isfirðingum, er ekki vildu láta málið á sig ganga. Var síðan lagt úr höfn og ferðinni heitið til Bolungarvíkur. Viðbúnaður í Bolungarvík Nú víkur sögunni aftur til Bolungarvíkur. Ojafnað- armönnunum þar bárust að sjálfsögðu símleiðis fregn- ir af óförum sinna manna og hin hörmulegu endalok herferðarinnar og það með, að Hannibal væri á ferð- inni margefldur og mundi hugsa til landgöngu á ný. Ekki mun hafa skort fryjunaryrði skoðana- og stuðn- ingsbræðranna ísfirzku, sem fregnina sendu, enda var því nú heitið, að taka ærlega á móti og láta hvergi undan síga. Að afstöðnum miklum liðssafnaði og fundahöldum lagði svo allur skarinn niður á brimbrjót strax og sást til bátsins. Var því heitið að kasta hverjum þeim í sjó- inn, er vogaði sér í land. Vöktu aðfarir þessar ekki minni athygli í Bolungarvík en ísafirði, þótt ekki væri myndataka viðhöfð, enda var nú farið að rökkva. Hverju mannsbarni í þorpinu var ljóst, að til stórtíð- Hannibal Valdimarsson inda gat dregið og þótti mörgum nóg um. Ekki voru allir þeir, sem niður brimbrjótinn fóru að þessu sinni, stuðningsmenn ofbeldismannanna, eins og líka vænta mátti og síðar kom í ljós. A Isafirði biðu menn með miklum spenningi eftir fregnum af landgöngunni og hvort hún mundi takast. Einnig gengu miklar trölla- sögur um bæinn af hinum væntanlegu votu móttökum. Bolvíkingar höguðu því þannig til, að ógerningur var fyrir bátinn að leggjast annars staðar að brim- brjótnum en fremst. Þar var aftur á móti haft alveg autt svæði og var þar ekkert handrið né veggur, er orðið gæti mönnum til hlífðar. Litlu ofar stóð svo liðssafn- aður heimamanna og myndaði Jrráðbeina víglínu þvert yfir brimbrjótinn og upp eftir honum öllum og var hópurinn allur á að gizka fjórfaldur á við það, sem á bátnum var. Hernaðaráætlunin var greinilega sú, að hleypa bátsmönnum upp á bryggjusporðinn, ef þeir þá þyrðu það, og láta svo leikinn fara þar fram og þarf þá ekki neinum getum að því að leiða, hvert hann átti að berast né hver örlög biðu þeirra, sem fámenn- ari voru. Hvíldin Fylkingar renna saman Þegar bátsverjar nálguðust brimbrjótinn, varð þeim að sjálfsögðu Ijóst, hvað í vændum var. Engin ráða- gerð fór fram um það, hvað gera skyldi. Ollum var ljóst, að til baka mundi ekki verða snúið, en í land farið og séð til hverju fram yndi. Um leið og lónað var að bryggjunni voru sjóslöngur bátsins teknar fram og maður settur við hverja slöngu. Stóðu þeir fram á og héldu um stútana, eins og væru þeir slökkviliðsmenn. Fór þetta að sjálfsögðu ekki framhjá þeim, sem í landi voru og leizt þeim nú ekki á blikuna. Þeir höfðu ekki hugsað sér að vökna sjálfir. Það var öðrum ætlað. Þeir, sem ekki höfðu öðrum störfum að gegna um borð, hlupu nú í land og til móts við heimamenn, sem, eins VI N N A N 225

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.