Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 3

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 3
^iititlilliliimittitiiliitiiiiitiitir^ !l1<ll<lllltllllllllllllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIII KONUR! 1 þessum hluta ritsins er lestrarefni fyrir konur. IIMIMIMMIIMIIIIIIMIIMII 111111111)11111111! osv 1. HEFTI REYKJAVlK NÓVEMBER 1949 GUÐMUNDUR KAMBAN: SPUNAKONAN J JARtíBRJÖSTIN rennur regnið vœgt, og rósbörnin sjúga í sig þrótt. Rökkrið er brumað, og lnægt og hœgt úr húmknappnum útsprungin rauða-nótt. Nú smá-þagnar rokksins bt-bí og blaka, þeir blunda sem vaka, þeir þegja sem kvaka — og það gerir hljóðið svo hljótt. Mín örlaga-nótt! Ég þekki þig! Og það eftir sextán ár! Þá var það, hann kom og kvaddi mig: hann kraup mér að skauti — ég strauk hans hár. Ævilangt gat ég lagt ást hans í hlekki, ég átti vald, sem ég notaði ekki: innibyrgð, ógrátin tár. Hafið þið séð hvernig sælan er lit? þá sáuð þið augun hans. Heyrt varir gefa’ orðunum vængja þyt, veikt eða sterkt: Það var röddin hans. Og líkt eins og hvítbráðið steypustálið, sem storknar við deigluna’, ef slökkt er bálið, svp fundust mér faðmlögin hans. Ég hef elskað mig fríða við andlit hans, ég hef elskað svo loftið varð heitt. Mitt fótmál var létt, eins og fótmál í dans, mér fannst það allt heilt, sem var áður meitt. Mér fannst það allt glatt, sem var grátið áður, og gildi heimsins var meira en áður: að elska var lífið eitt. 9 9 9 1

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.