Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 25

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 25
©g hversu ástúðlega hin göfuga kona, sem hún hafði búið hjá hafði tekið á móti henni. Mar- tuccio skildi svo við hana, er þau höfðu talað lengi saman, og fór á fund konungs, er hann svo sagði frá stúlkunni, og bætti við að hann hefði í hyggju að kvong- ast henni, samkvæmt lands- lögum, ef kóngurinn vildi gefa sitt samþykki til þess. Kóngurinn varð mjög undr- andi, og er hann hafði látið kalla stúlkuna á sinn fund og hún staðfest sögusögn Martuc- cios í einu og öllu, sagði hann: 1— Þú hefur sannarlega til þess unnið að fá þennan mann. — Því næst lét hann bera fram dýrmætar gjafir, sem hann skipti milli hennar og Martuc- cios og gaf þeim jafnframt leyfi til að gjöra hvað sem þeim þókn- aðist. Martuccio sýndi frúnni göf- ugu og góðu, sem Gostanza hafði dvalið hjá, mikinn heiður og gaf henni viðeigandi gjafir sem þakklætisvott fyrir þá um- hyggju, er hún hafði sýnt ást- mey hans. Því næst fól hann hana guði á vald og kvöddu þau Gostanza hana með þakklætis- tárum. Með leyfi konungs fóru þau svo um borð í skip nokkurt og fór Carapresa með þeim. Sigldu þau síðan hraðbyri til Lipari, og þar fengu þau þær móttökur, er engin orð fá lýst. Síðan héldu þau brúðkaup sitt með rausn og prýði og lifðu lengi saman í ást- ríku og hamingjusömu hjóna- bandi, í sátt og samlyndi. Korinþska skrauthliðið. Frarrih. af bls. 4. sjá hann aftur. En Harry hafði fengið orlof til þess eins að trú- lofa sig, og hann dansaði allt kvöldið við unga stúlku og lét sem hann sæi mig ekki. Þegar ég ók heim af dansleiknum um kvöldið, grét ég. Svo kom ég hingað heim að húsinu. Eg fann, að ég leit hræðilega út, öll grátbólgin, og ég þorði ekki að láta þig sjá mig svona útlít- andi. Ég lézt hringja og sendi ekilinn burtu, því næst hallaði ég mér upp að annarri súlunni, og þannig stóð ég lengi. Eg kjökraði. Það var hellirigning. Ég vissi, að þú varst líka að hugsa um aðra, og mér fannst lífið óbærilegt. Mér fannst öllu lokið. Þetta er það, sem litla skrauthliðið, sem nú á að fara að rífa, minnir mig á. Barchester lávarður, sem hafði hlustað á hana af mikilli samúð og athygli, tók blíðlega undir arm hennar. — Nú veit ég, hvað við ger- um, sagði hann. — Þetta skraut- hlið er sem legsteinn á gröf minninga þinna, og áður en það er rifið, skulum við fara og kaupa fáein blóm og leggja þau þarna upp á þrepið. Gömlu hjónin fóru í blóma- búð og komu aftur með fáein- ar rósir, sem þau lögðu við fót- stalla korinþsku súlnanna. Dag- inn eftir var skrauthliðið horfið. 9 9 9 23

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.