Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 16

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 16
ilinn eftir H. C. Andersen. Mamma hefur sagt Erlu það marg sinnis: „Engill guðs tína bóm, drengurinn veikur og drengurinn fá bóm — drengur- in fljúga hátt, hátt upp í him- ininn.“ — Okkur Erlu líður svo vel saman. Við borðum morgun- verð úti á veröndinni og Erla borðar kökur og ávaxtasultu, aðallega ávaxtasultu. Erla hjálpar til við að bera á borð- ið og hún aðstoðar við uppþvott- inn. Ég lána henni sunnudags- svuntuna mína. Hún nær alveg niður á gólf. „Fínt“, segir Erla og brosir, og hún fær lánuð armbönd og hringi. Hún tekur hringina og setur þá upp og segir: Erla á þetta, Erla fín. — Svo sitjum við á bekkn- um í sólskininu. Við horfum út á sjóinn, og Erla bendir á alla bátana. Bátana hennar Erlu. Erla á allt, sem er í kringum hana, allt nema bómin um- hverfis kofann minn, frú Strandebo á þau, það veit Erla. Hún lítur á mig með alvarlegu augnaráði: „Ekki snerta bóm- in, bómin hennar frú Strande- bo.“ Öðru hvoru rennir hún sér niður af bekknum og gengur að blómunum. „Erla segi ég, „þú veizt, að þú mátt ekki snerta blómin,“ og Erla endurtekur: „Ekki snerta bómin, bómin hennar frú Strandebo. Ekki heldur bóm drengjanna.“ Erla nær í ævintýrabókina og við förum að lesa ævintýri — aðal- lega Erla, því að hún kann flest utan að. Erla segir mér söguna af Hans og Grétu og Rauðhettu, og hún biður mig um að syngja og ég syng fyrir hana. Þá brosir Erla. Einn sunnudag var Erla í nýjum kjól og þessvegna kom hún óvenjulega snemma til þess að sýna mér hvað hún væri fín. Eg heyrði hana masa og syngja fyrir utan eins og vanaltíga: Súkkulaði, sælgæti, bóm. Ekki frænku bóm, ekki heldur bóm drengsins. Ég lá kyr og beið — en Erla kom ekki. Það var stein- hljóð. Ég fór á fætur og leit út, og í miðju blómahafinu hennar frú Strandebo stóð Erla — með svuntuna fulla af blómum, rós- um og valmúum — stönglarn- ir stóðu auðir eftir. „Hvað er að sjá þetta Erla, hvað hefur þú gert?“ Hún missti öll blómin niður á jörð- ina. Hún horfði ráðalaus á mig, en svo tók hún upp eina rós: „Setja hana aftur á, ekki snerta bómin, bómin hennar frú Strandebo“, og með litlu hend- inni sinni reyndi hún að koma rósinni á stilkinn. Hún gerði margar tilraunir, en þegar þær mistókust, safnaði hún mestu af blómunum í svuntuna sína og hljóp upp á hól, „fela bómin. kasta bómunum — og hún kast- aði þeim bak við stóran stein. Svo reitti hún handfylli sína af grasi og kastaði því yfir blóm- in. „Frú Strandebo sér ekki — sér ekki bórnin.' En það var þýðingarlaust, grasið hvarf á milli blómanna — og hún gafst upp. Ég vissi ekki, hvað ég átti að taka til bragðs. Hún stóð þarna og horfði svo hrygg og alvarleg á mig. „Hvað heldurðu að frú Strandebo segi,“ sagði ég, „nú verður hún vond við okkur, heldur þú það ekki, Erla?“ Þá fór Erla litla að gráta: „Ekki koma og taka mig — ekki 14 9 9 9

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.