Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 34
KVIKMYNDAOPIMAIM
1111111111 ii iiiiiiiinmiiiii iiiiiiiiiiiinimi iiiiiiiiiiimiii n m n n
TJARNARBÍÓ
Sagan
af Al Jolson
Aðalhlutverk: Larry Parks
og Evelyn Keyes.
Leikstjóri: Alfred E. Green.
Gerð af Columbia.
Til skamms tíma var A1 Jol-
son einn vinsælasti söngvari
Bandaríkjanna.
Vinsældir hans voru gífur-
legar. Frami hans á listamanns-
brautinni var æfintýri líkastur.
Nú hefur Columbia látið gera
kvikmynd af lífi A1 Jolsons, sigr-
um hans á sviði listarinnar og
sigrum og ósigrum í einkalífi
hans.
Larry Parks leikur Jolson, og
gerir það aðdáanlega vel, að sögn
þeirra, sem þekkja Al. Jolson.
Evelyn Keys leikur konu Jol-
sons og er leikur hennar éinnig
framúrskarandi.
Fjöldi alþekktra og vinsælla
söngva er sunginn í myndinni
af Larry Parks og segja þeir,
sem til þekkja, að enginn mun-
ur sé á honum og A1 Jolson
sjálfum. Meðal þessara laga eru:
,,Swanee“,
„California, here I come“,
,,My Mammy“,
imiiiMiimmiinmuMimiMiMuuimHiMtiiinmii
Evelyn Keyes
GAMLA Bló
Anna
Karenina
Aðalhlutverk: Vivien Leigh,
Sir Ralph Richardson og
Kieron Moore.
— Leikstjóri: Julian Duvivi-
er. — Gerð af London Film.
Skáldsagan „Anna Karenina“
eftir rússneska stórskáldið Leo
Tolstoy er eflaust ein mest lesna
ástarsaga heimsbókmenntanna.
Nýlega hefur hún birzt í ísl.
þýðingu á vegum Bókaútgáfu
Menningarsjóðs. Eins og að lík-
um lætur hefur sagan verið
kvikmynduð, og það oftar en
einu sinni. Kunnastar eru tvær
kvikmyndir, sem Greta Garbo
lék í, þögul mynd gerð 1927 og
talmynd 1935.
Nú hefir Gamla Bíó fengið
nýja stórmynd, sem gerð hefur
verið eftir sögunni af London
Film, kvikmyndafélagi Sir Alex-
ander Korda. Hefur hann ekk-
ert sparað til þess að myndin
gæti orðið samboðin sögu Tol-
stoys. Til að stjórna töku mynd-
arinnar réði hann Julien Duvivi-
er, einn fremsta leikstjóra
Frakka. Þá vandaði hann eigi
síður val leikaranna í öll hin
veigameiri hlutverk. Vivien
Leigh fékk hann til að leika
aðalhlutverkið. Eins og kunnugt
er varð hún fræg fyrir leik sinn
í myndinni „Á hverfanda hveli“,
síðan hefur hún aðeins leikið 1
örfáum myndum, en allt hafa
það verið úrvalsmyndir: „Lady
Hamilton", Sesar og Kleópatra“
og „Waterloo brúin.“ Leikur
liennar í „Anna Karenina" mun
verða flestum ógleymanlegur.
Með, örnur aðalhlutverk í
myndinni fara þeir Sir Ralph
Richardson, sem leikur eigin-
mann Önnu, Alexei Karenin, og
Kieron Moore, sem leikur Vron-
sky greifa, elskhuga hennar.
Ralph Richardson er einn af
fremstu leikurum Englendinga,
sem hefur undanfarin ár, á-
samt Laurence Olivier, stjórnað
hinum fræga „Old Vic“ leik-
flokki. Árið 1947 voru þeir báð-
ir aðlaðir af Bretakonungi fyrir
leikafrek'sín. Kieron Moore er
ungur og lítt þekktur leikari.
„Goodbye my bluebell“,
„Liza“,
„You made me love you“,
„I want a girl“,
„There’s a Rainbow Round
My Shoulder“,
„Rock-A-Bye your baby“,
og mörg önnur.
Myndin er talin ein fremsta
músik-mynd á sínu sviði, sem
framleidd hefur verið í Banda-
ríkjunum.
Tjarnarbíó fær þessa mynd á
næstunni, og verður hún senni-
lega jólamyndin í ár.
Vivian Leigh
og Sir Ralph
Richardson