Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 13

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 13
legt. Og fólk getur líka verið unglegt, þó að það sé ekki mjög grannt. Hárgreiðsla og „make-up“ á að fara eftir höfuðlaginu. Margar stúlkur nota alltaf sömu greiðslu. Þær halda, að þeim geti ekki f arið vel að greiða sér öðruvísi. En það er oftast misskilningur, því að það er hressandi og yngjandi, að breyta um greiðslu. Setjist þér niður fyrir framan spegilinn og gerið tilraunir með nýja greiðslu, en byrjið á því að athuga, hvern- ig andlit yðar er, hverskonar höfuðleg þér hafið og hvernig hálsinn er! Það byggist nefni- íega á þessu, hvaða greiðsla fer yður bezt! Ef þér eruð breiðleit, eigið þér ekki að undirstrika það með því að greiða hárið að eyrun- um, þér eigið heldur að greiða yður slétt og hafa hnút í hnakk- anum. Ef til vill fer yður vel að skifta í miðju, einkanlega ef Iangt er á milli augnanna. Ef þér eruð langleit, eigið þér ekki að greiða hárið upp á höf- uðið, en reyna að vega á móti því með hári við eyrun. Skiptið til hliðar eða alls ekki. Ef þér eruð kringluleit, er bezt fyrir yður að greiða hárið upp á höf- uðið í krullum, en sennilega fer Claudette Colbert-greiðslan yð- ur ágætlega. Toppur á bezt við hátt enni, en ef það er hreint og fallegt, er ef til vill skaði að fela það. Ef þér hafið stuttan háls, fer yður illa að vera með sítt hár (sem er ekki heldur í tízku), því að þá sýnist hálsinn enn styttri. Klipnið hárið fremur stutt og krullið það neðst í hnakkanum eða notið slétta hnakkaspennu. Gætið þess ávallt, þegar þér veljið yður greiðslu, að enda þótt þér sjáið hana aðallega framan frá í speglinum, þá sjá aðrir hana engu síður frá öðr- um hliðum. Þess vegna er þýð- ingarmikið að nota hnakkaspeg- il. Margar konur hafa fremur flatan hnakka. — Það er hægt að bæta úr því með því að krulla hárið á réttum stað og gera hnakkann þar með ávalari. Hvað ,,make-up“ snertir, þá verður líka að taka tillit til lög- unar andlitsins, sérstaklega ef farði (rouge) er notaður. Ef andlitið er lítið, á að setja farð- ann langt út á vangann, næst- um því út á kinnbeinið, en breitt andlit sýnist minna, ef farðinn er settur neðar og innar. Það er um að gera, að litaskiptin séu mild, en ekki áberandi. Auga- brúnirnar hafa mikla þýðingu fyrir andlitssvipinn; það má mjókka þær (aldrei með rak- vélablaði! alltaf með pinsettu) og gera þær dekkri. Það er hægt að fá augabrúnirnar litaðar á hárgreiðslustofum, en það er líka hægt að gera það sjálf, með bursta og þar til gerðum lit. Ef þér vitið það með sjálfri yður, að þér séuð snyrtileg og glæsileg kona og það muni fara yður vel, að gera tilraunir með augabrúnirnar, þá skuluð þér gera þær. Þegar Marlene Die- trich fer svo vel að hafa auga- brúnir eins og fuglsvængi, þá er það einmitt af því að hún er — Marlene Dietrich. Maður nokkur sagðist ekki vilja sjá nema ljóshært kvenfólk, af þvi að hann væri svo myrkfælinn. 9 ? 9 11

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.