Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 24

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 24
irnir fái ekki tækifæri til að haga sér eftir því. Ástæðan til þessa er sú, að þegar bæði óvin- irnir og yðar menn hafa skotið öllum örvum sínum, verða óvin- irnir neyddir til að safna sam- an þeim örvum, sem yðar menn hafa skotið og vorir menn óvin- anna, en þá geta óvinirnir ekki notað yðar örvar, vegna þess að mjóu skorurnar verða ekki nógu stórar fyrir þeirra grófu strengi. En yðar bogmenn geta aftur á móti hæglega notað örv- ar óvinanna þrátt fyrir stærri skorur. Á þennan hátt getið þér haft nægilegar örvar, meðan ó- vinirnir hafa enga eftir. Kóngurinn, sem var greindur maður, féllst á þessar ráðlegg- ingar, sem Martuccio gaf hon- um og vegna þess að hann fór nákvæmlega eftir þeim, tókst honum að vinna stríðið. Að sjálf- sögðu var Martuccio í hávegum hafður og hlaut aðdáun kongs- ins og varð auðugur og voldug- ur maður. - Orðrómur um þetta barst um landið þvert og endilangt og einnig til eyrna Gostönzu sem þannig fékk að vita, að Martuc- cio Gomit væri enn á lífi, enda þótt hún hefði fyrir löngu síð- an grátið yfir því að hann væri dáinn og gamla ástin lifnaði að nýju og vakti nýjar vonir. Hún sagði því næst hinni ágætu hús- móður sinni frá öllu saman og að sig langaði svo til að fara til Tunis og fá að sjá með eig- in augum þann, sem hún hefði nú heyrt talað um. Gamla frúin dáðist að óskum hennar, eins og hefði hún verið móðir hennar, fylgdi henni um borð í skipið og fór með henni til Tunis. Er þangað kom, kom hún Gostönzu fyrir hjá ættingjum sínum, er tóku ágætlega á móti henni. Caraprase hafði einnig farið með þeim og var hún nú send út af örkinni til að fá fréttir af Mar- tuccio, og urðu þær himinlifandi glaðar, er þær fréttu að hann væri orðinn mikill maður. Eldri konan vildi nú verða til þess að segja Martuccio að Gostanza væri komin til landsins vegna hans og fór hún því og heim- sótti hann einn dag og sagði við hann: — Martuccio, einn af þjónum þínum frá Linari hefur komið og heimsótt mig af því hann óskar eftir að mega tala við þig í einrúmi. Þess vegna hef ég samkvæmt óskum hans ekki viljað trúa neinum öðrum en sjálfri mér fyrir að færa þér þessi boð. Martuccio fylgdi henni heim til hennar. Strax, er unga stúlk- an sá hann, varð hún svo glöð, að hún gat engu orði upp stun- ið en aðeins faðmað hann að sér og þrýst honum að hjarta sínu. En hugsunin um allt það mótlæti, er hún hafði orðið að þola og þá sælu, er hún nú fann, gerði hana hljóða, svo að hún gat aðeins grátið heitum gleði- tárum. Martuccio var sem þrumu lostinn og andvarpaði. — En Gostanza mín, er það mögulegt að þú sért lifandi enn- þá. Eg sem hefi heyrt fyrir löngu síðan að þú værir horfin, og heiman vissi enginn neitt um þig, — og svo faðmaði hann hana að sér og kyssti hana og felldi heit og hljóðlát tár yfir þeirra sæla endurfundi. Gostanza sagði honum nú allt það, sem á dagana hafði drifið 22 9 9$

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.