Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 12
LIS BYSDAL:
Eg vil vera ung.
VIÐ erum allir búnir vissum
kostum frá náttúrunnar
hendi og getum ávaxtað þá vel
eða illa. Það borgar sig að láta
kostina njóta sín, t. d. með því
að láta bera sem mest á fallegu
hári og klæðast kjól, sem lætur
mittið koma vel í ljós — ef mað-
ur hefur þá fallegt mitti! Þetta
ættu að vera sjálfsagðir hlut-
ir, en það er minnzt á þá hér,
af því að mörgum sést yfir þá
eða vanrækja þá.
Hitt er svo annað mál: Haf-
ið þér gert yður ljóst, hvers kon-
ar „týpa“ þér eruð og reynið
þá að láta hana njóta sín sem
bezt? Fáar okkar eru svo sér-
kennilegar, að það sé hægt að
skipa okkur í ákveðinn flokk,
kalla okkur Gretchen-, Ma-
donnu- eða Carmen,,týpu“, o. s.
frv., en auðvitað getur það átt
við um sumar konur, og þá eiga
þær að láta sérkennileik sinn
koma sem bezt fram, svo sem
með hárgreiðslu, kjólum, skóm,
höttum o. s. frv.
Nei, þegar við tölum um „týp-
ur“, verðum við að ræða um
þær í víðari merkingu. Eftir-
taldar ,,týpur“ eru mjög al-
gengar:
1. íþróttastúlkan. Hún hreyf-
ir sig rösklega, er hagsýn, kát
og ef til vill dálítið drengjaleg.
2. Kvenlega, viðkvæma stúlk-
an, sem er veikbyggð og þarfn-
ast hjálpar og stuðnings.
3. Móðurlega stúlkan, sem
oft er nokkuð feitlagin og
10
,,mömmuleg“, en skortir einatt
glæsileik.
Það er ljóst, að þessar „týp-
ur“ og margar aðrar, geta notið
sín vel eða illa, og það er hægt
að bæta úr miklu með dálítilli
hugkvæmni, en lítilli fyrirhöfn.
Mesta hættan fyrir íþrótta-
stúlkuna er sú, að hún líkist karl-
mönnum um of. Ef til vill mál-
ar hún sig ekki og gengur stutt-
klippt, af því að henni þykir
það þægilegt. En ætlunin er þó
ekki að líkjast pilti, heldur vill
hún vera rösk og falleg stúlka.
Þess vegna verður hún að hugsa
vel um andlit sitt, enda þótt hún
eigi að velja daufan lit á varir
og neglur. Hárið má gjarna vera
stutt, ef það liggur smekklega.
Kvenlega stúlkan getur haft
mikla möguleika. Hættulegast
fyrir hana er að vera leiðinleg.
Það er ekki nóg að vera kven-
leg og fíngerð, — það er ekki
einkenni æskunnar og ekki alveg
eðlilegt! Karlmenn verða oft
leiðir á teprulegum stúlkum.
Þessi „týpa“ þarf að lífga sig
upp, bæði með hárgreiðslu og
réttu kjólavali.
Móðurlega stúlkan þráir oft-
ast að vera grennri, og það er
rétt, því að fólk sýnist eldra,
ef það er holdugt! En maður
má ekki megra sig of snögglega,
því að það hefur þær afleiðing-
ar, að andlitið verður þreytu-
$59