Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 19

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 19
í síðara hjónabandi mínu er það mér stöðugt gleðiefni, hvernig maðurinn minn lítur á peningamálin. Hann hefur þá skoðun, að vinna mín á heim- ilinu sé engu þýðingarminni en starf hans, og þess vegna hef ég auðvitað sama rétt og hann til þess að nota það sem ég þarf af tekjum hans, sem að vísu eru ekki miklar, en öruggar. Ég hef jafnvel minni peninga milli handa nú en ég hafði í fyrra hjónabandi mínu. — En ég fæ peningana á eðlilegan hátt og það gerir gæfumuninn. Ég finn, að maðurinn minn virðir mig, og þess vegna þykir mér innilega vænt um hann og er hamingju- söm með honum. Tvígift. Maðurinn minn ræðir aldrei um ágalla mína við aðra. Hvers vegna elska ég mann- inn minn ? Af því að hann bregst mér aldrei og kemur alltaf heið- arlega fram í minn garð! Þeg- ar við hittumst fyrst fyrir 33 árum, var það þessi hollusta hans, sem hreif mig. Við höf- um nú verið gift í 24 ár, og hann minnist aldrei á galla mína og breyzkleika við aðra. Hann er oft á annari skoðun en ég — en hann níðist aldrei á mér fyr- ir það. Ef til vill elska ég hann líka af því að við erum svo ólík. Við erum ólík að skapgerð og höf- um mismunandi áhugamál og lífsskoðanir. En um eitt erum við sammála: að það sé sam- hengi í lífinu — og þar að komi að lokum, að hið góða sigri. 49 ára. Ástin kviknaði eftir giftinguna. Þegar ég var að svara spurn- ingunni: „Hvers vegna elska ég manninn minn?“, hverfur hug- urinn ósjálfrátt til æskuáranna og ástarinnar. En ég er nú orð- in 51 árs og maðurinn minn 68, og við höfum þolað súrt og sætt saman í 30 ár. Þegar ég giftist manninum mínum um tvítugt, var það ekki af því að ég væri sérstaklega ástfangin af honum, en ég virti hann sem góðan og göfuglyndan mann, og við gift- um okkur eftír þrÍP'o‘ia mánaða kunningskap. Ég hélt, að ég gæti byggt hjónaband á þessum grunni. En það gekk ekki vel fyrstu árin og oft munaði litlu, að illa færi. En það er ekki hægt að komast hjá að láta sér þykja vænt um góða manneskju, og þegar frá leið, varð ég innilega hamingjusöm og líf mitt hefur orðið æ hamingjusamara, eftir því sem lengra hefur liðið. Maðurinn minn er eins og fólk flest, ef til vill dálítið ófríður í augum annarra, greindur í með- allagi og enginn samkvæmis- maður, en öllum kunningjum okkar fellur vel við hann, því að hann er svo mikið góð- menni. Það fer vel á með okkur. Hann hvetur mig til að taka þátt í félagslífi og skemmta mér með kunningjakonum mínum, en hann er alltaf feginn, þegar ég kem heim. Hann er aldrei af- brýðissamur. Hann er alltaf að fullvissa mig um að honum þyki vænt um mig, enda sýnir hann mér það með hjálpsemi sinni á margan hátt. Við eigum vel sam- an á kynferðisviðinu — og ég held að það hafi mikla þýð- ingu. 2 9 2 17

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.