Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 15

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 15
HELGA-MARIE BENTOW: SYNDAFALL. T>ráðum verður Erla þriggja ára, og Erla segir, að nú séu ekki margir miðar eftir að afmælisdeginum hennar. Á hverjum morgni klifrar Erla upp á eldhúsbekkinn og tekur dagatalið niður. Mamma verð- ur að flýta sér að rífa af, svo að afmælisdagurinn hennar Erlu komi fljótt, og hún spyr mömmu, hvort hún megi ekki rífa marga miða af. Hversdagslega gengur Erla í samfestingi, og Erla leikur sér við Wenche og Grétu og fressköttinn, Júlíus, og hún seg- ir Wenche og Grétu ævintýri. Lísa litla var lítil, Lísa litla grét og Lísa litla var ein úti í skógi. Langt niðri í jörðinni var Lísa litla. Og Erla syngur. Mamma hafði sagt Erlu frá Lísu litlu, og — mamma hefur kennt Erlu að syngja og Erla syngur fyrir fressköttinn Júlíus. Á sunnudagsmorgnum er Erla ekki í samfestingi og hún leikur sér ekki við Wenche og Grétu, og fresskötturinn Júlíus verður að sjá um sig sjálfur. Erla er í nýstroknum kjól, með stóran borða í svörtum lokkun- um og í rauðum skóm. Hún trítlar gætilega eftir malar- stígnum. Wenche og Gréta kalla til hennar, en hún lítur ekki við, því að hún á að fara í sunnudagsheimsókn. Snemma á hverjum sunnu- dagsmorgni kemur Erla til mín, aðra daga kemur hún ekki, því að hún hefur ekki tíma til þess, og hún veit líka, að ég hef ekki heldur tíma til þess. Ég leigi kofa hjá frú Strandebo. Kofinn er skammt frá heimili Erlu. Kofinn er í stórum garði og umhverfis hann vaxa rósir og valmúar. Eg er ekki komin á fætur, þegar Erlu ber að garði. Ég heyri hana masa fyrir ut- an: súkkulaði, sælgæti, ævin- týri „ég kem og tek þig,“ sagði hafurinn Brúsi, og svo fer Erla að syngja. Fyrir utan hænsna- kofann nemur Erla staðar og segir: „Gagg, gagg, gagg.“ Það líður góð stund, áður en Erla kemur inn — því að hún nær ekki upp í handfangið á hurðinni, en Erlu verður ekki ráðafátt. Hún sækir lítinn kassa, sem er fyrir utan hænsnakofann. A honum stend- ur Erla, og þá getur hún opn- að dyrnar — en hún fer aftur með kassann, því að Erla er reglusöm. Erla hneigir sig og brosir: Góðan daginn, segir Erla og gýtur augunum til töskunnar minnar, sem liggur á borðinu, og næstum áður en ég hef beðið hana um að rétta mér hana, hefur hún náð í töskuna, því að hún veit að í henni er súkkulaði, og við smjöttum dálítið, því að Erlu finnst súkkulaði svo gott. Ég spyr, hvort hún hafi nokkuð að segja mér. Erla seg- ir mér frá ævintýrinu um Eng- $29 13

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.