Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 30

Heimilispósturinn - 01.11.1949, Blaðsíða 30
Þegar máltíðinni var lokið, reyndi hún að komast ein upp í íbúðina. En Harvey vildi það ekki. Þau fylgdust að, og Harvey var dálítið valtur á fót- unum, þegar þau gengu eftir löngum ganginum. Hún skildi við hann í setu- stofunni með konaksflösku fyr- ir framan sig, en fór sjálf inn í baðherbergið og læsti dyrun- um. „Hvernig kemst ég út? Hvernig kemst ég út? Hvað get ég gert?“ hugsaði hún skelfd og starði á veggina, sem voru þaktir speglum. Hún sá aðeins sjálfa sig, óttaslegna, lokaða inn í gildru. Það var tilgangslaust að biðja hann vægðar. Hann mundi ekki sleppa henni. Hann mundi verða reiður. Hún vissi, að hann væri ekki lamb að leika sér við, ef hann reiddist. Hún varð að komast burt. Gat hún skipt um kjól, farið í loðkápuna, troðið hattinum í vasann, opnað baðherbergis- dyrnar, sem sneru út að gang- inum — og farið sína leið út úr hótelinu um leið og aðrir gest- ir? Gat hún gert það? Hún tók að klæða sig úr samkvæmiskjólnum — hún ætl- aði að skilja hann eftir ásamt öðru, sem hún gat ekki tekið með sér. Hann mátti gera við það, það sem honum sýndist. Hann mátti kasta töskunni í sjóinn. Hún vildi ekki framar sjá neitt af því, sem hún hafði komið með á þennan stað. Hún lauk við að klæða sig og opnaði dyrnar með titrandi höndum, beið og hlustaði. En hún heyrði ekki annað en sinn eigin andadrátt. Henni fannst hann vera svo hávær, að hún þrýsti munninum niður í loð- kragann. Hún skildi dyrnar eftir opnar, því að hún óttaðist marr í hurð- inni. Hún mætti engum á gangin- um, allt var hljótt og kyrrt. Þegar hún fór fram hjá lyftu- dyrunum, sá hún ungþjóninn, sem hafði fylgt henni upp fyrr um kvöldið. Hann glápti á hana spyrjandi augnaráði. Hún tróð sér inn í gestahóp- inn, sem var að fara út um hóteldyrnar, og brátt stóð hún úti á götunni. Hún var komin út. Hún var frjáls. Nú gat hún farið heim. Hún varpaði öndinni af fegin- leik og setti á sig hattinn. Þeg- ar hún kom í næstu götu, veif- aði hún í leigubíl. * Morguninn eftir tók hún fyrstu lest og var komin heim um hádegi. John var ekki vænt- anlegur fyrr en klukkan sex. Hún lék við hvem sinn fingur og beið hans með eftirvæntingu. Hún var komin heim. Það var eins og hún hefði aldrei lif- að þessa martröð. Hún ætlaði aldrei að hugsa um Harvey framar. Hún ætlaði aldrei að segja John frá þessu, það gæti gert hann órólegan. En hún ætlaði að bæta margfaldlega fyrir þetta dulda brot sitt, sem hann fengi aldrei að vita neitt um. Hér eftir yrði allt öðruvísi en áður. Ö, hve glöð hún var að vera komin heim heil á húfi! Hve óumræðilega hamingjusöm hún var! Loks heyrði hún braka í 28 9 9 5

x

Heimilispósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilispósturinn
https://timarit.is/publication/1514

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.