Vinnan - 01.02.1947, Qupperneq 9
1.—2. tölublað
Jan.—febr. 1947
5. árgangur
Reykjavík
Ritnefnd:
Björn Bjarnason
Helgi Guðlaugsson
ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUSAMBAND ÍSLANDS
GUÐJÓN BENEDIKTSSON:
Fánasöngur múrara
/--------------------------------------------------\
EFNISYFIRLIT:
Þorsteinn Jósepsson: Gufuvirkjun i Hveragerði,
kdpumynd
Guðjón Benediktsson: Fánasöngur múrara, kvœði
Heiðrekur Guðmundsson: Vestmenn, kvæði
Af alþjóðavettvangi
Hermann Guðmundsson: Aramót, forystugrein
Alfred Skar: Launa- og verðlagsstefna i Noregi
N. Rilykow: Verkalýðsmálalöggjöf Sovétrikjanna
og framkvœmd hennar
Henrik Bernhard Palmer: Upprisudagur Reka-
vikurbúa, smásaga
Gisli H. Erlendsson: Sorg, kvœði
Guðjón -Benediktsson: Múrarafélag Reykjavikur
30 ára
Skdldin og sjálfstœðisbaráttan, fyrsta-mai-dagskrá
Juri Semjonoff: Salt jarðar
Erskine Caldwell: Bíllinn, sem ekki varð ekið
Morgunn i Berserkjahrauni, kvœði eftir jr.
Sambandstiðmdi, kaupskýrslur o. fl.
Vs-------------------------------------------------y
Vér heilsum þér fáni, og hjarta vort slær
nú hraðar og léttar í barmi.
Og fylkingin þéttist og þokar sér nær,
og þrótturinn stælist í armi,
er faldur þinn blaktir við frelsandi vor
af félagshönd drengskapar borinn;
því æskunni vekurðu áræði og þor
og ellinni léttirðu sporin.
Vér förum þar allir, sem fáni vor sést
— hans faldur er hreinn eins og vorið —
og sækjum þar þéttast, sem þörfin er mest,
til þess hefur lífið oss borið.
Og einhuga fylking með framsækna önd
mun frelsinu aldregi glata.
Ef stefnunni ræður hin starfandi hönd,
er stéttvísin örugg að rata.
HEIÐREKUR GUÐMUNDSSON:
VESTMENN
Vestur í heimi á hernaðarleið
er höfðingjavaldið að rísa,
sem reynt var í hömlum að halda um skeið,
og hefur oft valdið þar sárari neyð
en unt er með orðum að lýsa.
Og verkföllin brýtur hinn voldugi her
svo vinnulaun hækka þar eigi.
Og sóttur að lögum er leiðtogi hver,
sem lýðfrelsið styður og einbeitir sér
til sóknar á sannleikans vegi.
En heima á Fróni er fallið á kné
og fagnað í hljóði þeim teiknum.
Þar finnst jafnvel sumum að fórnandi sé
flugvallarsneið — ef þeir láta í té
samhjálp í síðasta leiknum.
VINNAN
I