Vinnan - 01.02.1947, Side 11
HERMANN GU Ð MU N D S S O N :
ARAMOT
Ársins 1946 mun ávallt verða rninnst sem eins
merkasta árs í sögu verkalýðshreyfingarinnar á
íslandi.
Auk margra merkisviðburða, er skeðu á árinu
og snerta alþýðu þessa lands, er það einkum
tvennt sem hæst gnæfir og gefur árinu sitt sér-
staka gildi. Það er þrjátíu ára afmæli heildarsam-
takanna og 19. þing Alþýðusambands íslands.
Þrjátíu ár er eigi langur tími, nánast mjög
skammur tími í lífi þjóðarinnar og má segja að
verkalýðssamtökin hafi tæplega slitið barnsskón-
um.
Þó er það svo, að á þessu tímabili hafa orðið
straumhvörf meðal vinnandi stétta og frá þeim
fyrst og fremst myndast straumar, sem lyft hafa
þjóðinni á hærra menningarstig.
Baráttan fyrir bættum kjörum alþýðunnar hef-
ur borið glæsilegan árangur og það svo, að alls
staðar blasir við hin stórfelda breyting til bóta
sem orðið hefur á þessum þrjátíu árum á lífskjör-
um verkalýðsins — árangur sem fyrst og fremst
má þakka stéttarsamtökunum.
En þótt ntikið hafi áunnizt, er margt ógert.
Framundan bíða óteljandi verkefni, sem hrinda
þarf í framkvæmd. íslenzk verkalýðshreyfing með
heildarsamtök sín, Alþýðusamband íslands, í
broddi fylkingar, mun eigi liggja nú né framvegis
á liði sínu í þeim orustum sem framundan eru í
baráttunni fyrir auknum rétti og bættum kjörum.
-K
Um hið 19. þing Alþýðusambandsins hefur
verið svo margt sagt og ritað, að eigi er þörf að
skrifa um það langt mál hér, aðeins skal undir-
strikað, að jafnhliða því sem þetta var fjölmenn-
asta þing, sem heildarsamtökin hafa haldið, var
þingið að undirbúningi og störfum öllum eitt hið
giæsilegasta þinghald íslenzka verkalýðsins til
þessa.
Á tímabilinu milli 18. og 19. þingsins voru
gerðir fjölda margir samningar milli verkalýðs-
félaga og atvinnurekenda og hafði Alþýðusam-
bandið hönd í bagga með vel flestum þeirra.
Samningar þessir eru æði misjafnir, eins og
vænta mátti, svo ólík sem viðhorf og aðstæð-
ur verkalýðsfélaganna eru oft og tíðum. Þó hefur
verið reynt eftir því sem tök voru á, að samræma
þá. -
Auk hinna beinu kaupgjaldsmála létu verka-
lýðssamtökin sig miklu skipta ýmis önnur hags-
munamál, svo sem atvinnumál o. fl.
Tóku verkalýðsfélögin víða virkan þátt í ný-
sköpun þeirri, sem fyrrverandi ríkisstjórn hafði
á prjónunum. Þá létu verkalýðssamtökin sig
miklu skipta sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og
hóf virkar aðgerðir í því sambandi og má þar
nefna allsherjarverkfallið í Reykjavík, sem háð
var í mótmælaskyni við samning þann, sem
gerður var við Bandaríki Norður-Ameríku um
herstöðvar á íslandi.
-K
Árið sem nú er liðið var í mörgu hagstætt
verkalýð þessa lands. Atvinna var víðast hvar
nægileg, en þó ekki alls staðar, kauphækkanir
urðu víða og mörg verkalýðsfélög bættu verulega
hag meðila sinna.
Samt sem áður hefur margt gerzt á árinu, sem
bregður skugga á, má þar nefna hinn geigvæn-
lega vöxt dýrtíðarinnar og nú í lok ársins, stjórn-
arkreppu og alla þá óvissu og glundroða, sem
henni fylgja í atvinnulífi jijóðarinnar.
-K
Við árið, sem nú er að hefja göngu sína, eru
eins og alltaf áður, þegar nýtt ár gengur í garð,
tengdar vonir og áhyggjur.
Yfirleitt mun þó ekki gæta mikillar bjartsýni
með þjóðinni, eins og oft áður við undanfarin
áramót góðærisins á íslandi. Ber margt til þess
að svo er. Svik afturhaldsaflanna við nýsköpun-
ina og heitrof í sjálfstæðismálinu eins og flug-
vallarsamningurinn sannar bezt. Viljaleysi vald-
liafanna til að ráða niðurlögum dvrtíðarinnar og
VIN N A N
3