Vinnan - 01.02.1947, Side 12
ALFRED SKAR:
Launa- og verðlagsstefna i Noregi
Höfundur eftirfarandi greinar, Alfred Skar, er ritstjóri tímaritsins Fri jagbevegelse, sem
gefið er út af norska Verkalýðssambandinu. Hann var fulltrúi norsku verkalýðshreyfingarinn-
ar á 19. þingi Alþýðusambands íslands s.l. haust og ritaði þá þessa grein fyrir Vinnuna áður
en hann fór heim. Hann lýsir hér baráttu norsku ríkisstjórnarinnar og norsku verkalýðssam-
takanna fyrir því að halda dýrtíðinni í skefjum og að endurreisa atvinnulíf landsins eftir hið
grimmdarfulla og tortímandi hernám nazista og þeirri baráttu, sem verkalýðshreyfingin heyr
jafnframt fyrir því að hækka lífskjör verkalýðsins á skömmum tíma til jafns við það, sem þau
voru fyrir hernámið.
Þótt aðstaðan sé af eðlilegum ástæðum í mörgu frábrugðin því, sem er í -Noregi í þessum
efnum, geta Islendingar og þá einkum verkalýðshreyfingin vafalaust lært þar ýmislegt af
Norðmönnum.Einkum eru athyglisverð hin miklu afskipti, semverkalýðssamtökin norskuhafa
fengið aðstöðu til að hafa af verðlaginu á innfluttum vörum og innlendri framleiðslu. A Jr\ í
sviði er um að ræða eitt mesta vandamálið í sambandi við dýrtíðina á íslandi. I skjóli smá-
vegis hækkunar á innfluttum vörum vegna stríðsins, hefur óhófleg álagning og alls konar
gróðabrall verð lálið viðgangast frá því í stríðsbyrjun, þrátt fyrir Jrað verðlagseftirlit, sem hér
var sett á laggirnar 1939. Enda er það staðreynd, að íslenzkur verkalýður hefur engin ítök
haft í verðlagningu og verðlagseftirliti á þessu tímabili. I'arna er að finna frumorsök þeirrar
miklu verðbólgti, sem orðið hefur hér á landi, en ekki — eins og sumir andstæðingar verka-
lýðssamtakanna reyna að halda fram — í þeirri kaupgjaldsbaráttu, sent verkalýðurnn hóf, eftir
að drjúgur skriður var kominn á dýrtíðarölduna og sjóðir hinnar ört vaxandi heildsalastéttar
og annarra stórgróðamanna voru teknir að gildna óhóflega. Þarna er að finna meginorsök og
undirstöðu dýrtíðarinnar hér á landi, og þar verður því að byrja, þegar hafizt verður handa
með skipulögðum ráðstöfunum að þoka henni niður.
Þrátt fyrir meira og minna ólík sjónarmið ern
allir stjórnmálaflokkar Noregs og ábyrgir aðilar
í atvinnulífinu sammála í aðalatriðum um að
fylgja beri verðfestingarstefnunni. Þetta kom ó-
tvírætt í ljós í einróma áliti atvinnumálaráðsins
2. okt. síðastliðinn.
Þó að menn séu sammála um þetta í grund-
vallaratriðum, fer því fjarri, að verðfestingar-
stefnunni sé engin hætta búin. Það er vafalaust
rétt hjá forsætisráðherranum, Einari Gerhardsen,
þegar hann kemst svo að orði, að þjóðin vegi salt
á hnífsegg. Og verkalýðssamtökin líta á það sem
lífsnauðsyn að vér sveiflumst ekki niður í djúpið.
Vonir manna í byrjun ársins 1946 um tiltölu-
lega öra lækkun hins alþjóðlega verðlagsstigs hafa
brugðizt. I stað þess hefur verðlag hækkað, meðal
annars í Bandaríkjunum, og gengi hins sænska
og kanadiska gjaldeyris verið hækkað. Það er aug-
ljóst mál, að þetta hefur orkað mjög á verðlags-
stigið í Noregi. Ennfremur hefur í sumar og í
haust, tvisvar verið hækkað verð á nokkrum teg-
undum landbúnaðarvara, ráðstöfun, sem ekki
varð hjá komizt.
Sú endurskoðun launamála, sem framkvæmd
he'fur verið í Noregi á þessu ári, nær til um 300,-
000 verkamanna og skrifstofumanna. Auk hinn-
leysa þau vandamál, sem nú ber að garði er svo
áberandi, að það fær eigi lengur dulizt almenn-
ingi. Vaxandi öryggisleysi og ráðaleysi á öllum
sviðum í þjóðfélaginu, veldur og mörgum áhyggj-
um og þá ekki sízt verkalýðnum, sem öðrum
fremur þráir. að örugg afkoma landsmanna sé
tryggð.
Hvort hið nýja ár ber í skauti sínu breytingu
til batnaðar á þessum þjóðfélagsvandamálum,
skal engu um spáð hér, en öruggt má teljast, ef
þau öfl, sem standa að því ófremdarástandi, sem
er að skapast í landinu, fá að framkvæma frekari
skemmdarstörf en þau hafa nú þegar gert, er voð-
inn vís. Samtök verkalýðsins gera sér þetta ljóst
og munu nú eins og fyrr mæta því sem að hönd-
um ber í órofa heild stéttarlegrar einingar, sem
árásir afturhaldsins munu brotna á.
4
VINNAN