Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Qupperneq 17

Vinnan - 01.02.1947, Qupperneq 17
leik, sá, sem liefur annað eins svipmót og hann, getur luópað: Verði ljós! án ótta við óhlýðni höf- uðskepnanna. Drottinn allsherjar hóf upp ásjónu sína og virti okkur, hina örmu Rekavíkurbúa, fyrir sér stund- arkorn. Og að því loknu geispaði hann. Þegar hann hafði geispað, sagði liann: — Þið eruð sauð- ir, greyin mín, allir saman. Farið til hægri. — Hæ! Nú erum við hólpnir! hrópuðu Reka- víkurbúar einurn rómi. Og í gleði sinni hoppuðu þeir til hægri, sumir á einum fæti, aðrir á tveim- ur. Og jafnvel ég varð feginn. En eitt olli mér dálítils óróleika. Það var hin tvíræða merking í orðinu sauður. Ég þóttist verða var við ofurlítið glott á vörum Drottins allsherjar, þegar hann mælti jretta orð. Er ég þá sauður, þegar til alls kemur? sagði ég við sjálfan mig. Og sjálfselska mín, meinhornið að tarna, mótmælti því kröft- uglega. En ég braut heilann um málið, og því lengur, sem ég braut heilann, jrví ógreinilegri varð rödd sjálfselskunnar, og önnur rödd tók að bergmála í djúpi vitundar minnar, ógreinilega fyrst í stað, en að lokum gat ég greint orðið — me. Það var raust lítils lambs, sem jarmaði úr djúpi vitundar minnar. — Já, einmitt það, sagði ég. — Það er þá engum vafa undir orpið. Og jafnskjótt tók ég gleði mína á ný og varð eins himinlifandi og hinir Rekavíkurbúar. En einn var sá, sem ekki var glaður. Það var Hann úr Neðra. Hann hafði líka komið á vett- vang, til þess að fá sinn hundraðshluta af Reka- víkurbúum, og hafði með sér poka, nægilega stóran til að rúma fáeinar sálir. I þennan poka hafði liann ætlað að stinga þeim, sem kynnu að falla í hans hlut. — Hm! hugsaði ég með sjálfum mér. — Ekki skal mig kynja, þó að Hann úr Neðra eigi litlum vinsældum að fagna, svona ótótlegur sem hann er. — En þegar honum varð ljóst, að hann fékk ekkert í sinn hlut, varð hann fjarska sorgbitinn á svipinn. Höfuðið hneig nið- ur á bringu, tárin komu fram í augun, og hann stundi upp með ekkarómi: — Ég þóttist þó sann- færður um að fá Y prófast. Aldrei hefði mér kom- ið til hugar, að ég mundi missa af honum. — Þér getið alls ekki, sagði ég og sneri mér að Honum úr Neðra — þér getið alls ekki fært nein rök fyrir eignarrétti yðar á Y prófasti. — Það var þó helvíti, sagði Hann úr Neðra. — Og hvaða rök ættu það svo sem að vera? spurði ég. — í fyrsta lagi er hann Jesúíti, sagði Hann úr Neðra. — Fjarri því! sagði ég. — Jesúítar eru ekki til — SORG Blærinn talar við blóm í haga og bakkinn víð silungsána. Vorið spyr sól og vogur báru veturinn stjörnur og mána: Hvar er bjarthöfði litli, barnið góða, sem bernsku sína gaf okkur og hrifningu, djúpa og hljóða? Og magur, skáldaður móakragi í munaðarleysi tautar: Hvar er plógurinn, sem átti að særa mig, veita mér sæld hinnar líknandi þrautar? Hvar er drengurinn okkar? spyr önd á hyli, sem ætlaði kraft minn að hefja, spyr fallandi foss í gili. Hver gengur hér sífellt, glötuðum skrefinn spyr gata, sem liggur í hring. Vei mér aumri, minn eini gróður er eymd hans og fordæming. Hvert fótspor, sem hann í fang mitt sáir, er fræ, sem vex og ber ávöxt: Fjarvist þess, sem hann þráir. Farðu, ég vil heldur vera auð! Gísli H. Erlendsson V_________________________________________________> lengur. Og þegar þeir voru uppi, voru þeir risar. svartir risar, sem höfðu hjörtu konunganna og örlög þjóðanna í hendi sér. Það er blygðunar- laust að kalla herra dverginn og prófastinn Y Jesúíta. — Getur verið, sagði Hann úr Neðra og þurrk- aði sér um augun. — En eigi að síður var blóð- ugt að missa hann. —Og á hvern liátt höfðuð þér luigsað yður að' kvelja hann, ef hann hefði verið sv'o ólánssamur að lenda í klónum á yður? spurði ég. — Með því að láta hann lesa sínar eigin pré- dikanir, svaraði Hann úr Neðra. — Ó! Hvílík djöfuls uppfinning! hrópaði ég. — Hvílík satans grimmd! Hárin risu á höfðinu á mér. Ég vaknaði með skelfingarhroll og draum- urinn var búinn. VINN AN 9

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.