Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 23
Einar Sveinsson, Flippus Guðmundsson og Jón
E. Gíslason, sem var framsögumaður nefndarinn-
ar á næsta fundi. Nefndin lagði til, að sjóðurinn
skyldi stofnaður með fyrrgreindu stofnfé. Tekjur
sjóðsins skyldu vera helmingur árlegra félags-
gjalda svo og eigin vextir. Sjóðurinn skyldi standa
óbreyttur í eitt ár. Næstu 5 ár skyldi helmingur
tekna sjóðsins lagður við höfuðstól, en hinum
helmingnum varið til styrkveitinga, en um þær
segir svo í nefndarálitinu: „Hver skuldlaus féiagi
M. F. R., sem er frá vinnu sökum veikinda í einn
mánuð minnst, skal fá heimsendar kr. 100,00.
Sámþykkt var að stofna sjóðinn á þeim grund-
velli, sem lagt var til í nefndarálitinu. Nefnd var
kosin til þess að semja skipulagsskrá fyrir sjóðinn
og í hana kosinr þeir Guðni Egilsson, Kjartan
Ólafsson og Einar Finnsson. A aðalfundi 3. marz
1924 var skipulagsskráin endanlega samþykkt.
Auk þess fjárframlags, sem fyrr getur, var og sam-
þykkt að gefa sjóðnum „vonina“ í vangreiddum
iðgjöldum, að upphæð kr. 716,00.
Sjóðurinn vex svo jafnt en hægt. Árið 1933 er
hann orðinn kr. 12.767,00 og þá hafði verið greitt
í styrki alls kr. 2373,00.
En árið 1933, þann 4. febrúar, ber Guðbrandur
Guðjónsson fram tillögu um stofnun Atvinnu-
leysisstyrktarsjóðs innan félagsins með auknum
fjárframlögum. Tillagan fær góðan byr í félaginu
og er kosin nefnd til undirbúnings málinu. í
nefndina eru kosnir þeir Guðbrandur Guðjóns-
son, Ólafur Pálsson, Guðjón Benediktsson, Maris
Guðmundsson og Jóhannes Bergsteinsson.
Nefndin lagði einróma til að sjóðurinn skyldi
stofnaður og sameinaður Styrktarsjóð félagsins.
Hún hafði og samið frumvarp til reglugerðar fyr-
ir sjóðinn, sem samþykkt var á fundi þann 9. maí
1934. Iðgjaldið til sjóðsins skyldi vera 21/9% af
útborguðum vinnulaunum félagsmanna, en %%
skyldi renna í félagssjóð.
Eftir þetta tekur sjóðurinn margföldum vexti
við það sem áður liafði verið .
Árið 1941 er reglugerð sjóðsins breytt og hann
gerður að sjúkrastyrktarsjóði. Samkvæmt þeirri
reglugerð hans hafa allir rétt til styrks sem sjúkir
eða óvinnufærir hafa verið í eina viku. Fá þeir
vikulegan styrk að npphæð kr. 50,00 í 8 vikur ár
hvert, er bætist samkvæmt vísitölu hagstofunnar
á hverjum tíma.
Við árslok 1946 nema eignir sjúkrastyrktar-
sjóðsins kr. 144.128,26.
Á því ári eru veittir sjúkrastyrkir að upphæð
kr. 12.994,18.
3. Jarðarfara- og ellistyrktarsjóður. Sjóður þess
er stofnaður á aðalfundi árið 1939 og skyldu tekj-
ur hans vera i/£% af útborguðum launum félags-
manna.
Tilgangur sjóðsins er að styrkja meðlimi fé-
lagsins þegar atvinnumöguleikar þeirra skerðast
fyrir elli sakir, eða eftir 65 ára aldur. Einnig skal
greiða úr sjóði þessum við útför félagsmanna kr.
700,00 — auk dýrtíðaruppbótar — til nánustu
venslamanna.
Á síðasta aðalfundi félagsins voru eignir sjóðs-
ins alls kr. 25.637,40.
Á því ári höfðu verið greiddir styrkir alls kr.
6334,00.
4. Sumarsjukrasjóður. Þegar tekin var upp sú
regla í félaginu, að greiða félagsgjöldin í hundr-
aðshlutum af útborguðum vinnulaunum til aukn-
ingar atvinnuleysissjóðnum, vaknaði sú hreyfing
Magnús Árnason Kjartan Ólafsson Jón E. Gislason
form. 1943—1946 heiðursfélagi heiðursfélagi
VIN N A N
15