Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Qupperneq 24

Vinnan - 01.02.1947, Qupperneq 24
Stefdn Egilsson fyrsti heiðursfélaginn Guðni Egilsson féh. 1917—1921, heiðursfél. 1935 Kornelius Sigmundsson tók fyrstur sveinspróf i iðninni hérlendis 1909 í félaginu, að brýna nauðsyn bæri til að félags- menn sýndu hver öðrum hjálpsemi í hvívetna, er erfiðleikar steðjuðu að, á meðan styrktarsjóður- inn væri þess ekki megnugur að taka til starfa. Fyrir því var sá liáttur upp tekinn, er svo bar und- ir, að efnt var jafnan til fr jálsra samskota innan fé- lagsins. Þessi fjárframlög koma eðlilega hvergi fram í reikningum félagsins, en skipta þó eflaust þúsundum króna. Þrátt fyrir góða þátttöku í þessari hjálparstarf- semi töldu ýmsir þetta fyrirkomulag frekar ó- heppilegt, og rétt myndi að breyta því í heppi- legra horf. Því var það, að Þorsteinn Löve vakti máls á því árið 1938, að hjálparstarfsemi þessari yrði komið í betra horf, og á þann hátt, að stofnaður yrði sér- stakur sjóður, er hefði það eitt með höndum, að Iijálpa þeim félögum, er fyrir veikindatjóni yrðu á aðalatvinnutíma ársins — að sumrinu — og að allir félagsmenn greiddu til sjóðs þessa allt að 2% ,eftir úrskurði stjórnarinnar yfir sumarmán- uðina, eða frá 1. júní—1. nóv. Málið fékk ágætan byr í félaginu, reglugerð var samin og samþykkt, og sjóðurinn nefndur Sumarsjúkrasjóður. Sjóður þessi starfaði í 3 ár og greiddist í liann á þessu tímabili kr. 4078,00 og af því fé greitt í styrki kr. 3700,00. Eftirstöðvarnar voru færðar á höfuðstólsreikning Jarðarfara- og ellistyrktarsjóðs þegar sjúkrastyrktarsjóðurinn tók að fullu til starfa 1941, því að þar með var hlutverki þessa sjóðs lokið. Mér hefur orðið tíðrætt um sjóði félagsins, enda hafa þeir verið allsnar þáttur í starfsemi þess. Oryggisleysi alþýðunnar hefur okkur vel skilizt og af veikum mætti unnið að þessu til úr- bóta. Þótt á síðustu árum hafi þar verið að ýmsu bætt úr, má búast við að enn um skeið verði ekki svo ríflega til þeirra mála lagt, að styrktastarfsemi félagsins verði þar ofaukið. Það mun sízt ofmælt, að flestum meðlimum Múrarafélagsins finnist að sjóðir þess og þá eink- um styrktarsjóðirnir séu fjöregg félagsins. Enda eru þeir talandi tákn um þegnskap þeirra og fórn- fýsi. Ég hef hér eytt það miklu rúmi til að segja frá kaupgjaldsbaráttu og styrktarstarfsemi félagsins, að litlu mun verða hér hægt við að bæta. Þessi mál hafa líka tekið upp mestan tíma og krafta fé- lagsins, og svo mun víðar hafa verið um hliðstæð- an félagsskap. Félagið hefur tekið þátt í ýmsu samstarfi verka- lýðssamtakanna, þó einkum á seinni árum, og fer ég ekki nánar út í það hér. Það hefur eignast sinn eigin félagsfána, forkunnarfagran; það hefur lagt fram sinn skerf í baráttu iðnaðarmanna fyrir rétt- indum þeirra og hagsmunum, unnið að aukinni menntun stéttarinnar — faglegri og félagslegri — og beitt sér fyrir því, að iðnin tæki framförum í hlutfalli við framsækni og auknar kröfur þjóð- arinnar. Og óefað má fullyrða, að múrarastéttin hefur undanfarin 30 ár ekki svikizt um að setja sinn svip á bæinn í þess orðs fyllstu merkingu. A þessum 30 árum eru skráðir 241 félagsfund- ir eða að meðaltali rúmlega 8 á ári hverju, auk allra stjórna-, fulltrúaráðs- og nefndafunda, sem skipta mörgum hundruðum. Má af því ráða, að miklum tíma hefur verið varið til þessara starfa, og jrá einkum af þeim, sem átt hafa sæti í stjórn og nefndum félagsins. Félagið hefur kjörið 4 heiðursmeðlimi: Stefán 16 VINNAN

x

Vinnan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.