Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 28

Vinnan - 01.02.1947, Blaðsíða 28
Efri myndin til hægri: Grundarfjörður á norðan- verðu Snæfellsnesi, séð frá Grafarnesi. Fram- undan er fjallið Grundarmön. Lengst til hægri sést inn í Grundarbotn, Grundarrana og Fossa- hlíð undir lágu klettabelti vestan botnsins. Neðri myndin til hægri: Óneitanlega er „sá guli“, þorskurinn, „fagur fiskur í sjó“ og ekki síður nytsamlegur. Fyrr á tíð voru þorskhaus- arnir, nýir, saltir og hertir, ein af aðalfæðuteg- undum landsmanna. Og í hinni ágætu ritgerð sinni „þorskhausarnir og þjóðin“ hefur dr. Guð- mundur heitinn Finnbogason lýst þýðingu þorsk- haussins í íslenzku þjóðlífi. Nú má þorskhaus- inn muna fífil sinn fegri. því að sé honum ekki fleygt, er hann notaður sem áburður á tún. Efri myndin til vinstri: Fyrr á tíð voru meisar algeng heyílát, þótt nú séu þeir orðnir sjaldséð- ir. Á myndinni sést fjármaðurinn á Barkarstöð- um í Fljótshlíð vera að bera hey í meis til fjár- hússins. í baksýn sést Eyjafjallajökull. Neðri myndin til vinstri: „Gamall þulur hjá Græði sat“. Þessi mynd er frá Vestmannaeyjum. Gamli maðurinn situr við sjóinn og horfir á Heimaklett. 20 V I N N A N

x

Vinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.