Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Side 31

Vinnan - 01.02.1947, Side 31
einkaleyfi sínu, runnu til aukinna tilrauna á Rothamsted. Starfið hefur vafalaust látið honum vel, því að hann dó ekki fyrr en árið 1900, þá áttatíu og sex ára að aldri. Áður en Lawes dó gaf hann fjárfúlgu, sem nam 100.000 pundum til viðhalds stofnunni, sem hann hafði komið á fót. Ríkisstjórnin lagði og fram sinn hluta, og nú er Rothamsted stærsta vísindastofnun landbún- aðarins í Englandi. Nú höfðu menn beinamjölið og fyrstu súper- fósfatsekkina. En bændunum var þetta ekki nóg. Það er alkunna, að fuglar himinsins „sá livorki né uppskera“. En hinu verður ekki neitað, að sums staðar teðja þeir jörðina og taka þannig drjúgan þátt í landbúnaðinum, enda kom það sér vel fyrir bændurna. Við strendur Perús og Chile í Suður-Ameríku er fjöldi smáeyja, sem aðeins eru byggðar fugl- um, að mestu leyti pelikönum. Jafnvel á vorum dögum er margt um þá, en fyrir hundruðum ára síðan voru þeir óskaplegur grúi. Ferðamaður nokkur gizkaði á, að á einni smáey væru ná- lægt tíu milljónir fugla. Menn sjá af þessu, að bæði pelikanar og ferðamenn hafa gaman af háum tölurn. Vilji menn gera sér hugmynd um lifnaðarhætti þessara fugla, er handhægast að hugsa sér baðströndina við Wannsee á heitum sunnudegi í júlí. Ennfremur verða menn að hugsa sér, að baðvörðurinn hafi lokað öllum hliðum og sleppi engum manni, livorki út né inn, í þúsund ár. Pelikanarnir búa svo þétt sam- an á eynni sinni, að enginn þeirra getur liafið sig til flugs, án þess að koma við vængina á einhverj- um öðrum. Auk þess eru pelikanaforeldrarnir alkunnir fyrir ást á börnum sínum, og afkom- endurnir þekktir að græðgi. Ungur pelikani get- ur hæglega hvomað í sig fimm stærðar fiska í einum munnbita. Hin umhyggjusama móðir, færir honum matinn í poka, sem hún ber undir nefinu í þeim tilgangi einum. Pelikaninn er frægur fyrir ást og umhyggju við börn sín — —. Góðgerðarstofnanir og einkum barnaheimili hafa oft í merki sínu pelikana, sem fórnar ung- unum hjartablóði sínu. Kaldur Perústraumurinn, sem kemur sunnan úr höfum og leikur um strendur Perú og Chile mætir þar hlýjum straumi að norðan. Þess vegna er allt hafið morandi af smáverum (svifdýrum), sem eru heppilegar til fiskieldis og skýra til fullnustu fiskigengdina á þessum slóðum. Peli- kanarnir eru því mettir, og efnaskiptingin geng- ur fljótt. Og alltaf hækkar eyjan, sem þeir búa á, hærra og hærra yfir hafflötinn.... Hinn gjör- huguli ferðamaður, sem áðan var getið, reiknaði út, að pelikanarnir lians, tíu milljónir að tölu, hækkuðu eyjuna urn fjóra sentimetra á ári. Á þessum slóðum kemur hér um bil aldrei dropi úr lofti. Skúrir himinsins þvo ekki eyjarn- ar hreinar, og þurr skorpan þykknar í sífellu. Menn liafa fundið lög, sem ern 63 metra þykk. Samkvæmt útreikningum ferðamannsins okkar hafa þau verið fimmtán hundruð ár að ná þeirri þykkt. Inkarnir vissu þegar, að þessi harða skorpa var dýrmætur áburður. Orðið ,,gúanó“, eins og Evr- ópumenn kalla fugladrítinn, er komið af per- úska orðinu „huano“, sem þýðir áburður. Sagn- fræðingar herma, að á dögum Indíánakonung- anna í Perú hafi legið dauðarefsing við að drepa pelikana eða að stíga á eyjar hans án sérstaks leyfis. Sérhver pelikani er eins og lítil efnaverksmiðj smiðja. Um leið og hann veiðir fiskinn, gleypir hann líka í sig mikið af sjó. Við það aukast áhrif saltsýrunnar, sem er í maga fuglsins, eins og í mögum okkar. Hreistur og bein fiskjarins breyt- ast í áburð með rétturn blöndunarhlutföllum og inniheldur fósfór, köfnunarefni og meira að segja kalí. Gúanóið er auðugast af fósfór, og hann gerir það svo dýrmætt. Súlan er keppinaut- ur pelikananna við gúanóframleiðsluna, og hún er oft á þeim slóðum, sem pelikanarnir lialda sig ekki. Það var Alexander Humboldt, sem vakti at- hygli Evrópumanna á gúanóinu. Árið 1802 flutti hann sýnishorn þess til Þýzkalands, og efnafræð- ingurinn Klapproth sá strax, hvílíka þýðingu það gat haft, — eins og Humboldt hafði raunar komið auga á sjálfur. Þó var það ekki fyrr en árið 1841, sem menn byrjuðu að flytja gúanó frá Perú, og áttu Englendingar frumkvæðið að því. Perú var þá aðeins orðinn skuggi af fornri frægð. Atvinnulíf þjóðarinnar var í rústum, Lima var ekki lengur aðsetursstaður spánska landsstjór- ans, lteldur ómerkilegt sveitaþorp. Þjóðina vant- aði fjármagn til þess að fitja upp á nýjan leik. Pelikanarnir björguðu föðurlandinu. Gúanóið var þeirra verk, og Perúmenn fengu sand af pen- ingum fyrir gúanó. Árið 1868 steypti Balta of- ursti fyrirrennara sínum frá völdum og tilnefndi sig í forsetaembættið. Hann veitti Parísarfyrir- tækinu Dreyfus ívilnanir um gúanóflutning, tók peninga að láni út á allt saman og lagði fyrir þá járnbrautir. Fjórum árum síðar brauzt lit bylting að nýju, og Balta var myrtur. Hann var ásakaður fyrir VINNAN 23

x

Vinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.