Vinnan


Vinnan - 01.02.1947, Page 33

Vinnan - 01.02.1947, Page 33
Öllum skógarhöggsmönnunum var í nöp við Scott. „Taktu saman verkfærin þín, Mal. Við förum upp í skóg klukkan fjögur í fyrramálið." „Farðu til helvítis með skóginn og alla þína djöfuls staura,“ þrumaði Mal og skellti á eftir sér skúrhurðinni. Eina ráðið til þess að fá Mal til að tala, var að gera hann vondan. En það var liættulegt að gera hann vondan. Elann hafði flæmt hálfa tylft verkstjóra í burtu. Þeir flýðu til Kanada, áður en honum hafði gefizt tæki- færi til að láta þá snýta rauðu. Scott héltn iður götuna án þess að líta við. Scott var hugrakkur verkstjóri. Mal fór inn í kofann sinn og skellti hurðinni á eftir sér. Hundurinn hringaði sig- undir borði og beið eftir kvöldmatnum. Allir skógarhöggsmenn könnuðust við Mal Anderson. Hann var bezti banjóleikari milli Rangeley og Caribou, að minnsta kosti. Og hann var einhver allra bezti skógarhöggsmaður, sem nokkru sinni hafði fellt tré þar í skógunum. Hann gat stungið hæl í jörðina á þeim stað, sem hann vildi að tréð félli, og látið það svo reka hælinn niður í fallinu. Hann greip báðar axirnar sínar og byrjaði. Þegar önnur varð of heit, lagði hann hana frá sér og tók hina. Látið hvaða tvo menn sem er, byrja samtímis Mal á einhverju tré, með sögum, öxum og hvaða verkfærum, sem þeir vilja, — og Mal mun hafa fellt sitt tré meðan hitt er enn uppistandandi. Þetta var ein af ástæðun- um fyrir því, að Mal fékk borguð átta dagsverk á viku, þegar aðrir fengu sex. Nú var sumar, og Mal hafði enga löngun að fara til skógar fyrr en með vetri. Á sumrin vildi hann helzt halda til í bænum og leika á banjó fyrir framan Hótel Penobscot. En nú var efni- viðurinn á þrotum í stauraverksmiðjunni og Mal varð að hjálpa til við að flytja stofnana út úr skóginum. Það var ljóti andskotinn að vera að þvæla manni í vinnu á þessum tírna árs! Morguninn eftir fór Mal með vinnuflokknum upp eftir ánni og byrjaði næsta dag að fella tré. Hann skildi banjóið og hundinn eftir heima. Þegar þeir höfðu unnið í þrjár vikur í skógin- um, var kominn urgur í suma. Þegar þeir fóru að heiman, hafði Scott sagt, að þetta myndi taka hálfan mánuð. í lok þriðju vikunnar var Mal orðinn alvarlega reiður. Scott vildi halda þeim þarna í heilan mánuð til viðbótar. Og löngu áður en fjórða vikan var á enda, var Scott neydd- ur til að fara að vera alvarlega var um sig. Hann varð að fara mjög varlega til þess að verða ekki fyrir slysi. Til dæmis hefði vel getað fallið ofan á hann tré. „Við skulum fleygja svíninu í ána,“ sagði einn. „Við skulum binda hann við rótarstubb og láta villikettina um hann,“ sagð annar. „Það er ekki hægt að drekkja svona kvikindi, hann er fæddur fjörulalli. „Ætli maður veiði hann ekki bráðlega undir eitthvert tréð,“ sagði Anderson, hann var fyrsti ekill. „Við skulum láta Mal sjá fyrir því.“ Mal sat á hækjum sér og sagði ekki orð. Scott var nógu hygginn til þess að fara inn í kofa sinn á hverjum degi eftir kvöldverð og láta ekki sjá sig fyrr en að morgni. Fimm mínútur í myrkri gátu riðið honum að fullu og það vissi hann. Að sex vikum liðnum var heilsa Scotts eins góð og hún hafði nokkurn tíma Verið. Hann var mjög var um sig í skóginum og lét ekki sjá sig eftir að dimmdi. En nú höfðu tveir menn tekið þá ákvörðun að komast burt úr skóginum, hvort sem Scott vildi eða ekki. Þeir sögðu engum frá þessu og höfðu búið sig undir að fara einir. Scott var að þvo sér í kofa sínum fyrir miðdegisverðinn, þeg- ar þeir hlupu niður að ánni og hrundu bátkænu á flot. Scott saknaði þeirra eftir örfáar mínútur, þeg- ar allir voru seztir til borðs. Hann kallaði á Mal og annan til og þeir hlupu niður að ánni. Menn- irnir tveir, sem voru ákveðnir að komast á burtu úr skóginum, voru komnir um einn kílómetra niður eftir og réru eins og þeir ættu lífið að leysa. Þeir stóðu uppi í bátnum og höfðu gát á grynn- ingum og trjástofnum, sem flutu í ánni. Hand- leggir þeirra og árar sveifluðust eins og vind- mylla í fárviðri. „Náðu þér í bát, Mal, fáðu þér duglegan mann til aðstoðar og sæktu þessa bölvaða Kanada- þrjóta,“ skipaði Scott, bölvandi og stappandi á árbakkanum. Mal gaf merki einurn þeirra, sem næstir voru og þeir ýttu þegjandi á flot. Mal var stærsti og sterkasti maðurinn í liópnum. Hinn átti að hjálpa honum við að stýra bátnum. Áin rann í beinni línu þriggja til fjögurra kílómetra leið, eða jafnvel meir. Á vorin og sumrin var hún notuð til að fleyta fram trjá- stofnum til stauraverksmiðjunnar. Á veturna var hún higð þriggja til fjögurra feta þykkum ís, og þá var vögnum, sem fluttu staura til verksmiðj- unnar, ekið eftir henni fram og aftur. VINN A N 25

x

Vinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vinnan
https://timarit.is/publication/1513

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.